„Hef reynt að kenna honum að orðum fylgir ábyrgð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. september 2021 14:31 Arnar Daði Arnarsson er á sínu þriðja tímabili sem þjálfari Gróttu. vísir/vilhelm Í viðtali við Vísi eftir eins marks tap Gróttu fyrir Íslandsmeisturum Vals, 21-22, í 1. umferð Olís-deildar karla óskaði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Seltirninga, eftir að dómarar myndu sýna honum meiri virðingu. „Ég hef látið miður skemmtileg orð falla í garð dómara hingað til á samfélagsmiðlum og ætli ég sé ekki að fá það aðeins í bakið núna. Mikki refur er að dæma þennan leik, ég má ekki segja orð við hann þá fæ ég gult spjald og ég ætla að vona að það verði ekki þannig í allan vetur,“ sagði Arnar Daði. „Ég sem þjálfari í handboltaleik hérna, er ekki það sama og ég á samfélagsmiðlum eða á þjóðhátíð eða að skemmta mér niðrí bæ. Ég vil að fyrir mér sé borin sú virðing að ég sé að gera mitt besta hérna og ég sé ekki dæmdur af gjörðum mínum annars staðar.“ Ummæli Arnars Daða voru rædd í Seinni bylgjunni á föstudaginn. Annar sérfræðinganna, Theodór Ingi Pálmason, þekkir kauða ágætlega. „Eins og þjóð veit var ég með hlaðvarp með Arnari Daða. Þar lét hann oft gamminn geysa um menn og málefni og hefur líka notað samfélagsmiðlana óspart í það. En hann stendur sig mjög vel í þjálfun núna og er að gera góða hluti með þetta Gróttulið. En ég er búinn að reyna að kenna honum það í gegnum tíðina að orðum fylgir ábyrgð. Ég þarf greinilega að fara aðeins betur yfir það með honum eftir þennan þátt,“ sagði Theodór. Jóhanni Gunnari Einarssyni fannst það skjóta skökku við að Arnar Daði óskaði eftir aukinni virðingu í sama viðtali og hann kallaði annan dómarann [Ramunas Mikalonis] Mikka ref. „Svo kallar hann hann Mikka ref í viðtalinu. Það er væntanlega eitthvað sem hann bjó til. Hann heitir Mikalonis, kallaður Mikki,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan - Ummæli Arnars Daða „Dómgæslan í leiknum var fín. Hann var að vitna til þess að honum finnst ekki nógu mikil virðing borin fyrir sér út af því að hann fór frjálst með tjáningarfrelsið í hlaðvarpinu. Teddi stjórnaði honum og hafði enga stjórn á honum,“ bætti Jóhann Gunnar við. „Ég þurfti stundum að klippa eitthvað út,“ sagði Theodór áður en Jóhann Gunnar tók orðið aftur. „Núna er hann bara kominn í annað hlutverk og auðvitað á enginn dæma hann út frá því sem hann var að gera þá.“ Næsti leikur Gróttu er gegn FH í Kaplakrika á fimmtudaginn. Grótta endaði í 10. sæti deildarinnar á síðasta tímabili. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Seinni bylgjan fór yfir frábæra frammistöðu Sigurjóns Guðmundssonar Sigurjón Guðmundsson stóð vaktina í marki HK þegar að liðið tók á móti KA í fyrstu umferð Olís-deildar karla síðasta fimmtudag. Sigurjón varði 18 bolta og sérfræðingar Seinni bylgjunnar veittu honum verðskuldaða athygli. Sigurjón er sonur Guðmundar Hrafnkelssonar, fyrrum landsliðsmarkmanns Íslands. 18. september 2021 15:00 Seinni bylgjan kynnir nýjan dagskrárlið þar sem Gaupi fer á stúfana Í gærkvöldi var Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, kynntur sem nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar. Gaupi verður með fastan lið sem ber heitið „.Eina“ þar sem að hann fer á stúfana og hittir merkilegt fólk í tengslum við handboltann. Gaupi hitti fyrir Sigurð Örn Þorleifsson, bakarameistara og liðsstjóra handboltaliðs FH. 18. september 2021 10:30 „Ég vil að það sé borin virðing fyrir mér á vellinum“ „Mér líður nákvæmlega eins og mér leið alltof oft í fyrra. Ég sagði við strákana að ef frammistaðan yrði góð, þá yrði ég sáttur. Við þurfum að fara breyta þeirri hugsun miðað við spilamennsku okkar og hvernig við spiluðum í dag,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, eftir eins marks tap á móti Val í dag. Lokatölur 22-21. 16. september 2021 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Valur 21-22 | Íslandsmeistararnir rétt mörðu Gróttu Grótta tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð Olís deildar karla í handbolta. Það var hart barist og aðeins eitt mark sem skildi liðin að þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 22-21 fyrir Val. 16. september 2021 23:13 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
„Ég hef látið miður skemmtileg orð falla í garð dómara hingað til á samfélagsmiðlum og ætli ég sé ekki að fá það aðeins í bakið núna. Mikki refur er að dæma þennan leik, ég má ekki segja orð við hann þá fæ ég gult spjald og ég ætla að vona að það verði ekki þannig í allan vetur,“ sagði Arnar Daði. „Ég sem þjálfari í handboltaleik hérna, er ekki það sama og ég á samfélagsmiðlum eða á þjóðhátíð eða að skemmta mér niðrí bæ. Ég vil að fyrir mér sé borin sú virðing að ég sé að gera mitt besta hérna og ég sé ekki dæmdur af gjörðum mínum annars staðar.“ Ummæli Arnars Daða voru rædd í Seinni bylgjunni á föstudaginn. Annar sérfræðinganna, Theodór Ingi Pálmason, þekkir kauða ágætlega. „Eins og þjóð veit var ég með hlaðvarp með Arnari Daða. Þar lét hann oft gamminn geysa um menn og málefni og hefur líka notað samfélagsmiðlana óspart í það. En hann stendur sig mjög vel í þjálfun núna og er að gera góða hluti með þetta Gróttulið. En ég er búinn að reyna að kenna honum það í gegnum tíðina að orðum fylgir ábyrgð. Ég þarf greinilega að fara aðeins betur yfir það með honum eftir þennan þátt,“ sagði Theodór. Jóhanni Gunnari Einarssyni fannst það skjóta skökku við að Arnar Daði óskaði eftir aukinni virðingu í sama viðtali og hann kallaði annan dómarann [Ramunas Mikalonis] Mikka ref. „Svo kallar hann hann Mikka ref í viðtalinu. Það er væntanlega eitthvað sem hann bjó til. Hann heitir Mikalonis, kallaður Mikki,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan - Ummæli Arnars Daða „Dómgæslan í leiknum var fín. Hann var að vitna til þess að honum finnst ekki nógu mikil virðing borin fyrir sér út af því að hann fór frjálst með tjáningarfrelsið í hlaðvarpinu. Teddi stjórnaði honum og hafði enga stjórn á honum,“ bætti Jóhann Gunnar við. „Ég þurfti stundum að klippa eitthvað út,“ sagði Theodór áður en Jóhann Gunnar tók orðið aftur. „Núna er hann bara kominn í annað hlutverk og auðvitað á enginn dæma hann út frá því sem hann var að gera þá.“ Næsti leikur Gróttu er gegn FH í Kaplakrika á fimmtudaginn. Grótta endaði í 10. sæti deildarinnar á síðasta tímabili. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Olís-deild karla Grótta Tengdar fréttir Seinni bylgjan fór yfir frábæra frammistöðu Sigurjóns Guðmundssonar Sigurjón Guðmundsson stóð vaktina í marki HK þegar að liðið tók á móti KA í fyrstu umferð Olís-deildar karla síðasta fimmtudag. Sigurjón varði 18 bolta og sérfræðingar Seinni bylgjunnar veittu honum verðskuldaða athygli. Sigurjón er sonur Guðmundar Hrafnkelssonar, fyrrum landsliðsmarkmanns Íslands. 18. september 2021 15:00 Seinni bylgjan kynnir nýjan dagskrárlið þar sem Gaupi fer á stúfana Í gærkvöldi var Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, kynntur sem nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar. Gaupi verður með fastan lið sem ber heitið „.Eina“ þar sem að hann fer á stúfana og hittir merkilegt fólk í tengslum við handboltann. Gaupi hitti fyrir Sigurð Örn Þorleifsson, bakarameistara og liðsstjóra handboltaliðs FH. 18. september 2021 10:30 „Ég vil að það sé borin virðing fyrir mér á vellinum“ „Mér líður nákvæmlega eins og mér leið alltof oft í fyrra. Ég sagði við strákana að ef frammistaðan yrði góð, þá yrði ég sáttur. Við þurfum að fara breyta þeirri hugsun miðað við spilamennsku okkar og hvernig við spiluðum í dag,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, eftir eins marks tap á móti Val í dag. Lokatölur 22-21. 16. september 2021 22:22 Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Valur 21-22 | Íslandsmeistararnir rétt mörðu Gróttu Grótta tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð Olís deildar karla í handbolta. Það var hart barist og aðeins eitt mark sem skildi liðin að þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 22-21 fyrir Val. 16. september 2021 23:13 Mest lesið Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Í beinni: Noah - Víkingur | Geta komið sér í kjörstöðu Fótbolti Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Ekki eins „starstruck“ og í fyrra Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Þórir ekki sáttur við nýtt hlutverk Noru Mørk Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Haukar á 30 tíma ferðalagi: „Verð sennilega bara í hjólastól“ Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Skrýtið en venst Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri ÍBV (eða Haukar) í erfiðan slag í bikarnum „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Sjá meira
Seinni bylgjan fór yfir frábæra frammistöðu Sigurjóns Guðmundssonar Sigurjón Guðmundsson stóð vaktina í marki HK þegar að liðið tók á móti KA í fyrstu umferð Olís-deildar karla síðasta fimmtudag. Sigurjón varði 18 bolta og sérfræðingar Seinni bylgjunnar veittu honum verðskuldaða athygli. Sigurjón er sonur Guðmundar Hrafnkelssonar, fyrrum landsliðsmarkmanns Íslands. 18. september 2021 15:00
Seinni bylgjan kynnir nýjan dagskrárlið þar sem Gaupi fer á stúfana Í gærkvöldi var Guðjón Guðmundsson, betur þekktur sem Gaupi, kynntur sem nýr liðsmaður Seinni bylgjunnar. Gaupi verður með fastan lið sem ber heitið „.Eina“ þar sem að hann fer á stúfana og hittir merkilegt fólk í tengslum við handboltann. Gaupi hitti fyrir Sigurð Örn Þorleifsson, bakarameistara og liðsstjóra handboltaliðs FH. 18. september 2021 10:30
„Ég vil að það sé borin virðing fyrir mér á vellinum“ „Mér líður nákvæmlega eins og mér leið alltof oft í fyrra. Ég sagði við strákana að ef frammistaðan yrði góð, þá yrði ég sáttur. Við þurfum að fara breyta þeirri hugsun miðað við spilamennsku okkar og hvernig við spiluðum í dag,“ sagði Arnar Daði Arnarsson, þjálfari Gróttu, eftir eins marks tap á móti Val í dag. Lokatölur 22-21. 16. september 2021 22:22
Umfjöllun og viðtöl: Grótta - Valur 21-22 | Íslandsmeistararnir rétt mörðu Gróttu Grótta tók á móti Íslandsmeisturum Vals í fyrstu umferð Olís deildar karla í handbolta. Það var hart barist og aðeins eitt mark sem skildi liðin að þegar flautað var til leiksloka. Lokatölur 22-21 fyrir Val. 16. september 2021 23:13