„Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi“ Atli Ísleifsson skrifar 7. september 2021 11:53 Baldur Þórhallsson segir nauðsynlegt að auka umræðu um utanríkismál, bæði í samfélaginu og á þingi. Vísir/Hanna „Það vantar mikið upp á umræðu um utanríkismál hér á landi. Raunar ekki bara í samfélaginu heldur líka á þinginu. Það er mjög takmörkuð umræða í þingsal um utanríkismál. Við sjáum nú í aðdraganda kosninga hvað flokkarnir ræða lítið alþjóðamál.“ Þetta segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Hann segir alþjóðasamskipti Íslands við umheiminn skipta sköpum þegar kemur að því að byggja upp blómlegt samfélag þannig að hægt verði að bjóða núverandi og komandi kynslóðum upp á sambærileg lífskjör sem best gerist í nágrannalöndunum. „Við þurfum að ræða þessi mál. Þegar þessi mál eru mest í umræðunni – eins og með þriðja orkupakkann, tengslin við Evrópusambandið og Bandaríkin – þá fer þetta mjög fljótt allt í upphrópanir. Orð eins og fullveldi, sjálfstæði. Ég held að það gerist vegna þess yfirveguð umræða á sér ekki stað í samfélaginu.“ Aukin umræða forsenda góðrar stefnumótunar Baldur hóf í síðustu viku hlaðvarpsþáttaröð um utanríkismál Ísland - sem ber heitið Völundarhús utanríkismála. Er ætlunin að miðla og ræða niðurstöður rannsókna um utanríkisstefnu Íslands. „Mig langar stuðla að aukinni umfjöllun um utanríkismál Íslands í samfélaginu. Mig langaði einmitt að byrja á þessari þáttaröð í aðdraganda kosninganna til að vekja áhuga almennings og stjórnmálamanna á mikilvægi umræðu um utanríkismál. Almenn umræða í samfélaginu og aukin umræða á Alþingi er forsenda góðrar stefnumótunar í utanríkismálum,“ segir Baldur. Engar einræður Baldur segir þættina verða sex talsins þar sem ákveðið umfjöllunarefni verður til umræðu hverju sinni. Verði vísindagrein grundvöllur umræðunnar og fær hann tvo fræðimenn í hverjum þætti til að ræða efnið. „Þetta eru alls ekki einhverjar einræður mínar í þessum þáttum. Ég tek ákveðnar hugmyndir úr greinum og ræði við fólk sem hefur ólíkar skoðanir á málunum.“ Baldur segir í fyrsta þættinum sé rætt um hvaða leiðir séu bestar fyrir smáríki eins og Ísland að beita til að reyna að tryggja hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu og sömuleiðis hvaða aðferðum þau þurfa að beita til að hafa áhrif á gang heimsmála. Í síðari þáttum verði svo rætt um Norðurlandasamstarfið, samvinnu Evrópuríkja, tengsl Íslands við Bandaríkin og aukin samskipti Íslands og Kína. Í lokaþættinum verður svo rætt um hvernig sé best að móta utanríkisstefnu Íslands á 21. öldinni. Alþingiskosningar 2021 Utanríkismál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Þetta segir Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskóla Íslands. Hann segir alþjóðasamskipti Íslands við umheiminn skipta sköpum þegar kemur að því að byggja upp blómlegt samfélag þannig að hægt verði að bjóða núverandi og komandi kynslóðum upp á sambærileg lífskjör sem best gerist í nágrannalöndunum. „Við þurfum að ræða þessi mál. Þegar þessi mál eru mest í umræðunni – eins og með þriðja orkupakkann, tengslin við Evrópusambandið og Bandaríkin – þá fer þetta mjög fljótt allt í upphrópanir. Orð eins og fullveldi, sjálfstæði. Ég held að það gerist vegna þess yfirveguð umræða á sér ekki stað í samfélaginu.“ Aukin umræða forsenda góðrar stefnumótunar Baldur hóf í síðustu viku hlaðvarpsþáttaröð um utanríkismál Ísland - sem ber heitið Völundarhús utanríkismála. Er ætlunin að miðla og ræða niðurstöður rannsókna um utanríkisstefnu Íslands. „Mig langar stuðla að aukinni umfjöllun um utanríkismál Íslands í samfélaginu. Mig langaði einmitt að byrja á þessari þáttaröð í aðdraganda kosninganna til að vekja áhuga almennings og stjórnmálamanna á mikilvægi umræðu um utanríkismál. Almenn umræða í samfélaginu og aukin umræða á Alþingi er forsenda góðrar stefnumótunar í utanríkismálum,“ segir Baldur. Engar einræður Baldur segir þættina verða sex talsins þar sem ákveðið umfjöllunarefni verður til umræðu hverju sinni. Verði vísindagrein grundvöllur umræðunnar og fær hann tvo fræðimenn í hverjum þætti til að ræða efnið. „Þetta eru alls ekki einhverjar einræður mínar í þessum þáttum. Ég tek ákveðnar hugmyndir úr greinum og ræði við fólk sem hefur ólíkar skoðanir á málunum.“ Baldur segir í fyrsta þættinum sé rætt um hvaða leiðir séu bestar fyrir smáríki eins og Ísland að beita til að reyna að tryggja hagsmuni sína í alþjóðasamfélaginu og sömuleiðis hvaða aðferðum þau þurfa að beita til að hafa áhrif á gang heimsmála. Í síðari þáttum verði svo rætt um Norðurlandasamstarfið, samvinnu Evrópuríkja, tengsl Íslands við Bandaríkin og aukin samskipti Íslands og Kína. Í lokaþættinum verður svo rætt um hvernig sé best að móta utanríkisstefnu Íslands á 21. öldinni.
Alþingiskosningar 2021 Utanríkismál Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira