Húsleit í þýskum ráðuneytum vegna rannsóknar á spillingardeild Kjartan Kjartansson skrifar 9. september 2021 15:17 Húsleitin kemur á versta tíma fyrir Olaf Scholz, fjármálaráðherra, sem á möguleika á á verða næsti kanslari Þýskalands. Vísir/EPA Saksóknarar gerður húsleit í fjármála- og dómsmálaráðuneytum Þýskalands í dag. Leitin er sögð hluti af rannsókn á opinberri stofnun sem rannsakar peningaþvætti en hún kemur á versta tíma fyrir fjármálaráðherrann sem stendur í harðri kosningabaráttu. Fjármálaupplýsingadeildin (FIU) er hluti af fjármálaráðuneytinu en bæði hún og fjármálaeftirlit Þýskalands hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa misst af stórfelldu misferli greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard sem fór á hausinn með tilþrifum í fyrra. Rannsóknin nú beinist að ásökunum um að deildin hafi fengið fyrirmæli um að hunsa tilkynningar banka um grunsamlegar peningafærslur til Afríku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðgerðir þýskra stjórnvalda gegn peningaþvætti eru einnig til skoðunar hjá FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það eru sömu samtök og settu Ísland á gráan lista vegna aðgerðaleysis gegn peningaþvætti árið 2019. FIU er sögð hafa átt erfitt með að anna þeim tugum þúsunda tilkynninga sem henni berast frá fjármálastofnunum um grunsamlega fjármagnsflutninga. Ekki er langt síðan deildin hætti að taka við slíkum tilkynningum með faxi. Talsmaður saksóknaranna sem gerðu húsleitina segir að rannsóknin hafi hafist eftir að kvartanir bárust um að fjárglæpadeildin hefði ekkert aðhafst varðandi vafasamar millifærslur á miljónum evra, meðal annars til Afríku, á árunum 2018 til 2020. Bankar hafi haft grunsemdir um að færslurnar tengdust viðskiptum með vopn og fíkniefni eða fjármögnun hryðjuverka. FIU hafi staðfest móttöku tilkynninganna en ekki vísað þeim áfram til löggæslustofnana. Rannsóknin beinist einnig að því að eftir að deildin tók við rannsókn á peningaþvætti árið 2017 hafi tilkynningum um grunsamlegar fjármagnsflutninga snarfækkað. Þýskaland sagt paradís fyrir glæpona Olaf Scholz, fjármálaráðherra úr flokki Sósíaldemókrata, eygir nú góða möguleika á að verða næsti kanslari Þýskalands í þingkosningunum sem fara fram 26. september ef marka má skoðanakannanir. Stjórnarandstaðan gagnýnir Scholz og segir að undir stjórn hans sé Þýskaland paradís fyrir glæpamenn. Fjármálaráðuneytið segist hafa fjölgað starfsfólki peningaþvættisdeildarinnar og að enginn starfsmaður ráðuneytisins liggi undir grun um saknæmt athæfi. Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira
Fjármálaupplýsingadeildin (FIU) er hluti af fjármálaráðuneytinu en bæði hún og fjármálaeftirlit Þýskalands hafa sætt gagnrýni fyrir að hafa misst af stórfelldu misferli greiðslumiðlunarfyrirtækisins Wirecard sem fór á hausinn með tilþrifum í fyrra. Rannsóknin nú beinist að ásökunum um að deildin hafi fengið fyrirmæli um að hunsa tilkynningar banka um grunsamlegar peningafærslur til Afríku, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Aðgerðir þýskra stjórnvalda gegn peningaþvætti eru einnig til skoðunar hjá FATF, alþjóðlegs fjármálaaðgerðahóps ríkja um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. Það eru sömu samtök og settu Ísland á gráan lista vegna aðgerðaleysis gegn peningaþvætti árið 2019. FIU er sögð hafa átt erfitt með að anna þeim tugum þúsunda tilkynninga sem henni berast frá fjármálastofnunum um grunsamlega fjármagnsflutninga. Ekki er langt síðan deildin hætti að taka við slíkum tilkynningum með faxi. Talsmaður saksóknaranna sem gerðu húsleitina segir að rannsóknin hafi hafist eftir að kvartanir bárust um að fjárglæpadeildin hefði ekkert aðhafst varðandi vafasamar millifærslur á miljónum evra, meðal annars til Afríku, á árunum 2018 til 2020. Bankar hafi haft grunsemdir um að færslurnar tengdust viðskiptum með vopn og fíkniefni eða fjármögnun hryðjuverka. FIU hafi staðfest móttöku tilkynninganna en ekki vísað þeim áfram til löggæslustofnana. Rannsóknin beinist einnig að því að eftir að deildin tók við rannsókn á peningaþvætti árið 2017 hafi tilkynningum um grunsamlegar fjármagnsflutninga snarfækkað. Þýskaland sagt paradís fyrir glæpona Olaf Scholz, fjármálaráðherra úr flokki Sósíaldemókrata, eygir nú góða möguleika á að verða næsti kanslari Þýskalands í þingkosningunum sem fara fram 26. september ef marka má skoðanakannanir. Stjórnarandstaðan gagnýnir Scholz og segir að undir stjórn hans sé Þýskaland paradís fyrir glæpamenn. Fjármálaráðuneytið segist hafa fjölgað starfsfólki peningaþvættisdeildarinnar og að enginn starfsmaður ráðuneytisins liggi undir grun um saknæmt athæfi.
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Sjá meira