Svíþjóðardemókrati handtekinn grunaður um morð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2021 15:27 Maðurinn er talinn hafa orðið konu í Vestur-Gautlandi að bana í síðustu viku. Hann gegnir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir Svíþjóðardemókrata. EPA-EFE/Johan Nilsson Karlmaður hefur verið handtekinn í Svíþjóð grunaður um að hafa myrt konu í suðurhluta Vestur-Gautlands í síðustu viku. Maðurinn er sagður stjórnmálamaður í flokki Svíþjóðardemókrata og sinnir mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Konan var myrt 3. september síðastliðinn að sögn Per-Eriks Rinsell, saksóknara. Málið hefur enga athygli fengið í sænskum fjölmiðlum fyrr en nú. Maðurinn var handtekinn í gærkvöldi og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir tíu mínútum síðan og er grunaður um morð. Maðurinn hefur neitað sök. Ég fór fram á gæsluvarðhald yfir honum vegna gruns um morð,“ sagði Rinsell fyrr í dag í samtali við sænska ríkisútvarpið. Gæsluvarðhaldið yfir manninum rennur út eftir viku og segir Rinsell nauðsynlegt að rannsakendur finni frekari vísbendingar sem bendi til sektar hans svo hægt sé að framlengja gæsluvarðhaldið. Rannsakendur vilji ekki tjá sig um samband hins grunaða og konunnar að svo stöddu. Svíþjóðardemókratar hafa vikið manninum frá trúnaðarstörfum tímabundið á meðan á rannsókn málsins stendur. „Við tökum þessum upplýsingum mjög alvarlega. Flokkurinn fylgist grannt með stöðu mála og mun grípa til aðgerða í samræmi við reglur flokksins,“ segir Ludvig Grufman, upplýsingafulltrúi Svíþjóðardemókrata, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Andreas Exner, formaður Svíþjóðardemókrata í Sjuhärad, tekur undir þetta. „Þetta er grafalvarlegt mál. Ég var satt best að segja í smá áfalli þegar ég frétti af þessu. Ég vissi ekkert um þetta fyrr en ég sá þetta í fréttunum,“ segir hann. „Það er erfitt að trúa því að samstarfsmaður manns, sem maður þekkir, geti gert nokkuð svona lagað. Ég þekki hann og af minni reynslu er hann mjög rólegur maður. Það gerir þetta enn erfiðara.“ Svíþjóð Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Konan var myrt 3. september síðastliðinn að sögn Per-Eriks Rinsell, saksóknara. Málið hefur enga athygli fengið í sænskum fjölmiðlum fyrr en nú. Maðurinn var handtekinn í gærkvöldi og hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald. „Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald fyrir tíu mínútum síðan og er grunaður um morð. Maðurinn hefur neitað sök. Ég fór fram á gæsluvarðhald yfir honum vegna gruns um morð,“ sagði Rinsell fyrr í dag í samtali við sænska ríkisútvarpið. Gæsluvarðhaldið yfir manninum rennur út eftir viku og segir Rinsell nauðsynlegt að rannsakendur finni frekari vísbendingar sem bendi til sektar hans svo hægt sé að framlengja gæsluvarðhaldið. Rannsakendur vilji ekki tjá sig um samband hins grunaða og konunnar að svo stöddu. Svíþjóðardemókratar hafa vikið manninum frá trúnaðarstörfum tímabundið á meðan á rannsókn málsins stendur. „Við tökum þessum upplýsingum mjög alvarlega. Flokkurinn fylgist grannt með stöðu mála og mun grípa til aðgerða í samræmi við reglur flokksins,“ segir Ludvig Grufman, upplýsingafulltrúi Svíþjóðardemókrata, í samtali við sænska ríkisútvarpið. Andreas Exner, formaður Svíþjóðardemókrata í Sjuhärad, tekur undir þetta. „Þetta er grafalvarlegt mál. Ég var satt best að segja í smá áfalli þegar ég frétti af þessu. Ég vissi ekkert um þetta fyrr en ég sá þetta í fréttunum,“ segir hann. „Það er erfitt að trúa því að samstarfsmaður manns, sem maður þekkir, geti gert nokkuð svona lagað. Ég þekki hann og af minni reynslu er hann mjög rólegur maður. Það gerir þetta enn erfiðara.“
Svíþjóð Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira