Kippir sér ekki upp við furðuleg augnaráð þegar hann ferðast um á hlaupahjóli hringinn í kringum landið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2021 19:33 Hugh David Graham ferðast um á hlaupahjóli hringinn í kringum landið. instagram Hugh Graham er 26 ára Breti sem ferðast nú á hlaupahjóli hringinn í kringum landið. Hann kippir sér ekki upp við furðuleg augnaráð á þjóðveginum og segir dvölina á Íslandi bestu vikur lífs síns. Hugh Graham lagði af stað frá Reykjavík fimmta ágúst og er nú staddur á Fáskrúðsfirði á tólfta degi ferðalagsins. Á síðasta ári gekk hann frá Skotlandi til Lundúna í miðjum heimsfaraldri og ákvað þá að næsta ævintýri yrði á Íslandi. Það er rétt að taka það fram að hlaupahjólið er ekki rafknúið og ferðalagið því erfitt á köflum. „Ég er nú staddur á Austfjörðunum þar sem vegirnir eru mjög brattir. Þetta er klikkað en alveg þess virði því í lok erfiðs dags líður mér vel eftir að hafa séð alla þessa undraverðu staði. Þessi eyja er bara svo falleg,“ sagði Hugh David Graham, 26 ára Breti. Fær ráð frá Íslendingum Hann sýnir frá ferðinni á samfélagsmiðlum þar sem fjöldi Íslendinga fylgist með ferðalaginu. „Það er mjög gott að vera í sambandi við þá því ég fæ ráð frá þeim. Ég hitti mann í gær sem sýndi mér góðan stað og hann gaf mér harðfisk að borða, en ég hafði aldrei snætt. Bragðið var mjög sérstakt.“ Fólk þekki hann á þjóðveginum Hann fer um fimmtíu og fimm kílómetra á dag og segir að fólk sé farið að þekkja hann á þjóðveginum. „Ég hef hitt nokkra sem þekkja mig og það er magnað og frábært. Margir horfa á mig með forundran á hlaupahjólinu og velta fyrir sér hvað ég sé eiginlega að gera. Ég hef líka fundið fyrir miklum stuðningi. Fólk stoppar og spyr mig hvað ég sé að gera og flautar með bílflautunni. Ég finn fyrir miklum stuðningi á vegunum.“ Bestu vikur lífsins Hann skilar góðri kveðju til Íslendinga og hvetur alla til að veifa sér á þjóðveginum. „Það er vel þess virði að gera þetta. Þetta hafa verið bestu tvær vikur lífs míns og ég þakka Íslandi fyrir það.“ Hér má fylgjast með ferðalaginu á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram. Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira
Hugh Graham lagði af stað frá Reykjavík fimmta ágúst og er nú staddur á Fáskrúðsfirði á tólfta degi ferðalagsins. Á síðasta ári gekk hann frá Skotlandi til Lundúna í miðjum heimsfaraldri og ákvað þá að næsta ævintýri yrði á Íslandi. Það er rétt að taka það fram að hlaupahjólið er ekki rafknúið og ferðalagið því erfitt á köflum. „Ég er nú staddur á Austfjörðunum þar sem vegirnir eru mjög brattir. Þetta er klikkað en alveg þess virði því í lok erfiðs dags líður mér vel eftir að hafa séð alla þessa undraverðu staði. Þessi eyja er bara svo falleg,“ sagði Hugh David Graham, 26 ára Breti. Fær ráð frá Íslendingum Hann sýnir frá ferðinni á samfélagsmiðlum þar sem fjöldi Íslendinga fylgist með ferðalaginu. „Það er mjög gott að vera í sambandi við þá því ég fæ ráð frá þeim. Ég hitti mann í gær sem sýndi mér góðan stað og hann gaf mér harðfisk að borða, en ég hafði aldrei snætt. Bragðið var mjög sérstakt.“ Fólk þekki hann á þjóðveginum Hann fer um fimmtíu og fimm kílómetra á dag og segir að fólk sé farið að þekkja hann á þjóðveginum. „Ég hef hitt nokkra sem þekkja mig og það er magnað og frábært. Margir horfa á mig með forundran á hlaupahjólinu og velta fyrir sér hvað ég sé eiginlega að gera. Ég hef líka fundið fyrir miklum stuðningi. Fólk stoppar og spyr mig hvað ég sé að gera og flautar með bílflautunni. Ég finn fyrir miklum stuðningi á vegunum.“ Bestu vikur lífsins Hann skilar góðri kveðju til Íslendinga og hvetur alla til að veifa sér á þjóðveginum. „Það er vel þess virði að gera þetta. Þetta hafa verið bestu tvær vikur lífs míns og ég þakka Íslandi fyrir það.“ Hér má fylgjast með ferðalaginu á samfélagsmiðlunum TikTok og Instagram.
Ferðamennska á Íslandi Íslandsvinir Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Fleiri fréttir Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Sjá meira