Æfa til að líða vel og ekkert kjaftæði Trainstation 6. september 2021 13:38 Sif Garðarsdóttir og Guðjón ingi Sigurðsson reka líkamsræktarstöðina Trainstation. Þau stofnuðu stöðina fyrir fólk sem vill einfaldlega æfa, gera það rétt og líða vel. Trainstation Einstaklingsmiðuð hópþjálfun er sérstaða Trainstation. Sif Garðarsdóttir nýtti meira en tveggja áratuga reynslu sína sem einkaþjálfari þegar hún stofnaði þjálfunarstöðina Trainstation, ásamt Guðjóni Inga Sigurðssyni og býður upp á einstaklingsmiðaða hópþjálfun. „Okkur fannst vanta líkamsrækt þar sem fólk gæti treyst því að það fengi faglega aðstoð við þjálfun nákvæmlega þar sem það er statt, heimilislegt andrúmsloft, ásamt aðgengi að fullbúinni aðstöðu til styrktarþjálfunar,“ segir Sif. Trainstation „Við leggjum mikinn metnað í að mæta hverjum og einum akkúrat þar sem hann er staddur. Flestir okkar kúnnar eru yfir 30 ára, fólk sem vill bara koma að æfa, gera það rétt og líða vel, ekkert kjaftæði. Hjá okkur eru engir speglar til dæmis og voða litlar líkur á því að þau lendi óvart inni í myndbandi á netinu sem einhver annar er að taka, sem er víst orðið daglegt brauð inni á flestum líkamsræktarstöðvum,“ segir Sif. Kúnnahópur Trainstation kunni vel að meta að fá sitt næði og þau hafi til dæmis ákveðið að halda hólfaskiptingunni sem varð til í covid. Trainstation „Ég man hvað ég kveið því að bjóða fólki upp á það að æfa í hólfaskiptum sal þegar Covid takmarkanir hófust en ótrúlegt en satt þá bara erum við ennþá í því þar sem fólkinu okkar leið bara ótrúlega vel í sínu hólfi. Þau bara mæta og hólfið er tilbúið fyrir þau, þeirra æfing í hólfinu og allur búnaður uppsettur. Hver og einn fær sína æfingu út frá markmiðum, því sem þau hafa nú þegar lokið og styrkleika. Þau gera sína æfingu og í næsta hólfi er einhver annar að gera eitthvað allt annað. Þetta er okkar sérstaða, einstaklingsmiðuð þjálfun í hóp,“ segir Sif. Trainstation Skilvirkt utanumhald „Við höldum vel utan um hvern og einn og fylgjum fólkinu okkar eftir með því að skrá niður allar æfingar hjá þeim og vitum því alltaf hvað var gert síðast, hvenær og hvað sé næst. kerfið okkar byggir á styrk, liðleika- og hreyfanleika. Við höldum okkur einfaldlega við það sem virkar enda eru flestir okkar kúnnar að æfa til þess að vera í lagi líkamlega þegar þau eldast frekar en að ná sér í sixpakk á sem stystum tíma,“ segir Sif. „Það geta 25 manns æft í salnum í einu og fólk skráir sig bara í bókunarkerfinu svo við getum undirbúið salinn og verið með allt tilbúið þegar þú mætir. Við erum þrjú sem sjáum um þjálfunina inni í sal og þekkjum alla með nafni. Okkar viðskiptavinir finna að þeir skipta máli.“ Trainstation Hægt að prófa í heila viku „Við viljum ekki að fólk kaupi sér kort og sjáist svo ekki meira á stöðinni. Þess vegna bjóðum við upp á prufuviku svo fólk geti gengið úr skugga um að það vilji æfa hjá okkur. Eftir fyrstu vikuna setjumst við niður með viðkomandi og förum yfir heilsufarið og mataræðið og setjum saman plan útfrá því hvert markmið viðkomandi er. Við bjóðum einnig upp á jógatíma, pílates, nuddrúllutíma og kraftlyftingar og beinum fólki í það sem hentar því og þeirra markmiðum,“ segir Sif. Nánari upplýsingar er að finna á trainstation.is Trainstation Heilsa Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira
Sif Garðarsdóttir nýtti meira en tveggja áratuga reynslu sína sem einkaþjálfari þegar hún stofnaði þjálfunarstöðina Trainstation, ásamt Guðjóni Inga Sigurðssyni og býður upp á einstaklingsmiðaða hópþjálfun. „Okkur fannst vanta líkamsrækt þar sem fólk gæti treyst því að það fengi faglega aðstoð við þjálfun nákvæmlega þar sem það er statt, heimilislegt andrúmsloft, ásamt aðgengi að fullbúinni aðstöðu til styrktarþjálfunar,“ segir Sif. Trainstation „Við leggjum mikinn metnað í að mæta hverjum og einum akkúrat þar sem hann er staddur. Flestir okkar kúnnar eru yfir 30 ára, fólk sem vill bara koma að æfa, gera það rétt og líða vel, ekkert kjaftæði. Hjá okkur eru engir speglar til dæmis og voða litlar líkur á því að þau lendi óvart inni í myndbandi á netinu sem einhver annar er að taka, sem er víst orðið daglegt brauð inni á flestum líkamsræktarstöðvum,“ segir Sif. Kúnnahópur Trainstation kunni vel að meta að fá sitt næði og þau hafi til dæmis ákveðið að halda hólfaskiptingunni sem varð til í covid. Trainstation „Ég man hvað ég kveið því að bjóða fólki upp á það að æfa í hólfaskiptum sal þegar Covid takmarkanir hófust en ótrúlegt en satt þá bara erum við ennþá í því þar sem fólkinu okkar leið bara ótrúlega vel í sínu hólfi. Þau bara mæta og hólfið er tilbúið fyrir þau, þeirra æfing í hólfinu og allur búnaður uppsettur. Hver og einn fær sína æfingu út frá markmiðum, því sem þau hafa nú þegar lokið og styrkleika. Þau gera sína æfingu og í næsta hólfi er einhver annar að gera eitthvað allt annað. Þetta er okkar sérstaða, einstaklingsmiðuð þjálfun í hóp,“ segir Sif. Trainstation Skilvirkt utanumhald „Við höldum vel utan um hvern og einn og fylgjum fólkinu okkar eftir með því að skrá niður allar æfingar hjá þeim og vitum því alltaf hvað var gert síðast, hvenær og hvað sé næst. kerfið okkar byggir á styrk, liðleika- og hreyfanleika. Við höldum okkur einfaldlega við það sem virkar enda eru flestir okkar kúnnar að æfa til þess að vera í lagi líkamlega þegar þau eldast frekar en að ná sér í sixpakk á sem stystum tíma,“ segir Sif. „Það geta 25 manns æft í salnum í einu og fólk skráir sig bara í bókunarkerfinu svo við getum undirbúið salinn og verið með allt tilbúið þegar þú mætir. Við erum þrjú sem sjáum um þjálfunina inni í sal og þekkjum alla með nafni. Okkar viðskiptavinir finna að þeir skipta máli.“ Trainstation Hægt að prófa í heila viku „Við viljum ekki að fólk kaupi sér kort og sjáist svo ekki meira á stöðinni. Þess vegna bjóðum við upp á prufuviku svo fólk geti gengið úr skugga um að það vilji æfa hjá okkur. Eftir fyrstu vikuna setjumst við niður með viðkomandi og förum yfir heilsufarið og mataræðið og setjum saman plan útfrá því hvert markmið viðkomandi er. Við bjóðum einnig upp á jógatíma, pílates, nuddrúllutíma og kraftlyftingar og beinum fólki í það sem hentar því og þeirra markmiðum,“ segir Sif. Nánari upplýsingar er að finna á trainstation.is Trainstation
Heilsa Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ein ákvörðun getur miklu breytt - ritdómur Jülevenner er jólasýning sem fer alltaf úr böndunum Nýtt íslenskt tískuvörumerki opnar glæsilega verslun Jólatrjáasala til styrktar góðu málefni Gjöfin fyrir grillarann og pizzagerðina fæst hjá Grillkofanum Yerma er jólasýning Þjóðleikhússins Sparitímabilið er að hefjast, er fataskápurinn klár? Hópkaup hefur sparað þjóðinni 4,5 milljarða Kláraðu allar jólagjafirnar á einu bretti Síðasti Bókakonfektmolinn - Höfundar lesa í kvöld Ritdómur: ,,Þú hatar ekki að vera með píku, er það?“ Gleði á forsýningu Sambíóanna og Bylgjunnar á Vaiana 2 Ritdómur Lestrarklefans: Eins konar dans Smáralindin fylltist af bókþyrstum gestum Bókaumfjöllun: Einlæg og íhugul skáldævisaga Höfundar lesa upp úr bókum sínum í beinni í kvöld Bókadómur: Þörf bók um missi Frábært gjafakort sem gleymist ekki ofan í skúffu Skautadiskó til styrktar góðu málefni Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Sjá meira