Börn í borginni mæta í bólusetningu eftir viku Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. ágúst 2021 13:10 Frá úrdrætti í bólusetningu hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu í vor fyrir sextán ára og eldri. Nú er komið að 12-15 ára börnum. Vísir/Vilhelm Bólusettir farþegar sem búa hér á landi eða hafa tengsl við Ísland þurfa frá og með deginum í dag að fara í sýnatöku innan tveggja sólarhringa frá komu til landsins. Þá hófust bólusetningar að nýju í Laugardalshöll í morgun þar sem örvunarsprautur eru í boði. Börn á höfuðborgarsvæðinu á aldrinum 12-15 ára mæta í Laugardalshöll á mánudag og þriðjudag í næstu viku. Reglugerð sem sett var í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar fyrir tíu dögum tók gildi nú á miðnætti en hún kveður á um að allir bólusettir farþegar eða farþegar með vottorð um fyrri sýkingu þurfi að fara í sýnatöku innan fjörutíu og átta klukkustunda frá því að þeir koma til landsins. Um er að ræða íslenska ríkisborgara, einstaklinga búsetta á Íslandi, einstaklinga með atvinnuleyfi á Íslandi og umsækjendur um atvinnuleyfi eða alþjóðlega vernd á Íslandi. Þeir munu hins vegar ekki þurfa að sæta sóttkví þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Sýnatakan verður gjaldfrjáls og getur fólk valið um hraðpróf eða PCR-próf. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin reglunum. Á von á stórum degi í dag Þá hófust endurbólusetningar í Laugardalshöll í morgun hjá þeim sem fengu fyrri skammt af Pfizer í júlí og örvunarskammtar með Moderna verða gefnir þeim sem fengu bóluefni Janssen fyrir að minnsta kosti fjórum vikum. „Við eigum alveg von á átta til tíu þúsund manns, ef allir mæta. Þannig að þetta gæti verið stór dagur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem eru með mótefni eftir Covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen, þurfa ekki örvunarskammt. Bólusett verður út vikuna. „Við verðum hér alla dagana í vikunni og síðan er það næsta vika. Þá tökum við börnin, mánudag og þriðjudag í næstu viku, og svo erum við bara að teikna þetta upp næstu vikur, hvernig skipulagið verður.“ Að neðan má sjá skipulagið í Laugardalshöll. Skipulagið í öðrum landshlutum má sjá hér. Svona verður skipulagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir bólusetningu barna í næstu viku, mánudag og þriðjudag.Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu Þá geta þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu mætt í dag. „Óbólusettir geta komið á Suðurlandsbrautina, þar erum við með opið fyrir óbólusetta. Og eins þá sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu af einhverjum ákveðnum efnum að þá er það í boði á Suðurlandsbraut frá klukkan tíu til þrjú í dag líka,“ segir Ragnheiður Ósk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Reglugerð sem sett var í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnarinnar fyrir tíu dögum tók gildi nú á miðnætti en hún kveður á um að allir bólusettir farþegar eða farþegar með vottorð um fyrri sýkingu þurfi að fara í sýnatöku innan fjörutíu og átta klukkustunda frá því að þeir koma til landsins. Um er að ræða íslenska ríkisborgara, einstaklinga búsetta á Íslandi, einstaklinga með atvinnuleyfi á Íslandi og umsækjendur um atvinnuleyfi eða alþjóðlega vernd á Íslandi. Þeir munu hins vegar ekki þurfa að sæta sóttkví þar til niðurstaða úr sýnatöku liggur fyrir. Sýnatakan verður gjaldfrjáls og getur fólk valið um hraðpróf eða PCR-próf. Börn fædd 2005 og síðar eru undanskilin reglunum. Á von á stórum degi í dag Þá hófust endurbólusetningar í Laugardalshöll í morgun hjá þeim sem fengu fyrri skammt af Pfizer í júlí og örvunarskammtar með Moderna verða gefnir þeim sem fengu bóluefni Janssen fyrir að minnsta kosti fjórum vikum. „Við eigum alveg von á átta til tíu þúsund manns, ef allir mæta. Þannig að þetta gæti verið stór dagur,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þeir sem eru með mótefni eftir Covid-19 sýkingu og hafa fengið Janssen, þurfa ekki örvunarskammt. Bólusett verður út vikuna. „Við verðum hér alla dagana í vikunni og síðan er það næsta vika. Þá tökum við börnin, mánudag og þriðjudag í næstu viku, og svo erum við bara að teikna þetta upp næstu vikur, hvernig skipulagið verður.“ Að neðan má sjá skipulagið í Laugardalshöll. Skipulagið í öðrum landshlutum má sjá hér. Svona verður skipulagið á höfuðborgarsvæðinu fyrir bólusetningu barna í næstu viku, mánudag og þriðjudag.Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu Þá geta þeir sem ekki hafa fengið bólusetningu mætt í dag. „Óbólusettir geta komið á Suðurlandsbrautina, þar erum við með opið fyrir óbólusetta. Og eins þá sem eiga eftir að fá seinni bólusetningu af einhverjum ákveðnum efnum að þá er það í boði á Suðurlandsbraut frá klukkan tíu til þrjú í dag líka,“ segir Ragnheiður Ósk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira