„Hvað gerðist á Íslandi?“ Eiður Þór Árnason og skrifa 16. ágúst 2021 17:33 Þróunin á Íslandi hefur vakið mikla athygli vestanhafs. Skjáskot „Hvað gerðist á Íslandi?“Þessari spurningu er velt upp í nýrri umfjöllun Washington Post um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Þróunin síðustu vikur hefur vakið mikla athygli vestanhafs og undrast margir að mest bólusetta ríki heims sem hafi jafnframt hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum glími nú við metfjölda tilfella. Að sögn bandaríska stórblaðsins beina andstæðingar bólusetninga nú sjónum sínum að Íslandi og fullyrða fullum fetum að þróunin hér sýni að bólusetningarátak skili takmörkuðum árangri. Þá er bent á að Laura Ingraham, þáttastjórnandi Fox News, hafi borið fram misvísandi upplýsingar um ástandið á Íslandi í vinsælum þætti sínum auk þess sem viðmælandi hennar hafi ýjað að því að bóluefnin sjálf ýti undir fjölgun smita. Faraldursfræðingar og aðrir sérfræðingar eru sagðir vísa þessum málflutningi á bug. Staðan á Íslandi sýni þvert á móti vel hversu góð bóluefnin eru í að forða verstu afleiðingum kórónuveirunnar. Styttra í hjarðónæmi Bandaríski miðilinn Daily Beast gerði stöðunni á Íslandi sömuleiðis skil í gær og segir þróunina hér vera „mjög slæmar fregnir fyrir Bandaríkjamenn,“ en margir þeirra eru nýbyrjaðir að venjast frelsinu sem fylgir samfélagi með litlum sóttvarnatakmörkunum. Sérfræðingar sem Daily Beast ræðir við álykta að núverandi bylgja geri það að verkum að styttra sé í hið margumtalaða hjarðónæmi hér á landi. Í báðum greinunum er fjallað um stór hluti nýrra tilfella hér á landi hafi greinst hjá bólusettum einstaklingum en að flestir þeirra hafi einungis fundið fyrir vægum einkennum. „Á sama tíma og fjöldi tilfella margfaldast hefur tíðni sjúkrahússinnlagna haldist lág. Af þeim 1.300 sem eru nú í einangrun, eru einungis um tvö prósent þeirra á sjúkrahúsi. Þá hefur ekki verið greint frá dauðsfalli af völdum Covid-19 frá því seint í maí,“ segir í grein Washington Post. Haft er eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, að án bóluefna væri staða faraldursins á Íslandi „algjört stórslys“ (e. Catastropic). Einnig er vísað í sérfræðinga sem segja að Ísland veiti heimsbyggðinni nú verðmætar upplýsingar um áhrif Covid-19 á fullbólusetta einstaklinga. Á sama tíma sé Ísland skínandi dæmi um þann mikla árangur sem geti hlotist af bólusetningum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira
Þróunin síðustu vikur hefur vakið mikla athygli vestanhafs og undrast margir að mest bólusetta ríki heims sem hafi jafnframt hlotið lof fyrir viðbrögð sín við faraldrinum glími nú við metfjölda tilfella. Að sögn bandaríska stórblaðsins beina andstæðingar bólusetninga nú sjónum sínum að Íslandi og fullyrða fullum fetum að þróunin hér sýni að bólusetningarátak skili takmörkuðum árangri. Þá er bent á að Laura Ingraham, þáttastjórnandi Fox News, hafi borið fram misvísandi upplýsingar um ástandið á Íslandi í vinsælum þætti sínum auk þess sem viðmælandi hennar hafi ýjað að því að bóluefnin sjálf ýti undir fjölgun smita. Faraldursfræðingar og aðrir sérfræðingar eru sagðir vísa þessum málflutningi á bug. Staðan á Íslandi sýni þvert á móti vel hversu góð bóluefnin eru í að forða verstu afleiðingum kórónuveirunnar. Styttra í hjarðónæmi Bandaríski miðilinn Daily Beast gerði stöðunni á Íslandi sömuleiðis skil í gær og segir þróunina hér vera „mjög slæmar fregnir fyrir Bandaríkjamenn,“ en margir þeirra eru nýbyrjaðir að venjast frelsinu sem fylgir samfélagi með litlum sóttvarnatakmörkunum. Sérfræðingar sem Daily Beast ræðir við álykta að núverandi bylgja geri það að verkum að styttra sé í hið margumtalaða hjarðónæmi hér á landi. Í báðum greinunum er fjallað um stór hluti nýrra tilfella hér á landi hafi greinst hjá bólusettum einstaklingum en að flestir þeirra hafi einungis fundið fyrir vægum einkennum. „Á sama tíma og fjöldi tilfella margfaldast hefur tíðni sjúkrahússinnlagna haldist lág. Af þeim 1.300 sem eru nú í einangrun, eru einungis um tvö prósent þeirra á sjúkrahúsi. Þá hefur ekki verið greint frá dauðsfalli af völdum Covid-19 frá því seint í maí,“ segir í grein Washington Post. Haft er eftir Páli Matthíassyni, forstjóra Landspítalans, að án bóluefna væri staða faraldursins á Íslandi „algjört stórslys“ (e. Catastropic). Einnig er vísað í sérfræðinga sem segja að Ísland veiti heimsbyggðinni nú verðmætar upplýsingar um áhrif Covid-19 á fullbólusetta einstaklinga. Á sama tíma sé Ísland skínandi dæmi um þann mikla árangur sem geti hlotist af bólusetningum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fjölmiðlar Mest lesið Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Erlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent „Ekkert nema gott að segja fyrir gróðurinn og sálarlíf landsmanna“ Veður Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Fleiri fréttir Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Sjá meira