Klopp taldi sína menn hafa týnst í eigin spilamennsku og telur að fólk horfi ekki nóg á fótbolta Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. september 2021 22:31 Þjóðverjinn fagnaði vel og innilega í leikslok. Shaun Botterill/Getty Images Jürgen Klopp var sáttur með endurkomu sinna manna gegn AC Milan í kvöld. Hann var hins vegar ósáttur með kæruleysið sem hleypti gestunum frá Mílanó inn í leikinn og svo var hann hvumsa yfir því að ekkert félag hafi boðið í Divock Origi meðan félagaskiptaglugginn var opinn. „Við byrjuðum ótrúlega vel. Spiluðum hreint út sagt frábærlega, á háu tempó en samt klókt. Við spiluðum í spiluðum í öllum þeim svæðum sem við þurftum að spila í og gáfum þeim ekki neitt þangað til … ég er eiginlega ekki viss,“ sagði Klopp eftir leik en hans lið virtist með leikinn þar sem það vildi hafa hann. Það er áður en AC Milan skoraði tvö mörk með stuttu millibili og var 2-1 yfir í hálfleik. „Okkur var refsað undir lok fyrri hálfleiks en það byrjaði fyrr. Við týndum okkur í eigin fótbolta. Við vorum ekki að spila einfalt, sóknarlega og varnarlega vorum við ekki skipulagðir. Þegar við erum skipulagðir erum við frábærir, Fabinho er frábær, en þegar við erum óskipulagðir getur hann ekki einu sinni leyst öll okkar vandræði varnarlega.“ „Þeir spiluðu á milli lína og skoruðu tvö mörk. Það var samt aldrei eins og við gætum ekki komið til baka. Það var ljóst að við þurfum að fara strax aftur í sama gír og við byrjuðum leikinn í. Þegar við gerðum það skoruðum við frábær mörk.“ „Sigurinn var sanngjarn en það voru tíu mínútur þar sem Milan gjörbreytti næstum útkomu leiksins.“ „Divock Origi var frábær í kvöld. Hann fékk krampa sem er eðlilegt. Fólk gleymir hvað hann er góður, það er samt erfitt að koma honum í þetta lið. Við héldum að það myndu koma tilboð í hann í sumar en fólk horfir greinilega ekki nóg á fótbolta,“ sagði Klopp að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira
Hann var hins vegar ósáttur með kæruleysið sem hleypti gestunum frá Mílanó inn í leikinn og svo var hann hvumsa yfir því að ekkert félag hafi boðið í Divock Origi meðan félagaskiptaglugginn var opinn. „Við byrjuðum ótrúlega vel. Spiluðum hreint út sagt frábærlega, á háu tempó en samt klókt. Við spiluðum í spiluðum í öllum þeim svæðum sem við þurftum að spila í og gáfum þeim ekki neitt þangað til … ég er eiginlega ekki viss,“ sagði Klopp eftir leik en hans lið virtist með leikinn þar sem það vildi hafa hann. Það er áður en AC Milan skoraði tvö mörk með stuttu millibili og var 2-1 yfir í hálfleik. „Okkur var refsað undir lok fyrri hálfleiks en það byrjaði fyrr. Við týndum okkur í eigin fótbolta. Við vorum ekki að spila einfalt, sóknarlega og varnarlega vorum við ekki skipulagðir. Þegar við erum skipulagðir erum við frábærir, Fabinho er frábær, en þegar við erum óskipulagðir getur hann ekki einu sinni leyst öll okkar vandræði varnarlega.“ „Þeir spiluðu á milli lína og skoruðu tvö mörk. Það var samt aldrei eins og við gætum ekki komið til baka. Það var ljóst að við þurfum að fara strax aftur í sama gír og við byrjuðum leikinn í. Þegar við gerðum það skoruðum við frábær mörk.“ „Sigurinn var sanngjarn en það voru tíu mínútur þar sem Milan gjörbreytti næstum útkomu leiksins.“ „Divock Origi var frábær í kvöld. Hann fékk krampa sem er eðlilegt. Fólk gleymir hvað hann er góður, það er samt erfitt að koma honum í þetta lið. Við héldum að það myndu koma tilboð í hann í sumar en fólk horfir greinilega ekki nóg á fótbolta,“ sagði Klopp að lokum. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Mest lesið Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims Fótbolti „Þetta er mjög ljúft“ Handbolti Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Fótbolti Orri og félagar óstöðvandi á heimavelli Handbolti Hummels kom Rómverjum til bjargar Fótbolti Baldur og Hrannar með samtals 25 mörk í sigri ÍR Handbolti „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Fótbolti Hófu titilvörnina með öruggum sigri Handbolti Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Fleiri fréttir Erfitt kvöld hjá Íslendingunum Hummels kom Rómverjum til bjargar Højlund með tvö mörk í fyrsta sigri Amorims „Taktískt flott frammistaða í erfiðum leik“ „Fannst hann fara í gegnum lappirnar á mér“ „Fagmannleg og heilsteypt frammistaða hjá okkur“ Sverrir og félagar lokuðu vörninni og Panathinaikos vann loksins Nkunku áfram sjóðheitur og Chelsea með fullt hús stiga Uppgjörið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Ísland áfram neðst Norðurlanda og næsti mótherji í 99. sæti Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Mbappé fékk tvo í einkunn Hafa unnið alla heimaleiki sína í Evrópu og taka á móti Víkingum í kvöld Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Ráða njósnara á Íslandi Sjáðu mörkin þegar Liverpool vann Evrópumeistara Real Madrid Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Landsliðskonurnar okkar hrifnar af IceGuys Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Yamal Gulldrengur ársins og López Gullstúlka ársins Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Dramatík á Villa Park Mascherano þjálfar Messi á Miami Elfar Árni heim í Völsung „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Sjá meira