Allir fá aðgang að endurgjaldslausum hraðprófum Eiður Þór Árnason skrifar 17. september 2021 11:43 Einkaaðilar bjóða nú upp á hraðpróf á fimm mismunandi stöðum. Vísir/vilhelm Sjúkratryggingar munu taka þátt í kostnaði við töku hraðprófa hjá einkaaðilum frá og með 20. september. Með breytingunni verður hægt að taka hraðpróf án tilkostnaðar óháð tilgangi sýnatökunnar. Fram að þessu hefur heilsugæslan og aðrar heilbrigðisstofnanir boðið upp á hraðpróf í tengslum við smitgát, komu farþega til landsins og stærri viðburði notendum að kostnaðarlausu. Fólk sem leitar til einkaaðila og sækist eftir að taka hraðpróf í öðrum tilgangi, til að mynda vegna utanlandsferða eða mannfagnaða, hefur þurft greitt fullt verð fyrir. Greint er frá breytingunni á vef Stjórnarráðsins en að sögn heilbrigðisráðuneytisins er markmiðið með henni að auka aðgengi almennings að hraðprófum. Fleiri aðilum verði gert kleift að bjóða þjónustuna, notendum að kostnaðarlausu, óháð tilgangi prófanna. Jákvæðir verða sjálfkrafa boðaðir í PCR-próf Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra munu Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir hverja sýnatöku samkvæmt gjaldskrá sem stofnunin setur. Vottorð um neikvætt próf verða gefin út með QR-kóða frá embætti landlæknis en þeir sem greinast jákvæðir munu fá strikamerki frá embættinu með boði um PCR-sýnatöku til að staðfesta smit. Aðeins má nota viðurkennd hraðpróf sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar og skylt er að heilbrigðisstarfsmaður eða starfsmaður sem fengið hefur sérstaka þjálfun frá heilbrigðisstarfsmanni, annist framkvæmd prófsins. Reglugerðin gildir til 31. desember næstkomandi. Talið mikilvægt að greiða aðgengi að prófunum Á miðvikudag tók gildi reglugerð sem heimilar að halda allt að 1.500 manna viðburði og skólaskemmtanir án nálægðartakmörkunar og grímuskyldu, gegn framvísun neikvæðrar niðurstöðu úr hraðprófi. „Til að innleiðing hraðprófa skili tilgangi sínum um að auka möguleika fólks til að sækja margvíslega viðburði og stunda menningarlíf er mikilvægt að greitt aðgengi sé að hraðprófum og að kostnaður vegna þeirra sé ekki íþyngjandi. Þess vegna hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar geti boðið prófin án endurgjalds, að uppfylltum faglegum skilyrðum um framkvæmdina og ákvæðum reglugerða þar að lútandi,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Einkaaðilar annast nú þegar sýnatöku með hraðprófum á eftirtöldum stöðum: BSÍ í Reykjavík, Kringlan í Reykjavík, Kleppsmýrarvegi í Reykjavík, Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ og við Háskólann á Akureyri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Opið í hraðpróf og viðburðahaldarar hvattir til að láta vita Heilsugæslan hefur nú opnað fyrir að fólk fari í hraðpróf vegna viðburða á heilsugæslustöðinni á Suðurlandsbraut 34. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur viðburðahaldara til að láta vita af stórum viðburðum svo starfsmenn heilsugæslunnar séu undirbúið fyrir mannfjöldann. 10. september 2021 13:18 Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07 Landspítalinn hættir að nota hraðpróf Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að hætta að nota hraðgreiningarpróf til að prófa starfsmenn sína, sem eru með væg einkenni, fyrir Covid-19 og taka PCR-próf alfarið í notkun í staðinn. Í tilkynningu nefndarinnar segir að hraðprófin séu verri kostur en PCR-próf. 3. september 2021 15:46 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Fram að þessu hefur heilsugæslan og aðrar heilbrigðisstofnanir boðið upp á hraðpróf í tengslum við smitgát, komu farþega til landsins og stærri viðburði notendum að kostnaðarlausu. Fólk sem leitar til einkaaðila og sækist eftir að taka hraðpróf í öðrum tilgangi, til að mynda vegna utanlandsferða eða mannfagnaða, hefur þurft greitt fullt verð fyrir. Greint er frá breytingunni á vef Stjórnarráðsins en að sögn heilbrigðisráðuneytisins er markmiðið með henni að auka aðgengi almennings að hraðprófum. Fleiri aðilum verði gert kleift að bjóða þjónustuna, notendum að kostnaðarlausu, óháð tilgangi prófanna. Jákvæðir verða sjálfkrafa boðaðir í PCR-próf Samkvæmt reglugerð heilbrigðisráðherra munu Sjúkratryggingar Íslands greiða fyrir hverja sýnatöku samkvæmt gjaldskrá sem stofnunin setur. Vottorð um neikvætt próf verða gefin út með QR-kóða frá embætti landlæknis en þeir sem greinast jákvæðir munu fá strikamerki frá embættinu með boði um PCR-sýnatöku til að staðfesta smit. Aðeins má nota viðurkennd hraðpróf sem uppfylla skilyrði reglugerðarinnar og skylt er að heilbrigðisstarfsmaður eða starfsmaður sem fengið hefur sérstaka þjálfun frá heilbrigðisstarfsmanni, annist framkvæmd prófsins. Reglugerðin gildir til 31. desember næstkomandi. Talið mikilvægt að greiða aðgengi að prófunum Á miðvikudag tók gildi reglugerð sem heimilar að halda allt að 1.500 manna viðburði og skólaskemmtanir án nálægðartakmörkunar og grímuskyldu, gegn framvísun neikvæðrar niðurstöðu úr hraðprófi. „Til að innleiðing hraðprófa skili tilgangi sínum um að auka möguleika fólks til að sækja margvíslega viðburði og stunda menningarlíf er mikilvægt að greitt aðgengi sé að hraðprófum og að kostnaður vegna þeirra sé ekki íþyngjandi. Þess vegna hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að bæði opinberir aðilar og einkaaðilar geti boðið prófin án endurgjalds, að uppfylltum faglegum skilyrðum um framkvæmdina og ákvæðum reglugerða þar að lútandi,“ segir í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins. Einkaaðilar annast nú þegar sýnatöku með hraðprófum á eftirtöldum stöðum: BSÍ í Reykjavík, Kringlan í Reykjavík, Kleppsmýrarvegi í Reykjavík, Aðalgötu 60 í Reykjanesbæ og við Háskólann á Akureyri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Opið í hraðpróf og viðburðahaldarar hvattir til að láta vita Heilsugæslan hefur nú opnað fyrir að fólk fari í hraðpróf vegna viðburða á heilsugæslustöðinni á Suðurlandsbraut 34. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur viðburðahaldara til að láta vita af stórum viðburðum svo starfsmenn heilsugæslunnar séu undirbúið fyrir mannfjöldann. 10. september 2021 13:18 Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07 Landspítalinn hættir að nota hraðpróf Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að hætta að nota hraðgreiningarpróf til að prófa starfsmenn sína, sem eru með væg einkenni, fyrir Covid-19 og taka PCR-próf alfarið í notkun í staðinn. Í tilkynningu nefndarinnar segir að hraðprófin séu verri kostur en PCR-próf. 3. september 2021 15:46 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sjá meira
Opið í hraðpróf og viðburðahaldarar hvattir til að láta vita Heilsugæslan hefur nú opnað fyrir að fólk fari í hraðpróf vegna viðburða á heilsugæslustöðinni á Suðurlandsbraut 34. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins hvetur viðburðahaldara til að láta vita af stórum viðburðum svo starfsmenn heilsugæslunnar séu undirbúið fyrir mannfjöldann. 10. september 2021 13:18
Búin að kaupa mörghundruð þúsund hraðpróf Hraðpróf ættu að geta farið að liðka fyrir 500 manna viðburðahaldi öðru hvorum megin við næstu helgi. Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu hefur þegar fest kaup á mörghundruð þúsund hraðprófum. 5. september 2021 12:07
Landspítalinn hættir að nota hraðpróf Farsóttanefnd Landspítalans hefur ákveðið að hætta að nota hraðgreiningarpróf til að prófa starfsmenn sína, sem eru með væg einkenni, fyrir Covid-19 og taka PCR-próf alfarið í notkun í staðinn. Í tilkynningu nefndarinnar segir að hraðprófin séu verri kostur en PCR-próf. 3. september 2021 15:46