Simone Biles fyrir þingnefnd: Átelur níðinginn og kerfið í heild Þorgils Jónsson skrifar 15. september 2021 20:12 Aly Raisman tekur í hönd Simone Biles á nefndarfundinum í dag. Þær tvær ásamt McKayla Maroney og Maggie Nichols baru vitni um misnotkun af hendi Larry Nassar, liðslækni bandaríska fimleikalandsliðsins, og slælegrar rannsóknar af hendi FBI. Saul Loeb Fimleikagoðsögnin Simone Biles var ómyrk í máli þegar hún bar vitni fyrir dómsmálanefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Þar sakaði hún Alríkislögregluna (FBI) og forsvarsmenn bandaríska leikfimisambandsins um að hafa litið framhjá glæpum Larrys Nassar sem misnotaði á fjórða hundrað stúlkna og ungra kvenna kynferðislega, sem liðslæknir bandaríska fimleikalandsliðsins. „Ef þú leyfir níðingum að meiða börn, verða afleiðingarnar að vera snöggar og afgerandi. Nú er komið nóg!“ sagði Biles, sem er fjórfaldur ólympíumeistari og fimmfaldur heimsmeistari í fimleikum, en hún sagði sögu sína ásamt þremur stöllum sínum, þeim McKayla Maroney, Aly Raisman og Maggie Nichols „Ég kenni Larry Nassar um, en einnig öllu kerfinu sem leyfði honum að komast upp með misnotkunina,“ sagði Biles, sem barðist við að halda aftur af tárunum. Hún bætti því við að FBI auk fimleikasambandsins og Ólympíusambands Bandaríkjanna hafi lengi vitað af ásökunum í garð Nassers, en ekki sagt neitt. In emotional testimony before a Senate committee, star US gymnast Simone Biles blames "an entire system that enabled and perpetuated" sex abuse."The organizations created by Congress to oversee and protect me as an athlete... failed to do their jobs." https://t.co/4XH2uT576a pic.twitter.com/IVcyhpeswv— CNN (@CNN) September 15, 2021 Maroney, sem vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012, lýsti því hvernig Nasser hefði lagst á hana þar sem hún lá nakin á meðferðarbekk. Hún bætti því við að við skýrslugjöf hjá FBI hafi hún mætt þögn og sinnuleysi. „Þau völdu að ljúga til um það sem ég sagði og halda þannig hlífiskildi yfir rað-barnaníðingi.“ „Hver er tilgangurinn með því að tilkynna misnotkun ef fulltrúar FBI ákveða að stinga málinu ofan í skúffu?“ Christopher Wray, forstjóri FBI, sagði í vitnisburði sínum að stofnunin hafi brugðist þolendum, en það myndi aldrei endurtaka sig.Saul Loeb Nefndin kallaði Christopher Wray, forstjóra FBI, einnig til vitnis og baðst hann innilega afsökunar á afglöpum stofnunarinnar. Þessi nefndarfundur var einmitt haldinn til að varpa ljósi á fjölmörg mistök sem FBI gerði í þessu máli. Meðal annars fékk Nassar, sem afplánar nú margra áratuga ára dóm fyrir brot sín, að halda áfram að misnota stúlkur í marga mánuði eftir að tilkynning barst FBI, árið 2015. Hann misnotaði fjörutíu stúlkur og ungar konur, hið minnsta, áður en gripið var í taumana. Wray, sem tók við FBI árið 2017, tók af öll tvímæli og sagði fulltrúa FBI hafa brugðist þolendum. Sagðist hann ætla ganga úr skugga um að „allir hjá FBI muni hvað gerðist þarna“ og að svona nokkuð myndi ekki endurtaka sig. Fulltrúar á skrifstofu FBI í Indianapolis, sem hafði málið til rannsóknar, reyndu að breiða yfir mistök sín í málinu. Yfirmaðurinn þar var auk þess, á sama tíma, að sækjast eftir starfi hjá Ólympíunefndinni , sem hann fékk svo ekki. Hann lét síðar af störfum fyrir FBI. Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum lýstu yfir mikilli óánægju vegna vinnubragða FBI, og hétu alvöru breytingum til hins betra. Fimleikar Bandaríkin Mál Larry Nassar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira
„Ef þú leyfir níðingum að meiða börn, verða afleiðingarnar að vera snöggar og afgerandi. Nú er komið nóg!“ sagði Biles, sem er fjórfaldur ólympíumeistari og fimmfaldur heimsmeistari í fimleikum, en hún sagði sögu sína ásamt þremur stöllum sínum, þeim McKayla Maroney, Aly Raisman og Maggie Nichols „Ég kenni Larry Nassar um, en einnig öllu kerfinu sem leyfði honum að komast upp með misnotkunina,“ sagði Biles, sem barðist við að halda aftur af tárunum. Hún bætti því við að FBI auk fimleikasambandsins og Ólympíusambands Bandaríkjanna hafi lengi vitað af ásökunum í garð Nassers, en ekki sagt neitt. In emotional testimony before a Senate committee, star US gymnast Simone Biles blames "an entire system that enabled and perpetuated" sex abuse."The organizations created by Congress to oversee and protect me as an athlete... failed to do their jobs." https://t.co/4XH2uT576a pic.twitter.com/IVcyhpeswv— CNN (@CNN) September 15, 2021 Maroney, sem vann gullverðlaun á Ólympíuleikunum í London árið 2012, lýsti því hvernig Nasser hefði lagst á hana þar sem hún lá nakin á meðferðarbekk. Hún bætti því við að við skýrslugjöf hjá FBI hafi hún mætt þögn og sinnuleysi. „Þau völdu að ljúga til um það sem ég sagði og halda þannig hlífiskildi yfir rað-barnaníðingi.“ „Hver er tilgangurinn með því að tilkynna misnotkun ef fulltrúar FBI ákveða að stinga málinu ofan í skúffu?“ Christopher Wray, forstjóri FBI, sagði í vitnisburði sínum að stofnunin hafi brugðist þolendum, en það myndi aldrei endurtaka sig.Saul Loeb Nefndin kallaði Christopher Wray, forstjóra FBI, einnig til vitnis og baðst hann innilega afsökunar á afglöpum stofnunarinnar. Þessi nefndarfundur var einmitt haldinn til að varpa ljósi á fjölmörg mistök sem FBI gerði í þessu máli. Meðal annars fékk Nassar, sem afplánar nú margra áratuga ára dóm fyrir brot sín, að halda áfram að misnota stúlkur í marga mánuði eftir að tilkynning barst FBI, árið 2015. Hann misnotaði fjörutíu stúlkur og ungar konur, hið minnsta, áður en gripið var í taumana. Wray, sem tók við FBI árið 2017, tók af öll tvímæli og sagði fulltrúa FBI hafa brugðist þolendum. Sagðist hann ætla ganga úr skugga um að „allir hjá FBI muni hvað gerðist þarna“ og að svona nokkuð myndi ekki endurtaka sig. Fulltrúar á skrifstofu FBI í Indianapolis, sem hafði málið til rannsóknar, reyndu að breiða yfir mistök sín í málinu. Yfirmaðurinn þar var auk þess, á sama tíma, að sækjast eftir starfi hjá Ólympíunefndinni , sem hann fékk svo ekki. Hann lét síðar af störfum fyrir FBI. Öldungadeildarþingmenn úr báðum flokkum lýstu yfir mikilli óánægju vegna vinnubragða FBI, og hétu alvöru breytingum til hins betra.
Fimleikar Bandaríkin Mál Larry Nassar Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Innlent Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Innlent Ungir menn grunaðir um langa brotahrinu Innlent Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Innlent Verði að virða það sem þjóðin vilji Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Halla veitti Kristrúnu umboð til stjórnarmyndunar Innlent Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Innlent Fréttin öll Innlent Fleiri fréttir Krefjast niðurfellingar í þagnarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Reyna að flytja óstöðugt andefni með vörubílum Njósnarar Rússa ræddu morð eða rán á blaðamanni Yfirvöld í Laos banna sölu Tiger vodka og viskís Vilja aðkomu Kínverja að rannsókn á skemmdum sæstrengjum Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Grænlendingar fagna nýjum alþjóðaflugvelli Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Sjá meira