Björgunarsveitir noti dróna þegar of langt er í þyrluna Árni Sæberg skrifar 4. september 2021 12:26 Björgunarsveitir hafa tekið upp notkun dróna við leit í fjallendi. Vísir/Vilhelm Óvenjumikið hefur verið um dauðsföll af slysförum á fjallendi í sumar. Sveinn Zoëga, formaður svæðisstjórnar Björgunarsveita á Austurlandi segir björgunarsveitir á Austurlandi hafa farið í þrjú útköll sem hafa endað illa í sumar. Í fyrradag fannst göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði látinn í hlíðum Strandartinds. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum. Maðurinn er þriðji erlendi ferðamaðurinn sem látist hefur af slysförum á Austurlandi í sumar. Sveinn Zoëga segir mikinn fjölda ferðamanna á Austurlandi ekki endilega skýra aukinn fjölda slysa. „Það er auðvitað tilviljanir sjálfsagt í svona tölum sem eru ekki stærri en það kannski hægt að benda á að það er fleira fólk á ferðinni vegna góðs veðurs og aðstæðna, þá eru líkurnar kannski meiri á slysum,“ segir hann. Aðstæður séu erfiðar en björgunarsveitir vel mannaðar Að sögn Sveins eru aðstæður í útköllum á borð við það sem farið var í í fyrradag erfiðar. „Þetta er svo sem alltaf erfitt, við erum undirbúin og búin að þjálfa okkur í þessi verkefni en þetta eru alltaf erfið verkefni og þarfnast fólks með sérþekkingu sem getur sinnt þessu. Mættum auðvitað vera fleiri en við erum svona ágætlega undirbúin fyrir þetta,“ segir hann. Erfitt sé að forða slysum með auknum merkingum Aðspurður segir Sveinn að erfitt sé að koma upp merkingum til að forða slysum á borð við þau sem orðið hafa í sumar. „Það er nú kannski erfitt að benda á svoleiðis hluti því þessi slys hafa ekki orðið á hefðbundnum gönguleiðum, þetta er kannski meira að fólk passi sig að vera ekki eitt á ferð, það er erfiðara. Svo er auðvitað bara að fara varlega,“ segir Sveinn. „Þessi slys hafa ekki orðið á stöðum þar sem hægt væri að vera með merkingar eða mannvirki sem myndu breyta neinu,“ bætir hann við. Drónar séu nytsamlegir en bjargi engum Sem dæmi um undirbúning björgunarsveita nefnir Sveinn aukna notkun tækninnar. „Þessi útköll í miklu brattlendi og fjalllendi sýna að við höfum til dæmis ekki getað nýtt þyrlu, bæði vegna aðstæðna og svo eru þær auðvitað langt í burtu frá okkur. En björgunarsveitir á Austurlandi og víðar hafa byggt um drónahópa sem hjálpa til með svona, til að staðsetja slysstað og leita að fólki í fjallendi og víðar. Menn eru að græja sig upp í þetta en dróni bjargar engu og það þarf alltaf að fara á staðinn.“ Sveinn segir það hafa verið rætt í fjölmörg ár að fjölga þyrlum Landhelgisgæslunnar og dreifa þeim betur um landið. Hann segir það þó ekki endilega raunhæfan kost. „Tölfræðin kannski segir það ekkert endilega, það er auðvitað færra fólk á ferðinni þar sem búa færri og allt það en það er langt í þessar sérhæfðu bjargir sem eru auðvitað ómetanlegar við þessar aðstæður.“ Það er alltaf einn og hálfur, tveir klukkutímar í þetta tæki.“ Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira
Í fyrradag fannst göngumaður sem leitað var að á Seyðisfirði látinn í hlíðum Strandartinds. Um erlendan ferðamann er að ræða sem talið er að hafi fallið í klettum. Maðurinn er þriðji erlendi ferðamaðurinn sem látist hefur af slysförum á Austurlandi í sumar. Sveinn Zoëga segir mikinn fjölda ferðamanna á Austurlandi ekki endilega skýra aukinn fjölda slysa. „Það er auðvitað tilviljanir sjálfsagt í svona tölum sem eru ekki stærri en það kannski hægt að benda á að það er fleira fólk á ferðinni vegna góðs veðurs og aðstæðna, þá eru líkurnar kannski meiri á slysum,“ segir hann. Aðstæður séu erfiðar en björgunarsveitir vel mannaðar Að sögn Sveins eru aðstæður í útköllum á borð við það sem farið var í í fyrradag erfiðar. „Þetta er svo sem alltaf erfitt, við erum undirbúin og búin að þjálfa okkur í þessi verkefni en þetta eru alltaf erfið verkefni og þarfnast fólks með sérþekkingu sem getur sinnt þessu. Mættum auðvitað vera fleiri en við erum svona ágætlega undirbúin fyrir þetta,“ segir hann. Erfitt sé að forða slysum með auknum merkingum Aðspurður segir Sveinn að erfitt sé að koma upp merkingum til að forða slysum á borð við þau sem orðið hafa í sumar. „Það er nú kannski erfitt að benda á svoleiðis hluti því þessi slys hafa ekki orðið á hefðbundnum gönguleiðum, þetta er kannski meira að fólk passi sig að vera ekki eitt á ferð, það er erfiðara. Svo er auðvitað bara að fara varlega,“ segir Sveinn. „Þessi slys hafa ekki orðið á stöðum þar sem hægt væri að vera með merkingar eða mannvirki sem myndu breyta neinu,“ bætir hann við. Drónar séu nytsamlegir en bjargi engum Sem dæmi um undirbúning björgunarsveita nefnir Sveinn aukna notkun tækninnar. „Þessi útköll í miklu brattlendi og fjalllendi sýna að við höfum til dæmis ekki getað nýtt þyrlu, bæði vegna aðstæðna og svo eru þær auðvitað langt í burtu frá okkur. En björgunarsveitir á Austurlandi og víðar hafa byggt um drónahópa sem hjálpa til með svona, til að staðsetja slysstað og leita að fólki í fjallendi og víðar. Menn eru að græja sig upp í þetta en dróni bjargar engu og það þarf alltaf að fara á staðinn.“ Sveinn segir það hafa verið rætt í fjölmörg ár að fjölga þyrlum Landhelgisgæslunnar og dreifa þeim betur um landið. Hann segir það þó ekki endilega raunhæfan kost. „Tölfræðin kannski segir það ekkert endilega, það er auðvitað færra fólk á ferðinni þar sem búa færri og allt það en það er langt í þessar sérhæfðu bjargir sem eru auðvitað ómetanlegar við þessar aðstæður.“ Það er alltaf einn og hálfur, tveir klukkutímar í þetta tæki.“
Björgunarsveitir Múlaþing Mest lesið Fordæmalaus náðun Bidens Erlent Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Innlent „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Innlent Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Innlent Vatnsleki í Garðheimum Innlent Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Innlent Gekk betur en óttast var Innlent Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? Innlent „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Innlent Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Hyggjast fljúga þotunni yfir Reykjavík í hádeginu Vatnsleki í Garðheimum Lifir grenitréð í Ölfusá af krapastífluna? „Fullt af augljósum árekstrum þarna“ Getur ekki hugsað til þess að þurfa að loka aftur eftir tvo mánuði Gekk betur en óttast var Formannadans, krapastífla og pakkasprengja „Þessi aðgerð lukkaðist vel“ Borgaði barni fyrir kynferðislega mynd en sleppur Kristín Hjálmtýsdóttir hætt hjá Rauða krossinum Eðlilegt að Kristrún fái fyrst að spreyta sig á umboðinu Ástand á Reykjanesbrautinni Áfrýjar búvörulagamálinu til Hæstaréttar Dagur strikaður niður um sæti Búið að opna fyrir tilnefningar til manns ársins 2024 Réðst á konuna því hún var ekki búin að elda Hafnað í fyrsta sinn í tuttugu ár Sósíalistar hefðu ekki komist inn í Noregi og Svíþjóð Lögreglan fylgist vel með ástandinu í Ölfusá „Maður er einhvern veginn í spennufalli“ Beiðni um endurtalningu borist og talningarmenn á tánum Vegir víða á óvissustigi Formenn funda með forseta Lýsir eftir vitnum á Seltjarnarnesi Segir gríðarleg tregðulögmál að verki á þinginu Steina sakfelld fyrir manndráp af gáleysi Upp á líf og dauða fyrir bæði Bjarna og Kristrúnu Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Gosið mallar en framrás hraunjaðarsins er hægur Hver fær stjórnarmyndunarumboðið?: Forsetinn hittir formennina á Bessastöðum Sjá meira