Þarna þurfa veiðimenn að vita hvað þeir eru að gera enda getur fiskurinn verið ótrúlega kröfuharður á bæði agn og framsetningu. Caddisbræður hafa verið með holl í ánni í allt sumar þar sem þeir leiðbeina og eru með leiðsögn um þetta magnaða svæði.

Valdimar Hilmarsson einn af árnefndarmönnum Laxárdalnsins er við veiðar í hollinu sem stendur vaktina næstu daga og hann segir að það eru kjöraðstæður í dalnum núna. Frábært veður og áin að skarti sínu fegursta. Síðasta Caddis bræðra Holl ársins byrjaði í fyrradag og það var töluvert af fiski. Sá sem er á myndinni er 62 cm sem tók galdralöpp Jóns Aðalsteins, höfundi flugunnar til mikilla ánægju en hann er einmitt staddur í dalnum. Þetta er samt alltaf krefjandi veiði en virkilega gaman sérstaklega þegar aðstæður eru eins og í dag.