Varði ákvörðunina og skellti skuldinni á ráðamennina sem flúðu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. ágúst 2021 21:41 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ávarpaði bandarísku þjóðina nú í kvöld. AP/Evan Vucci Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, varði ákvörðun sína um að draga bandarískt herlið frá Afganistan er hann ávarpaði bandarísku þjóðina í kvöld. Hann segist standa við ákvörðunina en viðurkennir að Talibanar hafi náð völdum hraðar en gert hafði verið ráð fyrir. Það sé hins vegar ráðamönnum í Afganistan að kenna. Talibanar hafa tekið yfir völdin í Afganistan tuttugu árum eftir að þeir voru hraktir á brott þegar Bandaríkjanna og bandamenn þeirra réðust inn í landið í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001. Frá því að herlið NATO og Bandaríkjanna var kallað heim fyrr á árinu hefur sókn þeirra Talibana verið afar hröð. Svo hröð að þeir tóku yfir höfuðborgina Kabúl í gær. Biden og stjórn hans hefur mátt þola harða gagnrýni að undanförnu vegna ákvörðunarinnar um að draga herliðið til baka, ekki síst í ljósi þeirrar dökku framtíðar sem bíður kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn Talibana. Biden hafði lítið tjáð sig um stöðu mála í Afganistan, þangað til í kvöld er hann ávarpaði bandarísku þjóðina. „Ég stend staðfastlega á bak við ákvörðun mína, sagði Biden. Eftir tuttugu ár höfum við lært þá erfiðu lexíu að það var aldrei neinn góður tími til þess að draga herlið okkar til baka. Það er ástæðan fyrir því að við erum enn þarna,“ sagði Biden. "American troops cannot and should not be fighting in a war and dying in a war, that Afghan forces are not willing to fight for themselves"US President Joe Biden says Afghanistan's leader were given "every tool they could need" to face the Talibanhttps://t.co/b5Pi73sB8M pic.twitter.com/1uJim1D8Hb— BBC News (World) (@BBCWorld) August 16, 2021 Sagði Biden að í raun hafi það aldrei verið markmiðið með innrásinni í Afganistan og veru alþjóðlegs herliðs þar að byggja upp afganska ríkið, heldur mun frekar að koma í veg fyrir hryðjuverk á borð við það sem framið var 11. september. Sem fyrr segir hefur Biden mátt þola harða gagnrýni fyrir það hvernig staðið var að brotthvarfinu. Mikil ringulreið skapaðist í höfuðborginni Kabúl þegar Talibanar sóttu að henni. Flugvöllurinn í borginni fylltist meðal annars af örvæntingarfullum íbúum sem óttuðust líf sitt undir stjórn Talibana. Skellti Biden skuldinni á hraðri yfirtöku Talibana yfir á stjórnvöld í Afganistan. Þau hafi gefist of fljótt upp en Asraf Gani, forseti landsins, flúði land þegar Talibanar nálguðust Kabúl. „Sannleikurinn er sá að þetta gerðist hraðar en við gerðum ráð fyrir. Og hvað var það sem gerðist? Pólitískir leiðtogar Afganistan gáfust upp og flúðu land. Afganski herinn gafst upp, stundum án þess að reyna að berjast.“ Joe Biden Bandaríkin Afganistan Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Talibanar hafa tekið yfir völdin í Afganistan tuttugu árum eftir að þeir voru hraktir á brott þegar Bandaríkjanna og bandamenn þeirra réðust inn í landið í kjölfar hryðjuverkanna 11. september 2001. Frá því að herlið NATO og Bandaríkjanna var kallað heim fyrr á árinu hefur sókn þeirra Talibana verið afar hröð. Svo hröð að þeir tóku yfir höfuðborgina Kabúl í gær. Biden og stjórn hans hefur mátt þola harða gagnrýni að undanförnu vegna ákvörðunarinnar um að draga herliðið til baka, ekki síst í ljósi þeirrar dökku framtíðar sem bíður kvenna og stúlkna í Afganistan undir stjórn Talibana. Biden hafði lítið tjáð sig um stöðu mála í Afganistan, þangað til í kvöld er hann ávarpaði bandarísku þjóðina. „Ég stend staðfastlega á bak við ákvörðun mína, sagði Biden. Eftir tuttugu ár höfum við lært þá erfiðu lexíu að það var aldrei neinn góður tími til þess að draga herlið okkar til baka. Það er ástæðan fyrir því að við erum enn þarna,“ sagði Biden. "American troops cannot and should not be fighting in a war and dying in a war, that Afghan forces are not willing to fight for themselves"US President Joe Biden says Afghanistan's leader were given "every tool they could need" to face the Talibanhttps://t.co/b5Pi73sB8M pic.twitter.com/1uJim1D8Hb— BBC News (World) (@BBCWorld) August 16, 2021 Sagði Biden að í raun hafi það aldrei verið markmiðið með innrásinni í Afganistan og veru alþjóðlegs herliðs þar að byggja upp afganska ríkið, heldur mun frekar að koma í veg fyrir hryðjuverk á borð við það sem framið var 11. september. Sem fyrr segir hefur Biden mátt þola harða gagnrýni fyrir það hvernig staðið var að brotthvarfinu. Mikil ringulreið skapaðist í höfuðborginni Kabúl þegar Talibanar sóttu að henni. Flugvöllurinn í borginni fylltist meðal annars af örvæntingarfullum íbúum sem óttuðust líf sitt undir stjórn Talibana. Skellti Biden skuldinni á hraðri yfirtöku Talibana yfir á stjórnvöld í Afganistan. Þau hafi gefist of fljótt upp en Asraf Gani, forseti landsins, flúði land þegar Talibanar nálguðust Kabúl. „Sannleikurinn er sá að þetta gerðist hraðar en við gerðum ráð fyrir. Og hvað var það sem gerðist? Pólitískir leiðtogar Afganistan gáfust upp og flúðu land. Afganski herinn gafst upp, stundum án þess að reyna að berjast.“
Joe Biden Bandaríkin Afganistan Hernaður Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira