Formaður Ábyrgrar framtíðar um synjun framboðslista: „Ef þetta er ólöglegt, þá gætu kosningarnar í heild sinni orðið ólöglegar“ Þorgils Jónsson skrifar 12. september 2021 16:44 Jóhannes Loftsson er formaður Ábyrgrar framtíðar. Hann er ósáttur við að framboðslista flokksins hafi verið hafnað af yfirkjörstjórn í suðurkjördæmi. Vísir/Einar Jóhannes Loftsson, formaður Ábyrgrar framtíðar, lýsir yfir mikilli óánægju með að lista framboðsins hafi verið hafnað af yfirkjörstjórn í suðurkjördæmi í gær. Grundvöllur úrskurðarins var sá að tilskyldum meðmælafjölda var ekki náð og því býður flokkurinn aðeins fram í einu kjördæmi, Reykjavíkurkjördæmi norður. Jóhannes spyr í pistli á Facebooksíðu sinni hvort ásættanlegt sé „tölvuvillur og vankantar meðmælasöfnunarkerfis ákveði hvort þú megir nýta þér þinn lýðræðislega rétt“. Hann segir að kjörstjórn hafi tilkynnt honum í gærmorgun að 70 undirskriftir hafi vantað uppá lágmarksmeðmælendafjölda og hann fengi frest til kl. 14, sem var um þrjár og hálf klukkustund. Suðurkjördæmi er víðfeðmt, frá Sandgerði í vestri, austur að Höfn í Hornafirði, og segir Jóhannes að fyrir utan meinta tæknilega ágalla á kerfinu, hafi þessi frestur gert ómögulegt að ná til íbúa í fjarlægustu byggðarlögum til að safna undirskriftum á blað. Þar með væri ekki að sjá „að jafngildissjónarmiðum gagnvart kjósendum kjördæmisins hafi verið fylgt.“ Mörg meðmæli sem þau hafi safnað á pappír hafi ekki komist til skila og mörg rafræn meðmæli „blokkuð af gölluðu tölvukerfi“ sem sé óboðlegt í lýðræðissamfélagi. Jóhannes bætir við: „Ef þetta er ólöglegt, þá gætu kosningarnar í heild sinni orðið ólöglegar.“ Alþingiskosningar 2021 Ábyrg framtíð Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Uppsagnarákvæði stendur í fólki Innlent Fleiri fréttir Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Sjá meira
Jóhannes spyr í pistli á Facebooksíðu sinni hvort ásættanlegt sé „tölvuvillur og vankantar meðmælasöfnunarkerfis ákveði hvort þú megir nýta þér þinn lýðræðislega rétt“. Hann segir að kjörstjórn hafi tilkynnt honum í gærmorgun að 70 undirskriftir hafi vantað uppá lágmarksmeðmælendafjölda og hann fengi frest til kl. 14, sem var um þrjár og hálf klukkustund. Suðurkjördæmi er víðfeðmt, frá Sandgerði í vestri, austur að Höfn í Hornafirði, og segir Jóhannes að fyrir utan meinta tæknilega ágalla á kerfinu, hafi þessi frestur gert ómögulegt að ná til íbúa í fjarlægustu byggðarlögum til að safna undirskriftum á blað. Þar með væri ekki að sjá „að jafngildissjónarmiðum gagnvart kjósendum kjördæmisins hafi verið fylgt.“ Mörg meðmæli sem þau hafi safnað á pappír hafi ekki komist til skila og mörg rafræn meðmæli „blokkuð af gölluðu tölvukerfi“ sem sé óboðlegt í lýðræðissamfélagi. Jóhannes bætir við: „Ef þetta er ólöglegt, þá gætu kosningarnar í heild sinni orðið ólöglegar.“
Alþingiskosningar 2021 Ábyrg framtíð Mest lesið Trump titlar sig konung Erlent Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Innlent Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Erlent Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Innlent Trump fetar í fótspor Breivik Erlent Traustið við frostmark Innlent Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Innlent Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Innlent Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Erlent Uppsagnarákvæði stendur í fólki Innlent Fleiri fréttir Segir karla í forréttindastöðu hafa stofnað Háskólann Stórskemmdi grasflötina við Höfða Bein útsending: Tökum samtalið - Verndandi þættir í lífi barna og ungmenna Uppsagnarákvæði stendur í fólki Þurfi að leggja meira í skóla án aðgreiningar svo stefnan virki Segja loforð svikin í Skálafelli Mátti ekki kalla mann nauðgara með barnagirnd eftir allt saman Alvarlegt umferðarslys á Þingvallavegi Reynt til þrautar í Karphúsinu og Inga Sæland svarar fyrir sig í þinginu Inga sagði hrútspungafýluna flæða úr Hádegismóum Traustið við frostmark Markaðurinn hvorki „á valdi“ kaupenda né seljenda Níu ofbeldismál innan íþróttahreyfingar til lögreglu í fyrra Allt tiltækt lið kallað út vegna elds í Hamborgarafabrikkunni Fylkingar innan VR eftir afstöðu til Eflingar og Ragnars Þórs Ummæli Trumps lofi ekki góðu Fólk læri af reynslunni og geri kaupmála Jafnræðisreglan sé margbrotin í frumvarpi menntamálaráðherra Segja ekki um neitt „tilfinningaklám“ að ræða Fundi samninganefnda kennara frestað fram á morgun ASÍ fordæmir „siðlausa framgöngu“ í garð ræstingafólks Vill aukna fjölbreytni í lögregluna: „Okkar viðskiptavinir eru alls konar“ Leita til Íslands að nýjum stjóra eftir skrautlega uppsögn Afstaða Íslands skýr Krísufundur, veik von og óðir nammigrísir Slitlag lagt á síðasta kafla Grafningsvegar Friðjón sakar eiginmann Heiðu Bjargar um karlrembu Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt Kristrún sækir neyðarfund Macron Rófustappan olli niðurgangi þorrablótsgesta Sjá meira