Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane hefur verið mikið í umræðunni í sumar í tengslum við brottfor frá Lundúnaliðinu. Hann gaf það þó út á dögunum að hann yrði áfram hjá félaginu og skoraði tvö fyrstu mörk leiksins.
Það fyrra kom strax á níundu mínútu eftir stoðsendingu frá nýja manninum Bryan Gil, og það seinna tíu mínútum fyrir hálfleik.
Staðan var því 2-0 þegar glautað var til hálfleiks. Tuttugu mínútum fyrir leikslok gulltryggðu Tottenham menn sæti sitt í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar með marki frá Giovani Lo Celso.
Tottenham verður því í pottinum þegar dregið verður í riðla í Sambandsdeild Evrópu á morgun, en sýnt verður beint frá drættinum á Stöð 2 Sport 2 og hefst útsending klukkan 11:30.