Fjórum Íslendingum boðið á CrossFit mót í eyðimörkinni rétt fyrir jólin Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2021 08:31 Sara Sigmundsdóttir hefur ekkert keppt síðan að hún sleit krossband í mars en hún fékk boð á mótið. Instagram/@dxbfitnesschamp Ísland á fjóra af þeim fjörutíu CrossFit keppendum sem fengu eftirsótt boð að taka þátt í Dubai CrossFit Championship í desember. Dubai CrossFit Championship fer nú fram á ný en ekki var keppt á þessu árlega stórmóti í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Instagram/@dxbfitnesschamp Björgvin Karl Guðmundsson er sá eini af íslensku körlunum sem fékk boð en hjá konum var þremur boðið eða þeim Anníe Mist Þórisdóttur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og svo Söru Sigmundsdóttur. Það er heiður að vera boðið á þetta glæsilega mót sem fer fram í eyðimörkinni í Dúbaí 16 til 18. desember næstkomandi. Aðeins besta CrossFit fólks heims fékk nefnilega boð á mótið. Mótið er boðsmót og því gat enginn unnið sér þátttökurétt á mótinu í ár en mótið hefur oft verið sambland af boðsgestum og fólki sem fer í gegnum sérstaka undankeppni. Þá hefur mótið verið minnkað úr fjögurra daga keppni í þriggja daga keppni. Mótið fer ekki aðeins fram á mjög sérstökum stað í eyðimörkinni heldur er verðlaunaféð með því besta sem sést. Sigurvegarinn fær fimmtíu þúsund Bandaríkjadali í ár eða 6,5 milljónir íslenskra króna og annað sætið gefið þrjátíu þúsund dali eða 3,9 milljónir íslenskra króna. Instagram/@dxbfitnesschamp Keppendurnir eiga hins vegar eftir að staðfesta þátttöku sína. Það kallar á langt ferðalag og keppendurnir þurfa að mæta helst viku fyrir keppni til að venjast tímamismuninum. Í hópnum er síðan Sara Sigmundsdóttir. Sara, sem vann mótið þegar það fór fram síðast í árslok 2019, en hún missti af öllu síðasta tímabili vegna krossbandsslits. Sara fór í aðgerð um miðjan apríl og það verður að teljast frekar ólíklegt að hún sé klár í keppni í desember eða aðeins átta mánuðum síðan. Anníe Mist og Katrín Tanja munu eins og Björgvin Karl keppa á Rogue Invitational sem fer fram í Austin í Texas fylki í Bandaríkjunum í lok október. Það verður því fróðlegt að sjá það hvort íslenska CrossFit fólkið staðfestir þátttöku sína á næstu dögum sem og hvernig lokahópurinn mun líta út. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp) CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Er svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Sjá meira
Dubai CrossFit Championship fer nú fram á ný en ekki var keppt á þessu árlega stórmóti í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins. Instagram/@dxbfitnesschamp Björgvin Karl Guðmundsson er sá eini af íslensku körlunum sem fékk boð en hjá konum var þremur boðið eða þeim Anníe Mist Þórisdóttur, Katrínu Tönju Davíðsdóttur og svo Söru Sigmundsdóttur. Það er heiður að vera boðið á þetta glæsilega mót sem fer fram í eyðimörkinni í Dúbaí 16 til 18. desember næstkomandi. Aðeins besta CrossFit fólks heims fékk nefnilega boð á mótið. Mótið er boðsmót og því gat enginn unnið sér þátttökurétt á mótinu í ár en mótið hefur oft verið sambland af boðsgestum og fólki sem fer í gegnum sérstaka undankeppni. Þá hefur mótið verið minnkað úr fjögurra daga keppni í þriggja daga keppni. Mótið fer ekki aðeins fram á mjög sérstökum stað í eyðimörkinni heldur er verðlaunaféð með því besta sem sést. Sigurvegarinn fær fimmtíu þúsund Bandaríkjadali í ár eða 6,5 milljónir íslenskra króna og annað sætið gefið þrjátíu þúsund dali eða 3,9 milljónir íslenskra króna. Instagram/@dxbfitnesschamp Keppendurnir eiga hins vegar eftir að staðfesta þátttöku sína. Það kallar á langt ferðalag og keppendurnir þurfa að mæta helst viku fyrir keppni til að venjast tímamismuninum. Í hópnum er síðan Sara Sigmundsdóttir. Sara, sem vann mótið þegar það fór fram síðast í árslok 2019, en hún missti af öllu síðasta tímabili vegna krossbandsslits. Sara fór í aðgerð um miðjan apríl og það verður að teljast frekar ólíklegt að hún sé klár í keppni í desember eða aðeins átta mánuðum síðan. Anníe Mist og Katrín Tanja munu eins og Björgvin Karl keppa á Rogue Invitational sem fer fram í Austin í Texas fylki í Bandaríkjunum í lok október. Það verður því fróðlegt að sjá það hvort íslenska CrossFit fólkið staðfestir þátttöku sína á næstu dögum sem og hvernig lokahópurinn mun líta út. View this post on Instagram A post shared by Dubai CrossFit® Championship (@dxbfitnesschamp)
CrossFit Mest lesið Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sport Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Sport Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Íslenski boltinn Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Handbolti Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins Fótbolti Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum Handbolti „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Handbolti „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu frábærar vörslur Sommers: „Er svo góður í að lesa hvert þeir eru að fara að skjóta“ Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Bauð fimm kíló af signum fiski í skiptum fyrir miða á leikinn gegn Tottenham Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Utan vallar: Hinn ódrepandi og undrabarnið Lífsferill íþróttamannsins: Eftirlifendurnir Trump vissi ekki af banni Rússa en segir það geta verið hvatningu Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Ótrúlega mikill heiður“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Harmleikur á Bretlandi: „Hann var frábær faðir“ Sjáðu mörkin og Hödda Magg missa sig yfir besta einvígi ársins „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Bjuggust alls ekki við þessu af Bergrós: „Hún var alveg ótrúleg“ Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Sjá meira