„Mjög spenntur að komast aftur í gamla góða fílinginn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. september 2021 10:02 Haukur Þrastarson í leiknum gegn Haukum þar sem Selfoss tryggði sér sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil. vísir/vilhelm Haukur Þrastarson, landsliðsmaður í handbolta, segist eiga nokkuð í land með að komast í sitt besta form. Kielce-menn fara sér engu óðslega með Selfyssinginn en hann vonast til að verða orðinn klár í slaginn seinna í þessum mánuði. Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Noregi í Meistaradeildinni 2. október í fyrra. Hann var þá nýbyrjaður að spila með Kielce eftir ristarbrot. Haukur gekkst undir aðgerð hér á landi og var stærstan hluta endurhæfingarinnar heima á Selfossi. „Þetta hefur gengið ágætlega. Ég var með í meira og minna öllum undirbúningnum, æfingum og fékk nokkrar mínútur í æfingaleikjum. En ég er enn talsvert frá mínu besta, ég finn það alveg,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Selfyssingurinn hefur ekki verið í hóp hjá Kielce í fyrstu tveimur leikjum liðsins í pólsku úrvalsdeildinni. Kielce vann Szczecin á laugardaginn, 20-34, og Gwardia Opole í gær, 40-24. Vantar talsvert upp á en ekki langt í endurkomu „Við ákváðum að bíða aðeins lengur með að fara af stað á fullu. Ég á enn eftir að spila minn fyrsta alvöru leik. Þetta gengur ágætlega þótt ég finni alveg að ég er talsvert frá mínu gamla formi,“ sagði Haukur. Keppni í Meistaradeildinni hefst í næstu viku. Haukur stefnir á að vera orðinn klár í slaginn þá eða um það leyti. Haukur studdur af velli í leiknum gegn Elverum þar sem hann sleit krossband í hné.epa/GEIR OLSEN „Ég vonast til að vera klár þá og það er ekkert langt í þetta. Það er samt mikil vinna framundan að komast í mitt gamla form og finna taktinn á ný. Ég er mjög spenntur að byrja aftur almennilega og komast aftur í gamla góða fílinginn,“ sagði Haukur sem var heima á Selfossi nær allan síðasta vetur eftir aðgerðina. „Ég fór í aðgerð heima og síðan tók við endurhæfing með Jónda sjúkraþjálfara [Jóni Birgi Guðmundssyni] sem var glæsilegt,“ sagði Haukur en umræddur Jóndi er sjúkraþjálfari Selfoss og íslenska landsliðsins. Lið Kielce er ógnarsterkt og samkeppnin mikil þar á bæ. Haukur vonast til að fá stórt hlutverk hjá liðinu en veit að hann sjálfur ræður mestu um það. „Það er undir sjálfum mér komið. Það er bullandi tækifæri á að gott hlutverk ef maður stendur sig. Þú getur ekki treyst á neinn annan en sjálfan þig. Fyrsta verkefnið er að komast í stand og svo að vinna sig inn í liðið,“ sagði Haukur. Erfitt að horfa á úr sófanum Vegna krossbandaslitsins missti Haukur af heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar. Hann segir að það hafi verið erfitt að fylgjast með félögum sínum í landsliðinu úr fjarlægð og kveðst spenntur fyrir EM í byrjun næsta árs. „Það var hrikalega erfitt að sitja heima og horfa á og reyndi á andlega. Það var það sama með þessa stóru leiki með Kielce,“ sagði Haukur. Haukur lék með íslenska landsliðinu á HM 2019 og EM 2020.epa/ANDREAS HILLERGREN Hann hlakkar mikið til að spila með Kielce í Meistaradeildinni. Þar er liðið meðal annars í riðli með Paris Saint-Germain, Veszprém, Flensburg og Evrópumeisturum Barcelona. „Það er alvöru dæmi og alvöru keppni. Þú verður að vera klár þegar hún byrjar. Það verður hrikalega gaman að taka þátt í því og spila á hæsta getustigi,“ sagði Haukur. Öll áhersla á Meistaradeildina Það er engum ofsögum sagt að Kielce hafi mikla yfirburði heima fyrir. Liðið hefur orðið pólskur meistari tíu ár í röð og unnið bikarkeppnina tólf sinnum á síðustu þrettán árum. „Ég hef ekki spilað marga leiki þar en yfirburðir okkar eru miklir. Það er krafa að vinna deildina. Leikirnir við Wisla Plock eru alltaf erfiðir en deildin er ekkert sérstaklega sterk og öll einbeiting er á Meistaradeildinni,“ sagði Haukur að lokum. Pólski handboltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Haukur sleit krossband í hné í leik Kielce og Elverum í Noregi í Meistaradeildinni 2. október í fyrra. Hann var þá nýbyrjaður að spila með Kielce eftir ristarbrot. Haukur gekkst undir aðgerð hér á landi og var stærstan hluta endurhæfingarinnar heima á Selfossi. „Þetta hefur gengið ágætlega. Ég var með í meira og minna öllum undirbúningnum, æfingum og fékk nokkrar mínútur í æfingaleikjum. En ég er enn talsvert frá mínu besta, ég finn það alveg,“ sagði Haukur í samtali við Vísi. Selfyssingurinn hefur ekki verið í hóp hjá Kielce í fyrstu tveimur leikjum liðsins í pólsku úrvalsdeildinni. Kielce vann Szczecin á laugardaginn, 20-34, og Gwardia Opole í gær, 40-24. Vantar talsvert upp á en ekki langt í endurkomu „Við ákváðum að bíða aðeins lengur með að fara af stað á fullu. Ég á enn eftir að spila minn fyrsta alvöru leik. Þetta gengur ágætlega þótt ég finni alveg að ég er talsvert frá mínu gamla formi,“ sagði Haukur. Keppni í Meistaradeildinni hefst í næstu viku. Haukur stefnir á að vera orðinn klár í slaginn þá eða um það leyti. Haukur studdur af velli í leiknum gegn Elverum þar sem hann sleit krossband í hné.epa/GEIR OLSEN „Ég vonast til að vera klár þá og það er ekkert langt í þetta. Það er samt mikil vinna framundan að komast í mitt gamla form og finna taktinn á ný. Ég er mjög spenntur að byrja aftur almennilega og komast aftur í gamla góða fílinginn,“ sagði Haukur sem var heima á Selfossi nær allan síðasta vetur eftir aðgerðina. „Ég fór í aðgerð heima og síðan tók við endurhæfing með Jónda sjúkraþjálfara [Jóni Birgi Guðmundssyni] sem var glæsilegt,“ sagði Haukur en umræddur Jóndi er sjúkraþjálfari Selfoss og íslenska landsliðsins. Lið Kielce er ógnarsterkt og samkeppnin mikil þar á bæ. Haukur vonast til að fá stórt hlutverk hjá liðinu en veit að hann sjálfur ræður mestu um það. „Það er undir sjálfum mér komið. Það er bullandi tækifæri á að gott hlutverk ef maður stendur sig. Þú getur ekki treyst á neinn annan en sjálfan þig. Fyrsta verkefnið er að komast í stand og svo að vinna sig inn í liðið,“ sagði Haukur. Erfitt að horfa á úr sófanum Vegna krossbandaslitsins missti Haukur af heimsmeistaramótinu í Egyptalandi í janúar. Hann segir að það hafi verið erfitt að fylgjast með félögum sínum í landsliðinu úr fjarlægð og kveðst spenntur fyrir EM í byrjun næsta árs. „Það var hrikalega erfitt að sitja heima og horfa á og reyndi á andlega. Það var það sama með þessa stóru leiki með Kielce,“ sagði Haukur. Haukur lék með íslenska landsliðinu á HM 2019 og EM 2020.epa/ANDREAS HILLERGREN Hann hlakkar mikið til að spila með Kielce í Meistaradeildinni. Þar er liðið meðal annars í riðli með Paris Saint-Germain, Veszprém, Flensburg og Evrópumeisturum Barcelona. „Það er alvöru dæmi og alvöru keppni. Þú verður að vera klár þegar hún byrjar. Það verður hrikalega gaman að taka þátt í því og spila á hæsta getustigi,“ sagði Haukur. Öll áhersla á Meistaradeildina Það er engum ofsögum sagt að Kielce hafi mikla yfirburði heima fyrir. Liðið hefur orðið pólskur meistari tíu ár í röð og unnið bikarkeppnina tólf sinnum á síðustu þrettán árum. „Ég hef ekki spilað marga leiki þar en yfirburðir okkar eru miklir. Það er krafa að vinna deildina. Leikirnir við Wisla Plock eru alltaf erfiðir en deildin er ekkert sérstaklega sterk og öll einbeiting er á Meistaradeildinni,“ sagði Haukur að lokum.
Pólski handboltinn Mest lesið Orri og félagar duttu út með hádramatískum hætti Fótbolti Segir Müller eiga skilið góða kveðjustund Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik Körfubolti „Verður vonandi tilbúinn fyrir síðustu leiki tímabilsins“ Enski boltinn „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Körfubolti Sluppu með sigur og hafa haldið oftast hreinu Enski boltinn „Þetta var alveg orðið smá stressandi“ Sport Saka sneri aftur og skoraði í sigri Skyttnanna Enski boltinn Þjálfari Sveindísar segir starfi sínu lausu Fótbolti „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða