Aldrei jafn margir stórmeistarar tekið þátt í Reykjavíkurmóti Heimir Már Pétursson skrifar 26. ágúst 2021 07:09 Mótið hefst í dag. ReykjavikOpen Kviku Reykjavíkurskákmótið, Evrópumeistaramót einstaklinga í skák, hefst á Hotel Natura í dag og stendur til 5. september. Tefldar verða 11 umferðir á 11 dögum. Í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands segir að 184 skákmenn frá 36 löndum séu skráðir til leiks, þar af hvorki fleiri né færri en 70 stórmeistarar. Aldrei áður hafi svo margir stórmeistarar verið með á Reykjavíkurskákmóti, þar sem nánast allir sterkustu skákmenn landsins taki einnig þátt. Minnstu hefði mátt muna að mótinu yrði aflýst vegna kórónuveirufaraldurins en ríflega 25 keppendur hafi verið í sóttkví á keppnishóteli. Stigahæsti keppandinn verði enski stórmeistarinn Gawain Jones. Armenski stórmeistarinn Gabriel Sargissian, þrefaldur ólympíumeistari í skák, væri næst stigahæstur. Ríflega 60 íslenskir skákmenn tefli á mótinu, þeirra á meðal sjö stórmeistarar en stigahæstur þeirra væri Hjörvar Steinn Grétarsson. Aðrir íslenskir stórmeistarar á mótinu væru Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Steingrímsson, Jóhann Hjartarson, Guðmundur Kjartansson, Helgi Áss Grétarsson og Bragi Þorfinnsson. Ef ekki hefði verið fyrir kórónuveirufaraldurinn hefðu sennilega tvöfalt fleiri verið skráðir til leiks á mótinu en þeir 184 sem skráðir væru, segir í tilkynningu Skáksambands Ísland. Chief Arbiter Omar Salama has conducted the drawing of lots. #1 seed Gawain Jones with the help of daughter Samaria drew the white color on board one. @ECUonline #ReykjavikOpen #Chess #EuropeanIndividualChampionship #EICC pic.twitter.com/6CypEU3Sp1— ReykjavikOpenChess (@ReykjavikOpen) August 25, 2021 Skák Reykjavíkurskákmótið Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Í tilkynningu frá Skáksambandi Íslands segir að 184 skákmenn frá 36 löndum séu skráðir til leiks, þar af hvorki fleiri né færri en 70 stórmeistarar. Aldrei áður hafi svo margir stórmeistarar verið með á Reykjavíkurskákmóti, þar sem nánast allir sterkustu skákmenn landsins taki einnig þátt. Minnstu hefði mátt muna að mótinu yrði aflýst vegna kórónuveirufaraldurins en ríflega 25 keppendur hafi verið í sóttkví á keppnishóteli. Stigahæsti keppandinn verði enski stórmeistarinn Gawain Jones. Armenski stórmeistarinn Gabriel Sargissian, þrefaldur ólympíumeistari í skák, væri næst stigahæstur. Ríflega 60 íslenskir skákmenn tefli á mótinu, þeirra á meðal sjö stórmeistarar en stigahæstur þeirra væri Hjörvar Steinn Grétarsson. Aðrir íslenskir stórmeistarar á mótinu væru Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Steingrímsson, Jóhann Hjartarson, Guðmundur Kjartansson, Helgi Áss Grétarsson og Bragi Þorfinnsson. Ef ekki hefði verið fyrir kórónuveirufaraldurinn hefðu sennilega tvöfalt fleiri verið skráðir til leiks á mótinu en þeir 184 sem skráðir væru, segir í tilkynningu Skáksambands Ísland. Chief Arbiter Omar Salama has conducted the drawing of lots. #1 seed Gawain Jones with the help of daughter Samaria drew the white color on board one. @ECUonline #ReykjavikOpen #Chess #EuropeanIndividualChampionship #EICC pic.twitter.com/6CypEU3Sp1— ReykjavikOpenChess (@ReykjavikOpen) August 25, 2021
Skák Reykjavíkurskákmótið Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira