Facebook útilokar Talibana frá miðlum sínum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. ágúst 2021 09:07 Talibanar hafa tekið völdin í Afganistan, mörgum íbúum landsins til mikillar skelfingar. (AP Photo/Rahmat Gul Samfélagsmiðlarisinn Facebook kveðst hafa útilokað Talibana og allt efni þeim til stuðnings á miðlum sínum. Facebook álíti Talibana vera hryðjuverkasamtök. Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmönnum fyrirtækisins að hópur afganskra sérfræðinga hefði verið fenginn til þess að fylgjast með og fjarlægja allt efni tengt Talibönum, sem hafa á síðustu árum verið duglegir að miðla efni og vekja athygli á sér á samfélagsmiðlum. „Talibanar eru hryðjuverkasamtök í skilningi bandarískra laga og við höfum útilokað þá á grundvelli stefnu okkar um hættuleg samtök. Þetta þýðir að við fjarlægjum reikninga sem haldið er úti af eða fyrir hönd Talibana, og bönnum stuðning og framsetningu á þeim,“ hefur BBC eftir fulltrúa Facebook. Talibanabannið mun einnig gilda á Instagram og WhatsApp, öðrum samskiptamiðlum í eigu Facebook. BBC segir þó frá því að fréttir frá Afganistan sýni fram á að Talibanar noti einmitt WhatsApp til þess að eiga í samskiptum en fulltrúar Facebook segja fyrirtækið munu bregðast við, komi í ljóst að það sé raunin. Talibanar hafa verið í stórsókn í Afganistan á undanförnum dögum og tekið hverja borgina á fætur annarri. Í fyrradag féll höfuðborgin Kabúl í þeirra hendur, án nokkurar raunverulegrar mótspyrnu frá afganska stjórnarhernum. Asraf Ghani, forseti landsins, flúði landið en til stóð að hann yrði viðstaddur viðræður um „friðsamleg valdaskipti“ frá ríkisstjórninni til Talibana. Fjöldi fólks hefur nú flúið eða reynt að flýja Afganistan, af ótta við ofbeldi og ofríki af hendi Talibana. Afganistan Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira
Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmönnum fyrirtækisins að hópur afganskra sérfræðinga hefði verið fenginn til þess að fylgjast með og fjarlægja allt efni tengt Talibönum, sem hafa á síðustu árum verið duglegir að miðla efni og vekja athygli á sér á samfélagsmiðlum. „Talibanar eru hryðjuverkasamtök í skilningi bandarískra laga og við höfum útilokað þá á grundvelli stefnu okkar um hættuleg samtök. Þetta þýðir að við fjarlægjum reikninga sem haldið er úti af eða fyrir hönd Talibana, og bönnum stuðning og framsetningu á þeim,“ hefur BBC eftir fulltrúa Facebook. Talibanabannið mun einnig gilda á Instagram og WhatsApp, öðrum samskiptamiðlum í eigu Facebook. BBC segir þó frá því að fréttir frá Afganistan sýni fram á að Talibanar noti einmitt WhatsApp til þess að eiga í samskiptum en fulltrúar Facebook segja fyrirtækið munu bregðast við, komi í ljóst að það sé raunin. Talibanar hafa verið í stórsókn í Afganistan á undanförnum dögum og tekið hverja borgina á fætur annarri. Í fyrradag féll höfuðborgin Kabúl í þeirra hendur, án nokkurar raunverulegrar mótspyrnu frá afganska stjórnarhernum. Asraf Ghani, forseti landsins, flúði landið en til stóð að hann yrði viðstaddur viðræður um „friðsamleg valdaskipti“ frá ríkisstjórninni til Talibana. Fjöldi fólks hefur nú flúið eða reynt að flýja Afganistan, af ótta við ofbeldi og ofríki af hendi Talibana.
Afganistan Facebook Samfélagsmiðlar Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Sjá meira