Þrjátíu ísraelskir ferðamenn sagðir hafa greinst með Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 16. ágúst 2021 10:07 Ekki liggur fyrir hvenær ísraelsku ferðamennirnir komu til landsins. Ljósmyndin tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti. KMU Minnst þrjátíu ísraelskir ferðamenn sem staddir eru hér á landi hafa greinst með Covid-19. Nokkrir þeirra voru fluttir á ótilgreint sjúkrahús eftir að líðan þeirra versnaði. Einn ferðamannanna er sagður vera alvarlega veikur og tveir með vægari einkenni. Frá þessu greinir ísraelski miðilinn Jerusalem Post og vísar í frétt sjónvarpsstöðvarinnar Keshet 12. Allir ferðamennirnir eru sagðir bólusettir en talið er að einn þeirra hafi smitast um borð í fluginu til Íslands og í kjölfarið sýkt samferðamenn sína. Að sögn N12, fréttastofu Keshet 12, vinna stjórnvöld í Ísrael nú að því að skipuleggja sérstakt sjúkraflug til að flytja einstaklingana til Ísraels. Von á því að talan hækki Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, staðfestir að mikill fjöldi ísraelskra ferðamanna hafi nýverið greinst með Covid-19 en getur ekki gefið upp nákvæman fjölda. Hún segir að rúmlega helmingur hópsins sem kom til landsins hafi nú greinst jákvæður en á von á því að talan eigi eftir að hækka. Allur hópurinn er ýmist kominn í einangrun eða sóttkví og dvelja margir í farsóttahúsi. Hjördís gat ekki veitt upplýsingar um hvenær ferðamennirnir komu til Íslands eða hvort einhverjir hafi verið lagðir inn á sjúkrahús. Eykur álagið á heilbrigðiskerfinu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hópar erlendra ferðamanna hafi vissulega verið að greinast hér á landi. „Rakning hefur sýnt það að þetta er ný veira þannig að greinilegt er að þetta fólk hefur komið með þessa veiru með sér. Landspítalinn hefur líka greint frá að þetta sé auka álag á kerfið okkar. Þetta er bara hluti af þeim pakka sem við erum að fást við,“ segir Þórólfur um hópsýkingarnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira
Frá þessu greinir ísraelski miðilinn Jerusalem Post og vísar í frétt sjónvarpsstöðvarinnar Keshet 12. Allir ferðamennirnir eru sagðir bólusettir en talið er að einn þeirra hafi smitast um borð í fluginu til Íslands og í kjölfarið sýkt samferðamenn sína. Að sögn N12, fréttastofu Keshet 12, vinna stjórnvöld í Ísrael nú að því að skipuleggja sérstakt sjúkraflug til að flytja einstaklingana til Ísraels. Von á því að talan hækki Hjördís Guðmundsdóttir, samskiptastjóri almannavarna, staðfestir að mikill fjöldi ísraelskra ferðamanna hafi nýverið greinst með Covid-19 en getur ekki gefið upp nákvæman fjölda. Hún segir að rúmlega helmingur hópsins sem kom til landsins hafi nú greinst jákvæður en á von á því að talan eigi eftir að hækka. Allur hópurinn er ýmist kominn í einangrun eða sóttkví og dvelja margir í farsóttahúsi. Hjördís gat ekki veitt upplýsingar um hvenær ferðamennirnir komu til Íslands eða hvort einhverjir hafi verið lagðir inn á sjúkrahús. Eykur álagið á heilbrigðiskerfinu Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir í samtali við fréttastofu að hópar erlendra ferðamanna hafi vissulega verið að greinast hér á landi. „Rakning hefur sýnt það að þetta er ný veira þannig að greinilegt er að þetta fólk hefur komið með þessa veiru með sér. Landspítalinn hefur líka greint frá að þetta sé auka álag á kerfið okkar. Þetta er bara hluti af þeim pakka sem við erum að fást við,“ segir Þórólfur um hópsýkingarnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ísrael Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Sjá meira