Anton Kristinn játar brot og fær 175 þúsund króna sekt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. ágúst 2021 12:50 Anton Kristinn Þórarinsson var dæmdur til að greiða 175 þúsund króna sekt í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir vopna- og fíkniefnalagabrot. Vísir Aðalmeðferð í máli Antons Kristins Þórarinssonar fór fram í Héraðsdómi Reykjaness í dag. Anton játaði brot í tveimur af þremur ákæruliðum og var þar dæmdur til að greiða 175 þúsund króna sekt fyrir að hafa brotið fíkniefna- og vopnalagabrot. Anton Kristinn var fyrr í sumar ákærður fyrir að hafa á heimili sínu í Akrahverfinu í Garðabæ, í mars 2019, haft í fórum sínum þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, kókaín og tóbaksblandað kannabisefni. Hann var ákærður í þremur liðum en saksóknari féll frá þriðja ákæruliði í máli Antons og var hann því sakfelldur fyrir tvo ákæruliði. Anton Kristinn var ákærður í málinu ásamt fjórum öðrum. Mál var látið niður falla hjá tveimur þeirra, þar sem Anton játaði í tveimur ákæruliðanna. Þriðji ákæruliðurinn var látinn niður falla þar sem meðsakborningur hans hafði játað í þeim ákærulið. Hafði 0,73 grömm af kókaíni í fórum sínum Eins og áður segir er ákæran gegn Antoni Kristni í þremur liðum. Sá fyrsti vopnalagabrot með því að Anton hafi, þann 11. mars 2019, haft í vörslum sínum á heimili sínu þrjú rafmagnsvopn (rafstuðbyssur) en lögreglan fann og lagði hald á vopnin við leit á heimilinu. Í sömu húsleit fundust 0,73 grömm af kókaíni á heimili Antons, sem hann og tveir aðrir voru við það að neyta þegar lögregla mætti á heimilið. Anton var einnig ákærður fyrir annað fíkniefnalagabrot, með því að hafa sama dag haft 33,74 grömm af kókaíni í vörslum sínum og 1,23 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni sem lögregla lagði hald á við húsleit. Anton játaði fyrir dómi í morgun að hafa haft í fórum sínum rafmagnsvopnin og 0,73 grömm af kókaíni. Í yfirlýsingu verjanda hans, Steinbergs Finnbogasonar, fyrir dómi sagði hann að Anton hafi verið þarna húsráðandi og vildi viðurkenna að hafa haft fíkniefnin, 0,73 grömm af kókaíni, og rafbyssurnar í fórum sínum. Anton mun þurfa að greiða 175 þúsund krónur í sakarkostnað og vopn og fíkniefni gerð upptæk. Lengi verið á lista hjá lögreglunni Anton Kristinn var á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu þar sem albanskur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Reykjavík í febrúar. Það er hann hins vegar ekki lengur að sögn Steinbergs. Niðurfellingarbréf frá lögreglu hafi borist til staðfestingar því að Anton Kristinn sé ekki lengur sakborningur. Steinbergur hefur þegar hafið undirbúning á bótamáli gegn ríkinu vegna framgangs lögreglu í Rauðagerðismálinu. Að sögn Steinbergs hafði lögregla lengi upplýsingar um að Anton Kristinn væri ótengdur morðinu. Lögregla hefur um árabil reynt að hafa hendur í hári Antons Kristins sem hefur verið lýst sem „langstærsta fíkniefnabaróninum“ á Íslandi. Hann hefur aðeins einu sinni hlotið fangelsisdóm í þyngri kantinum en í fjölda skipta sótt bætur til íslenska ríkisins eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi eða hlerunum í málum sem leiddu ekki til þess að hann var dæmdur. Þá benda gögn, úr máli lögreglufulltrúa, sem lekið var á Internetið í upphafi árs til þess að Anton Kristinn hafi um tíma verið uppljóstrari hjá lögreglunni. Í rannsókn málsins var rætt við fjölda rannsóknarlögreglumanna sem margir veltu fyrir sér hvers vegna rannsóknir á málum tengdum Antoni Kristni virtust endurtekið renna út í sandinn. Málið gegn lögreglufulltrúanum var þó að lokum fellt niður og fékk hann miskabætur frá ríkinu. Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira
Anton Kristinn var fyrr í sumar ákærður fyrir að hafa á heimili sínu í Akrahverfinu í Garðabæ, í mars 2019, haft í fórum sínum þrjú rafmagnsvopn, rafstuðbyssur, kókaín og tóbaksblandað kannabisefni. Hann var ákærður í þremur liðum en saksóknari féll frá þriðja ákæruliði í máli Antons og var hann því sakfelldur fyrir tvo ákæruliði. Anton Kristinn var ákærður í málinu ásamt fjórum öðrum. Mál var látið niður falla hjá tveimur þeirra, þar sem Anton játaði í tveimur ákæruliðanna. Þriðji ákæruliðurinn var látinn niður falla þar sem meðsakborningur hans hafði játað í þeim ákærulið. Hafði 0,73 grömm af kókaíni í fórum sínum Eins og áður segir er ákæran gegn Antoni Kristni í þremur liðum. Sá fyrsti vopnalagabrot með því að Anton hafi, þann 11. mars 2019, haft í vörslum sínum á heimili sínu þrjú rafmagnsvopn (rafstuðbyssur) en lögreglan fann og lagði hald á vopnin við leit á heimilinu. Í sömu húsleit fundust 0,73 grömm af kókaíni á heimili Antons, sem hann og tveir aðrir voru við það að neyta þegar lögregla mætti á heimilið. Anton var einnig ákærður fyrir annað fíkniefnalagabrot, með því að hafa sama dag haft 33,74 grömm af kókaíni í vörslum sínum og 1,23 grömm af tóbaksblönduðu kannabisefni sem lögregla lagði hald á við húsleit. Anton játaði fyrir dómi í morgun að hafa haft í fórum sínum rafmagnsvopnin og 0,73 grömm af kókaíni. Í yfirlýsingu verjanda hans, Steinbergs Finnbogasonar, fyrir dómi sagði hann að Anton hafi verið þarna húsráðandi og vildi viðurkenna að hafa haft fíkniefnin, 0,73 grömm af kókaíni, og rafbyssurnar í fórum sínum. Anton mun þurfa að greiða 175 þúsund krónur í sakarkostnað og vopn og fíkniefni gerð upptæk. Lengi verið á lista hjá lögreglunni Anton Kristinn var á meðal sakborninga í Rauðagerðismálinu þar sem albanskur karlmaður var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Reykjavík í febrúar. Það er hann hins vegar ekki lengur að sögn Steinbergs. Niðurfellingarbréf frá lögreglu hafi borist til staðfestingar því að Anton Kristinn sé ekki lengur sakborningur. Steinbergur hefur þegar hafið undirbúning á bótamáli gegn ríkinu vegna framgangs lögreglu í Rauðagerðismálinu. Að sögn Steinbergs hafði lögregla lengi upplýsingar um að Anton Kristinn væri ótengdur morðinu. Lögregla hefur um árabil reynt að hafa hendur í hári Antons Kristins sem hefur verið lýst sem „langstærsta fíkniefnabaróninum“ á Íslandi. Hann hefur aðeins einu sinni hlotið fangelsisdóm í þyngri kantinum en í fjölda skipta sótt bætur til íslenska ríkisins eftir að hafa sætt gæsluvarðhaldi eða hlerunum í málum sem leiddu ekki til þess að hann var dæmdur. Þá benda gögn, úr máli lögreglufulltrúa, sem lekið var á Internetið í upphafi árs til þess að Anton Kristinn hafi um tíma verið uppljóstrari hjá lögreglunni. Í rannsókn málsins var rætt við fjölda rannsóknarlögreglumanna sem margir veltu fyrir sér hvers vegna rannsóknir á málum tengdum Antoni Kristni virtust endurtekið renna út í sandinn. Málið gegn lögreglufulltrúanum var þó að lokum fellt niður og fékk hann miskabætur frá ríkinu.
Dómsmál Fíkniefnabrot Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Fleiri fréttir Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Sjá meira