Loka mötuneyti nemenda vegna smits í umhverfi starfsmanna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 23. ágúst 2021 11:26 Kristinn Þorsteinsson er skólameistari Fjölbrautskólans í Garðabæ. Vísir/Egill Mötuneyti nemenda Fjölbrautaskólans í Garðabæ hefur verið lokað eftir að smit kom upp í nærumhverfi starfsmanna þar og þeir sendir í sóttkví. Skólameistari FG segir að koma verði í ljós hvort reglur um sóttkví og einangrun muni valda miklu raski í skólastarfinu. „Okkur er ekki kunnugt um nein smit sem hafa átt sér stað innan skólans en aftur á móti er ljóst að það er fólk sem er smitað og það er slatti af nemendum í sóttkví og öðru slíku eins og við er að búast,“ segir skólameistarinn Kristinn Þorsteinsson í samtali við fréttastofu. Áhrif reglubreytinga komi í ljós Kennsla í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hófst á fimmtudaginn síðastliðinn. Kristinn segist ekki gera sér grein fyrir því hversu mikil áhrif sóttkví nemenda og starfsfólks muni hafa á kennsluna í vetur. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta breytist innan skólans. Nú verða færri settir í sóttkví heldur en var áður. Það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur, ég vona að það gangi vel. Ég er mjög ánægður með hvernig þeir nálgast þetta hjá smitrakningarteyminu, að reyna að takmarka þann hóp sem fer. Auðvitað getur komið í ljós að það virki ekki, reynslan verður bara að segja til um það.“ Kristinn kveðst ánægður með samstarfið við smitrakningarteymið og vonar vitanlega að skerðing skólastarfs verði sem minnst. „En við verðum alltaf að vera tilbúin undir það að starfsfólk smitist eða þurfi að fara í sóttkví og þá færumst við meira í fjarnám. Það er alveg viðbúið að þetta verði áfram en það er kannski of skammt liðið til að meta það,“ segir Kristinn. Hann segir nemendur hafa fengið leiðbeiningar um hvernig best sé að snúa sér í náminu, lendi þeir í sóttkví eða einangrun. „Óneitanlega mun það reyna mikið á nemendur. Þetta er meira sjálfsnám á meðan. Sóttkvíin er að vísu bara ein vika yfirleitt og þeir missa þá fimm skóladaga úr, en þetta mun alltaf valda erfiðleikum. Það er alveg ljóst.“ Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
„Okkur er ekki kunnugt um nein smit sem hafa átt sér stað innan skólans en aftur á móti er ljóst að það er fólk sem er smitað og það er slatti af nemendum í sóttkví og öðru slíku eins og við er að búast,“ segir skólameistarinn Kristinn Þorsteinsson í samtali við fréttastofu. Áhrif reglubreytinga komi í ljós Kennsla í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ hófst á fimmtudaginn síðastliðinn. Kristinn segist ekki gera sér grein fyrir því hversu mikil áhrif sóttkví nemenda og starfsfólks muni hafa á kennsluna í vetur. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta breytist innan skólans. Nú verða færri settir í sóttkví heldur en var áður. Það á eftir að koma í ljós hvernig það gengur, ég vona að það gangi vel. Ég er mjög ánægður með hvernig þeir nálgast þetta hjá smitrakningarteyminu, að reyna að takmarka þann hóp sem fer. Auðvitað getur komið í ljós að það virki ekki, reynslan verður bara að segja til um það.“ Kristinn kveðst ánægður með samstarfið við smitrakningarteymið og vonar vitanlega að skerðing skólastarfs verði sem minnst. „En við verðum alltaf að vera tilbúin undir það að starfsfólk smitist eða þurfi að fara í sóttkví og þá færumst við meira í fjarnám. Það er alveg viðbúið að þetta verði áfram en það er kannski of skammt liðið til að meta það,“ segir Kristinn. Hann segir nemendur hafa fengið leiðbeiningar um hvernig best sé að snúa sér í náminu, lendi þeir í sóttkví eða einangrun. „Óneitanlega mun það reyna mikið á nemendur. Þetta er meira sjálfsnám á meðan. Sóttkvíin er að vísu bara ein vika yfirleitt og þeir missa þá fimm skóladaga úr, en þetta mun alltaf valda erfiðleikum. Það er alveg ljóst.“
Framhaldsskólar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Garðabær Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Fleiri fréttir „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent