Náðu sátt í máli gegn konu erindreka sem varð unglingi að bana Kjartan Kjartansson skrifar 21. september 2021 15:35 Charlotte Charles, móðir Harry Dunn, og Bruce Charles, stjúpfaðir hans, við dómsmálaráðuneyti Bretlands. Bresk stjórnvöld hafa ítrekað tekið upp dauða sonar þeirra við bandaríska ráðamenn. Vísir/Getty Fjölskylda Harry Dunn sem lét lífið þegar eiginkona bandarísks erindreka ók hann niður árið 2019 hefur náð sátt í einkamáli sínu gegn konunni vestanhafs. Málið gæti enn endað á borði dómstóla sem sakamál. Anne Sacoolas, eiginkona erindreka sem starfaði við bandaríska herstöð í Northampton-skíri yfirgaf Bretland skömmu eftir að hún ók bíl sínum á Dunn sem var á mótorhjóli. Hún bar fyrir sig friðhelgi sem erlendir erindrekar njóta gegn saksókn. Talið er að Sacoolas hafi verið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Dunn og olli dauða hans. Dunn var nítján ára gamall. Sacoolas var ákærð í Bretlandi en bandarísk stjórnvöld neituðu að framselja hana. Lögmaður hennar sagði í fyrra að hún myndi heldur ekki snúa sjálfviljug aftur til Bretlands til að svara til saka fyrir það sem hann kallaði „hræðilegt en óviljandi“ slys. Breska ríkisstjórnin hefur talað máli Dunn-fjölskyldunnar í málinu og ræddi Liz Truss, nýr utanríkisráðherra Bretlands, það meðal annars á fundi með Antony Blinke, bandaríska starfsbróður hennar, í gær. Nú segir lögmaður Dunn-fjölskyldunnar að sátt hafi náðst í miskabótamáli hennar gegn Sacoolas. Reuters-fréttastofan segir að lögmaðurinn hafi ekki veitt frekari upplýsingar um efni sáttarinnar. Mögulegt er að sakamál verði höfðað á hendur Sacoolas. Dominic Raab, þáverandi utanríkisráðherra Bretlands, sagði að til skoðunar væri hvort að bresk yfirvöld gætu réttað yfir Sacoolas í gegnum fjarfundartækni eða með öðrum hætti svo að fjölskylda Dunn gæti náð fram einhvers konar réttlæti vegna dauða sonar síns. „Fjölskyldunni finnst að hún geti nú snúið sér að sakamálinu og langþráðri rannsókn á dauða Harrys sem fylgir sakamálinu,“ hefur AP-fréttastofan eftir Radd Seiger, lögmanni Dunn-fjölskyldunnar. Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15 Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32 Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. 16. október 2019 14:40 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Anne Sacoolas, eiginkona erindreka sem starfaði við bandaríska herstöð í Northampton-skíri yfirgaf Bretland skömmu eftir að hún ók bíl sínum á Dunn sem var á mótorhjóli. Hún bar fyrir sig friðhelgi sem erlendir erindrekar njóta gegn saksókn. Talið er að Sacoolas hafi verið á röngum vegarhelmingi þegar hún ók á Dunn og olli dauða hans. Dunn var nítján ára gamall. Sacoolas var ákærð í Bretlandi en bandarísk stjórnvöld neituðu að framselja hana. Lögmaður hennar sagði í fyrra að hún myndi heldur ekki snúa sjálfviljug aftur til Bretlands til að svara til saka fyrir það sem hann kallaði „hræðilegt en óviljandi“ slys. Breska ríkisstjórnin hefur talað máli Dunn-fjölskyldunnar í málinu og ræddi Liz Truss, nýr utanríkisráðherra Bretlands, það meðal annars á fundi með Antony Blinke, bandaríska starfsbróður hennar, í gær. Nú segir lögmaður Dunn-fjölskyldunnar að sátt hafi náðst í miskabótamáli hennar gegn Sacoolas. Reuters-fréttastofan segir að lögmaðurinn hafi ekki veitt frekari upplýsingar um efni sáttarinnar. Mögulegt er að sakamál verði höfðað á hendur Sacoolas. Dominic Raab, þáverandi utanríkisráðherra Bretlands, sagði að til skoðunar væri hvort að bresk yfirvöld gætu réttað yfir Sacoolas í gegnum fjarfundartækni eða með öðrum hætti svo að fjölskylda Dunn gæti náð fram einhvers konar réttlæti vegna dauða sonar síns. „Fjölskyldunni finnst að hún geti nú snúið sér að sakamálinu og langþráðri rannsókn á dauða Harrys sem fylgir sakamálinu,“ hefur AP-fréttastofan eftir Radd Seiger, lögmanni Dunn-fjölskyldunnar.
Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15 Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32 Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. 16. október 2019 14:40 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Jón undir feldi eins og Diljá Innlent Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Innlent Fleiri fréttir Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Sjá meira
Töpuðu máli um friðhelgi konu sem ók á son þeirra Charlotte Charles og Timm Dunn, foreldrar hins heitna Harry Dunn, hafa tapað dómsmáli þar sem þau reyndu að fá friðhelgi bandarískrar konu sem ók á son þeirra fellda niður. 24. nóvember 2020 11:15
Loka smugu sem gerði eiginkonu diplómata kleift að krefjast friðhelgi Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi um að loka smugu í reglum um friðhelgi erindreka sem gerði eiginkonu bandarísks starfsmanns herstöðvar í Englandi kleift að krefjast friðhelgi fyrir saksókn þegar hún olli banaslysi. 22. júlí 2020 13:32
Neituðu að hitta konuna sem sökuð er um að hafa banað syni þeirra Foreldrar nítján ára manns sem dó í bílslysi í Bretlandi höfnuðu óvæntu tilboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, að hitta konuna sem sökuð er um að hafa valdið dauða sonar þeirra. 16. október 2019 14:40