Bíða þess að hlaupið nái hámarki við Þjóðveginn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2021 11:37 Þess er nú beðið að Skaftárhlaup nái hámarki við þjóðveginn. Myndin er frá Skaftárhlaupi árið 2018. Vísir/Jóhann Talið er að Skaftárhlaup hafi náð hámarki sínu við Sveinstind en nú er þess beðið að hlaupvatnið nái hámarki við þjóðveginn á næstu dögum. Það flæki málin að vatn í ánni hafi verið mikið áður en hlaup hófst í Eystri-Skaftárkatli. Hlaupið fór mest í fimmtán hundruð rúmmetra á sekúndu en hefur farið minnkandi síðan á miðnætti, og er nú í um ellefu hundruð rúmmetrum. Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið annars eðlis en þau sem voru árin 2015 og 2018. „Það var svona í hámarkinu í heilan sólarhring. Var búið að ná hámarkinu rétt um miðnætti á mánudagskvöldið og hélt sér svo í því hámarki í sólarhring og hefur verið að lækka síðan á miðnætti,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dálítið óvenjulegt hlaup að því leyti að toppurinn er flatur þannig að þetta á eftir að dvína næstu daga.“ Nú sé helst verið að fylgjast með hvort hámark hlaupsins sé komið fram í byggð. Verulegur hluti hlaupvatnsins fari út í grunnvatn og skili sér því ekki allt niður að þjóðvegi. „Flóðvatnið er þegar búið að gera ófæra leiðina yfir að bænum Skaftárdal en það er ekki þjóðvegurinn lengur og það gerist í flestum stærri hlaupum. Svo verðum við að bíða og sjá hvað verður með þjóðveg 1,“ segir Þorsteinn. Gert sé ráð fyrir því að drjúgur meirihluti vatnsins í Eystri-Skaftárkatli sé runninn fram. Það sé þó flókið að meta. „Það sem flækir myndina svolítið er að þetta hlaup kemur ofan í hlaupið úr vestari katlinum, sem var enn þá að klárast þegar þetta kom ofan í, síðan hafa verið leysingar og rigningar að undanförnu sem hafa bætt í vatnskerfið allt og þar með í Skaftá,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. 8. september 2021 09:48 Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. 7. september 2021 19:27 Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Hlaupið fór mest í fimmtán hundruð rúmmetra á sekúndu en hefur farið minnkandi síðan á miðnætti, og er nú í um ellefu hundruð rúmmetrum. Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir hlaupið annars eðlis en þau sem voru árin 2015 og 2018. „Það var svona í hámarkinu í heilan sólarhring. Var búið að ná hámarkinu rétt um miðnætti á mánudagskvöldið og hélt sér svo í því hámarki í sólarhring og hefur verið að lækka síðan á miðnætti,“ segir Þorsteinn. „Þetta er dálítið óvenjulegt hlaup að því leyti að toppurinn er flatur þannig að þetta á eftir að dvína næstu daga.“ Nú sé helst verið að fylgjast með hvort hámark hlaupsins sé komið fram í byggð. Verulegur hluti hlaupvatnsins fari út í grunnvatn og skili sér því ekki allt niður að þjóðvegi. „Flóðvatnið er þegar búið að gera ófæra leiðina yfir að bænum Skaftárdal en það er ekki þjóðvegurinn lengur og það gerist í flestum stærri hlaupum. Svo verðum við að bíða og sjá hvað verður með þjóðveg 1,“ segir Þorsteinn. Gert sé ráð fyrir því að drjúgur meirihluti vatnsins í Eystri-Skaftárkatli sé runninn fram. Það sé þó flókið að meta. „Það sem flækir myndina svolítið er að þetta hlaup kemur ofan í hlaupið úr vestari katlinum, sem var enn þá að klárast þegar þetta kom ofan í, síðan hafa verið leysingar og rigningar að undanförnu sem hafa bætt í vatnskerfið allt og þar með í Skaftá,“ segir Þorsteinn Þorsteinsson, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands.
Hlaup í Skaftá Skaftárhreppur Tengdar fréttir Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. 8. september 2021 09:48 Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. 7. september 2021 19:27 Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Sjá meira
Hlaupið náð hámarki sínu en á eftir að skila sér í byggð Dregið hefur úr rennsli Skaftár við Sveinstind og mælist það nú um 1.100 rúmmetrar á sekúndu miðað við hámarksrennsli í gæt upp á um 1.500 rúmmetra á sekúndu. Hlaupvatn á enn eftir að skila sér niður farveg Skaftár og áhrif þess á byggð eiga því eftir að koma í ljós. 8. september 2021 09:48
Myndband tekið úr lofti sýnir kraftinn í hlaupinu Hægt hefur á vextinum í rennsli Skaftár við þjóðveg 1 það sem af er degi. Reiknað er með að núverandi hlaup vari lengur en fyrri hlaup úr eystri katlinum, sem getur orsakað meiri útbreiðslu í byggð. 7. september 2021 19:27
Búist við að flóðið nái yfir stórt svæði Mikið hefur hægt á vexti Skaftárhlaupsins við Sveinstind síðan í gærkvöldi en búist er við að vatn flæði yfir stórt svæði á næstu dögum. Mikil úrkoma á svæðinu auk hlaups úr vestari katlinum geri að verkum að flóðasvæðið sé mettað af vatni sem auki líklega útbreiðslu hlaupsins. 7. september 2021 13:19