Metnar hæfastar til að hljóta skipun í embætti dómara Eiður Þór Árnason skrifar 21. september 2021 10:08 Sigríður Rut Júlíusdóttir og María Thejll voru metnar hæfastar umsækjenda. Réttur/HÍ Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður hefur verið metin hæfust umsækjenda til að hljóta skipun í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjavíkur. Jafnframt er María Thejll lögmaður talin hæfust til í embætti dómara með fyrsta starfsvettvang við Héraðsdóm Reykjaness. Þetta er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara sem hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur. en sjö umsóknir um hið síðarnefnda. Bæði voru auglýst voru laus til umsóknar þann 9. júlí síðastliðinn en greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins. Alls bárust níu umsóknir um fyrrnefnda embættið en auk Sigríðar og Maríu sóttu eftirfarandi um: Björn Þorvaldsson saksóknari, Bryndís Guðmundsdóttir lögmaður, Margrét Gunnlaugsdóttir lögmaður, Nanna Magnadóttir, formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Sigurður Jónsson lögmaður, Súsanna Björg Fróðadóttir aðstoðarsaksóknari og Valborg Steingrímsdóttir sviðsstjóri. Allir framangreindir umsækjendur sóttu jafnframt um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness að Sigríði undanskilinni. Setið í nefnd um úrbætur á löggjöf á sviði tjáningarfrelsis Sigríður Rut Júlíusdóttir hefur um 20 ára skeið starfað sem lögmaður og lengst af verið einn af eigendum lögmannstofu sem hún stofnaði ásamt öðrum árið 2002. Fram kemur í umsögn dómnefndar að á þessum tíma hafi hún flutt fjölda viðamikilla mála fyrir dómi, þar á meðal fyrri Hæstarétti og Landsrétti. Hún öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti árið 2007. Af öðrum störfum má nefna að hún hefur setið í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2016. Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Einnig hefur Sigríður setið í höfundaréttarnefnd og höfundaréttarráði frá árinu 2006 og átti sæti í laganefndi Lögmannsfélags Íslands á árunum 2006 til 2008. Árið 2018 var hún skipuð í nefnd um úrbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsins sem skilaði af sér fjölmörgum lagafrumvörpum. Hún lauk meistaraprófi í lögum frá Stanford-háskóla árið 2011 og hefur sinnt stundarkennslu meðal annars við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Háskólann á Bifröst. Einnig hefur hún ritað um lögfræði á opinberum vettvangi. Var forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands María Thejll hefur í nær þrettán ár starfað sem lögmaður, þar af frá árinu 2017 hjá embætti ríkislögmanns. Hún hefur flutt fjölda mála fyrir dómi, þar á meðal vandasöm mál fyrir Landsrétti og Hæstarétti í núverandi starfi sínu, en hún öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti árið 2017. Þetta kemur fram í umsögn dómnefndar. Héraðsdómur Reykjaness hefur aðsetur í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Af öðrum störfum má nefna að María var skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu á árunum 2000 til 2002 og síðan árin 2003 til 2016 forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands, jafnframt því sem hún var forstöðumaður Mannréttindastofnunar HÍ 2005 til 2016 og gegndi starfi skrifstofustjóra lagadeildar 2005 til 2007. Ennfremur var hún formaður eftirlitsnefndar með fjárhagslegri endurskipulagningu heimila og fyrirtækja árin 2009 til 2012. Einnig hefur hún verið stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skipuðu Eiríkur Tómasson, formaður, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir. Dómstólar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Þetta er niðurstaða dómnefndar um hæfni umsækjenda um embætti dómara sem hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur. en sjö umsóknir um hið síðarnefnda. Bæði voru auglýst voru laus til umsóknar þann 9. júlí síðastliðinn en greint er frá þessu á vef Stjórnarráðsins. Alls bárust níu umsóknir um fyrrnefnda embættið en auk Sigríðar og Maríu sóttu eftirfarandi um: Björn Þorvaldsson saksóknari, Bryndís Guðmundsdóttir lögmaður, Margrét Gunnlaugsdóttir lögmaður, Nanna Magnadóttir, formaður úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála, Sigurður Jónsson lögmaður, Súsanna Björg Fróðadóttir aðstoðarsaksóknari og Valborg Steingrímsdóttir sviðsstjóri. Allir framangreindir umsækjendur sóttu jafnframt um embætti dómara við Héraðsdóm Reykjaness að Sigríði undanskilinni. Setið í nefnd um úrbætur á löggjöf á sviði tjáningarfrelsis Sigríður Rut Júlíusdóttir hefur um 20 ára skeið starfað sem lögmaður og lengst af verið einn af eigendum lögmannstofu sem hún stofnaði ásamt öðrum árið 2002. Fram kemur í umsögn dómnefndar að á þessum tíma hafi hún flutt fjölda viðamikilla mála fyrir dómi, þar á meðal fyrri Hæstarétti og Landsrétti. Hún öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti árið 2007. Af öðrum störfum má nefna að hún hefur setið í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur frá árinu 2016. Héraðsdómur Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Einnig hefur Sigríður setið í höfundaréttarnefnd og höfundaréttarráði frá árinu 2006 og átti sæti í laganefndi Lögmannsfélags Íslands á árunum 2006 til 2008. Árið 2018 var hún skipuð í nefnd um úrbætur á löggjöf á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsins sem skilaði af sér fjölmörgum lagafrumvörpum. Hún lauk meistaraprófi í lögum frá Stanford-háskóla árið 2011 og hefur sinnt stundarkennslu meðal annars við lagadeild Háskólans í Reykjavík og Háskólann á Bifröst. Einnig hefur hún ritað um lögfræði á opinberum vettvangi. Var forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands María Thejll hefur í nær þrettán ár starfað sem lögmaður, þar af frá árinu 2017 hjá embætti ríkislögmanns. Hún hefur flutt fjölda mála fyrir dómi, þar á meðal vandasöm mál fyrir Landsrétti og Hæstarétti í núverandi starfi sínu, en hún öðlaðist réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti árið 2017. Þetta kemur fram í umsögn dómnefndar. Héraðsdómur Reykjaness hefur aðsetur í Hafnarfirði.Vísir/Vilhelm Af öðrum störfum má nefna að María var skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu á árunum 2000 til 2002 og síðan árin 2003 til 2016 forstöðumaður Lagastofnunar Háskóla Íslands, jafnframt því sem hún var forstöðumaður Mannréttindastofnunar HÍ 2005 til 2016 og gegndi starfi skrifstofustjóra lagadeildar 2005 til 2007. Ennfremur var hún formaður eftirlitsnefndar með fjárhagslegri endurskipulagningu heimila og fyrirtækja árin 2009 til 2012. Einnig hefur hún verið stundakennari við lagadeild Háskóla Íslands. Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara skipuðu Eiríkur Tómasson, formaður, Kristín Benediktsdóttir, Óskar Sigurðsson, Ragnheiður Harðardóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir.
Dómstólar Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira