Fish and chips í búðir Norðanfiskur 2. september 2021 08:46 Ýsa í orlýdeigi og stráfranskar er nú hægt að kaupa í einni pakningu tilbúið til eldunar. Norðanfiskur kynnir splunkunýja vöru í verslanir í dag. „Þetta er í fyrsta sinn að því er ég best veit, sem hægt er að kaupa Fish & Chips í einni pakkningu tilbúið til eldunar hér á Íslandi,“ segir Páll Jónsson, sem sér um sölu og markaðsmál hjá Norðanfiski en splunkuný vörulína kom í Bónus í dag frá fyrirtækinu. Hefðbundið en með extra tvisti „Vörulínan inniheldur ýsu í orlydeigi með stráfrönskum sem er þessi hefðbundni Fish & Chips fýlingur sem við þekkjum frá Bretlandi en svo settum við okkar eigin snúning á réttinn og erum með þorsk í Kentucky kryddhjúp og bjóðum vöfflufranskar með honum. Kryddhjúpurinn er sterkur og hefur extra kikk og þeir sem smakka hann fá ekki nóg af honum,“ segir Páll og leggur áherslu á að rétturinn sé frosin ferskvara sem neytandinn eldi sjálfur. Einungis sé búið að elda ysta lagið á deighjúpnum. Kryddhjúpurinn á þorskinum hefur extra kikk. „Þetta þýðir að fiskurinn verður extra djúsí í miðjunni þegar þú skellir honum í ofninn eða í Airfryer til dæmis. Fiskurinn og frönskurnar eru í sitt hvorum bakkanum svo hægt er að stjórna hversu lengi frönskurnar eru eldaðar eftir því hversu stökkar fólk vill hafa þær. Hver pakki er ætlaður fyrir tvo og inniheldur 400 grömm af fiski og 220 grömm af frönskum. Varan kostar innan við 1500 krónur út úr búð svo fólk er að fá dýrindis máltíð á frábæru verði, undir 750 kr á mann!“ Fish & chips fimmtudagar „Við könnumst öll við „Taco Tuesday“ og föstudagspítsuna. Í dag er fimmtudagur og við viljum endilega að Íslendingar borði meiri fisk og tileinki sér Fisk og franskar á fimmtudögum. En auðvitað á þessi réttur við alla daga.“ Matur Fiskur Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira
„Þetta er í fyrsta sinn að því er ég best veit, sem hægt er að kaupa Fish & Chips í einni pakkningu tilbúið til eldunar hér á Íslandi,“ segir Páll Jónsson, sem sér um sölu og markaðsmál hjá Norðanfiski en splunkuný vörulína kom í Bónus í dag frá fyrirtækinu. Hefðbundið en með extra tvisti „Vörulínan inniheldur ýsu í orlydeigi með stráfrönskum sem er þessi hefðbundni Fish & Chips fýlingur sem við þekkjum frá Bretlandi en svo settum við okkar eigin snúning á réttinn og erum með þorsk í Kentucky kryddhjúp og bjóðum vöfflufranskar með honum. Kryddhjúpurinn er sterkur og hefur extra kikk og þeir sem smakka hann fá ekki nóg af honum,“ segir Páll og leggur áherslu á að rétturinn sé frosin ferskvara sem neytandinn eldi sjálfur. Einungis sé búið að elda ysta lagið á deighjúpnum. Kryddhjúpurinn á þorskinum hefur extra kikk. „Þetta þýðir að fiskurinn verður extra djúsí í miðjunni þegar þú skellir honum í ofninn eða í Airfryer til dæmis. Fiskurinn og frönskurnar eru í sitt hvorum bakkanum svo hægt er að stjórna hversu lengi frönskurnar eru eldaðar eftir því hversu stökkar fólk vill hafa þær. Hver pakki er ætlaður fyrir tvo og inniheldur 400 grömm af fiski og 220 grömm af frönskum. Varan kostar innan við 1500 krónur út úr búð svo fólk er að fá dýrindis máltíð á frábæru verði, undir 750 kr á mann!“ Fish & chips fimmtudagar „Við könnumst öll við „Taco Tuesday“ og föstudagspítsuna. Í dag er fimmtudagur og við viljum endilega að Íslendingar borði meiri fisk og tileinki sér Fisk og franskar á fimmtudögum. En auðvitað á þessi réttur við alla daga.“
Matur Fiskur Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Viðskipti innlent Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Viðskipti innlent Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Viðskipti innlent Helgi ráðinn sölustjóri Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Drægnikvíðastillandi dreki sem byggir á fornri frægð Bein útsending: Stafrænar lausnir í heilbrigðisþjónustu Greiðsluáskorun Lukkuhjól hlaðið vinningum á opnun Raflands Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Iðnaðarhurðir sem henta íslenskum aðstæðum Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Sjá meira