Einhleypan: Ekki hægt að vera alltaf á hliðarlínunni Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. september 2021 10:57 Hann segist verða rómantískari með árunum, er að mestu A - týpa og er ekki á stefnumótaforritum. Alex Þór er Einhleypa vikunnar. Hann er rétt liðlega þrítugur, kann að meta alvöru iðnaðarbolla og breytist í Marvin Gaye þegar hann er að keyra. Alex Freyr Þórsson er Einhleypa vikunnar. Það er nóg að gera hjá Alex þessa dagana sem segist þó vera tilbúinn í að fara að taka sér tíma í að leita að ástinni og fara á stefnumót. „Ég er hress að eðlisfari og hef einstaklega gaman að því að gera eitthvað skemmtilegt með vinum og vandamönnum, “ segir Alex sem starfar sem viðskiptastjóri hjá Valitor. „Einnig er ég að taka íbúðina mína í gegn svo að ég er á bólakafi í framkvæmdum.“ Hvernig hefur það verið að vera einhleypur á þessum tímum faraldurs, hefur eitthvað verið farið á stefnumót? „Það er svo sem ekkert að því að vera á lausu á þessum tímum en ég hef nú ekkert verið að skella mér á stefnumót. Þetta er allt í vinnslu.“ Það er ekki hægt að vera alltaf á hliðarlínunni. Hér fyrir neðan svarar Alex spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Sjálfsævisaga Alex myndi bera nafnið Ég er til, þar sem hann segist næstum alltaf vera til í eitthvað skemmtilegt og ný ævintýri. Nafn? Alex Freyr Þórsson. Gælunafn eða hliðarsjálf? Það fer eiginlega eftir því hvaða vin ég er að tala við, þau eru mörg. Eitt flaug aðeins létt af stað en það var Lexi Lyfta. Það átti að vera eitthvað sem tengdist ræktinni á þeim tíma en menn héldu að ég hafi dúsað fastur í lyftu í fleiri klukkustundir. Það þurfti að„ rebrand-a“ það strax Aldur í árum? 31 ár. Aldur í anda? 31+/-5 ár. Menntun? MS í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ætli það væri ekki „Ég er til“. Því það er algengasta svarið þegar ég spurður að því hvort ég sé til í að gera eitthvað og þannig byrja ævintýrin. Guilty pleasure kvikmynd? Desperado með Antonio Banderas. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Cameron Diaz náði einhverjum heljartökum á mér þegar ég var gutti. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já, það kemur fyrir þegar maður er kominn á kaf í skemmtilegar sögur. Syngur þú í sturtu? Kemur fyrir þegar maður er í góðum gír en ég breytist hins vegar í Marvin Gaye þegar ég loka bílhurðinni. Uppáhaldsappið þitt? Það stendur ekkert eitt upp úr, þetta er allt sami grauturinn. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? Ekki eins og er, en það er breytilegt. Alex er 31 árs og starfar sem viðskiptastjóri hjá Valitor. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Hress, metnaðargjarn, góður vinur. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Eins og ég. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Þeir þrír persónueiginleikar sem vega hvað mest hjá mér eru traust, hressleiki og metnaður. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Mér finnst hundleiðinlegt að hlusta á króníska kvartara, neikvæðni og fordóma. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Ég væri höfrungur. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég tæki Winston Churchill, Diego Maradona og svo Dag Jóhannsson. Dag til að þýða fyrir mig argentískuna hjá Diego og fá Churchill til að fara með nokkrar ræður frá seinni heimsstyrjöldinni. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég breytist í töframann þegar ég stend fyrir framan Weberinn. Skemmtilegast finnst Alex að skellihlæja í Barcelona og skemmta sér með góðum vinum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Skellihlæja í Barcelona með góðum vinum. Annars er það útivera, hreyfing og að elda góðan mat. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Klárlega að bíða, ég þoli ekki að bíða. Ertu A eða B týpa? 80% A týpa og 20% B. Hvernig viltu eggin þín? Miðlungssoðin. Hvernig viltu kaffið þitt? Ég kann að meta alvöru iðnaðarbolla. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Staði sem hægt er að spjalla á en samt mikið fjör. Hef laumast á Kalda og Irish Pub þegar þegar ég fer út á lífið. Ertu rómantísk/rómantískur? Ætli maður sé ekki að rjómast aðeins meira upp með árunum. Nú langar manni að tríta og hafa það huggulegt. Draumastefnumótið? Bara eitthvað huggulegt í afslöppuðu umhverfi eins og göngutúr eða borða góðan mat og spjalla. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Það eru nú ansi margir söngtextar sem ég hef sungið vitlaust í gegnum tíðina en mér dettur ekkert svæsið tilfelli í huga. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Turning Point: 9/11 and the War on Terror sem eru á Flixinu. Hvaða bók lastu síðast? Greenlights eftir höfðingjann Matthew McConaughey Hvað er Ást? Tilfinning sem er ekki hægt að þvinga fram, hún verður að koma náttúrulega. Alex á góðri stund með fjölskyldunni sinni. Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Ekkert heillandi við mann sem öskrar á sjónvarpið „Ég hef aldrei talið mig rómantíska en síðustu ár þá hef ég komist að því að ég er laumu rómantísk,“ segir sminkan og hárgreiðslumeistarinn Hafdís Kristín Lárusdóttir. 20. september 2021 20:43 Stefnumótaforrit hafi ekki góð áhrif á líðan fólks Roði í kinnum, stjörnur í augum, blik í auga, krúttlegt feimnisbros og koss.Hvað sérðu fyrir þér? 20. september 2021 13:00 Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu „Lífið breytist auðvitað en mér líður eins og mér leið áður en ég eignaðist börnin,“ segir listakonan og ilmvatnshönnuðurinn Andrea Maack í viðtali við Makamál. 19. september 2021 12:24 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Það er nóg að gera hjá Alex þessa dagana sem segist þó vera tilbúinn í að fara að taka sér tíma í að leita að ástinni og fara á stefnumót. „Ég er hress að eðlisfari og hef einstaklega gaman að því að gera eitthvað skemmtilegt með vinum og vandamönnum, “ segir Alex sem starfar sem viðskiptastjóri hjá Valitor. „Einnig er ég að taka íbúðina mína í gegn svo að ég er á bólakafi í framkvæmdum.“ Hvernig hefur það verið að vera einhleypur á þessum tímum faraldurs, hefur eitthvað verið farið á stefnumót? „Það er svo sem ekkert að því að vera á lausu á þessum tímum en ég hef nú ekkert verið að skella mér á stefnumót. Þetta er allt í vinnslu.“ Það er ekki hægt að vera alltaf á hliðarlínunni. Hér fyrir neðan svarar Alex spurningum í viðtalsliðnum Einhleypan. Sjálfsævisaga Alex myndi bera nafnið Ég er til, þar sem hann segist næstum alltaf vera til í eitthvað skemmtilegt og ný ævintýri. Nafn? Alex Freyr Þórsson. Gælunafn eða hliðarsjálf? Það fer eiginlega eftir því hvaða vin ég er að tala við, þau eru mörg. Eitt flaug aðeins létt af stað en það var Lexi Lyfta. Það átti að vera eitthvað sem tengdist ræktinni á þeim tíma en menn héldu að ég hafi dúsað fastur í lyftu í fleiri klukkustundir. Það þurfti að„ rebrand-a“ það strax Aldur í árum? 31 ár. Aldur í anda? 31+/-5 ár. Menntun? MS í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands. Hvað myndi sjálfsævisagan þín heita? Ætli það væri ekki „Ég er til“. Því það er algengasta svarið þegar ég spurður að því hvort ég sé til í að gera eitthvað og þannig byrja ævintýrin. Guilty pleasure kvikmynd? Desperado með Antonio Banderas. Varstu skotinn í einhverjum frægum þegar þú varst yngri? Cameron Diaz náði einhverjum heljartökum á mér þegar ég var gutti. Talar þú stundum um þig í þriðju persónu? Já, það kemur fyrir þegar maður er kominn á kaf í skemmtilegar sögur. Syngur þú í sturtu? Kemur fyrir þegar maður er í góðum gír en ég breytist hins vegar í Marvin Gaye þegar ég loka bílhurðinni. Uppáhaldsappið þitt? Það stendur ekkert eitt upp úr, þetta er allt sami grauturinn. Ertu á einhverjum stefnumótaforritum? Ekki eins og er, en það er breytilegt. Alex er 31 árs og starfar sem viðskiptastjóri hjá Valitor. Hvernig myndir þú lýsa þér í þremur orðum? Hress, metnaðargjarn, góður vinur. Hvernig myndu vinir þínir lýsa þér í þremur orðum? Eins og ég. Hvaða persónueiginleikar finnast þér heillandi? Þeir þrír persónueiginleikar sem vega hvað mest hjá mér eru traust, hressleiki og metnaður. Hvaða persónueiginleikar finnast þér aldeilis ekki heillandi? Mér finnst hundleiðinlegt að hlusta á króníska kvartara, neikvæðni og fordóma. Hvaða dýr værir þú ef þú værir dýr? Ég væri höfrungur. Ef þú mættir velja einhverja þrjá einstaklinga úr sögunni (lífs eða liðna) til að bjóða í kvöldmat og spjall, hverja myndir þú velja? Ég tæki Winston Churchill, Diego Maradona og svo Dag Jóhannsson. Dag til að þýða fyrir mig argentískuna hjá Diego og fá Churchill til að fara með nokkrar ræður frá seinni heimsstyrjöldinni. Býrðu yfir einhverjum leyndum hæfileikum? Ég breytist í töframann þegar ég stend fyrir framan Weberinn. Skemmtilegast finnst Alex að skellihlæja í Barcelona og skemmta sér með góðum vinum. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera? Skellihlæja í Barcelona með góðum vinum. Annars er það útivera, hreyfing og að elda góðan mat. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Klárlega að bíða, ég þoli ekki að bíða. Ertu A eða B týpa? 80% A týpa og 20% B. Hvernig viltu eggin þín? Miðlungssoðin. Hvernig viltu kaffið þitt? Ég kann að meta alvöru iðnaðarbolla. Þegar þú ferð út að skemmta þér, á hvaða staði ferðu? Staði sem hægt er að spjalla á en samt mikið fjör. Hef laumast á Kalda og Irish Pub þegar þegar ég fer út á lífið. Ertu rómantísk/rómantískur? Ætli maður sé ekki að rjómast aðeins meira upp með árunum. Nú langar manni að tríta og hafa það huggulegt. Draumastefnumótið? Bara eitthvað huggulegt í afslöppuðu umhverfi eins og göngutúr eða borða góðan mat og spjalla. Einhver söngtexti sem þú hefur sungið vitlaust? Það eru nú ansi margir söngtextar sem ég hef sungið vitlaust í gegnum tíðina en mér dettur ekkert svæsið tilfelli í huga. Hvað horfðir þú á síðast í sjónvarpinu? Turning Point: 9/11 and the War on Terror sem eru á Flixinu. Hvaða bók lastu síðast? Greenlights eftir höfðingjann Matthew McConaughey Hvað er Ást? Tilfinning sem er ekki hægt að þvinga fram, hún verður að koma náttúrulega. Alex á góðri stund með fjölskyldunni sinni.
Einhleypan Ástin og lífið Tengdar fréttir Ekkert heillandi við mann sem öskrar á sjónvarpið „Ég hef aldrei talið mig rómantíska en síðustu ár þá hef ég komist að því að ég er laumu rómantísk,“ segir sminkan og hárgreiðslumeistarinn Hafdís Kristín Lárusdóttir. 20. september 2021 20:43 Stefnumótaforrit hafi ekki góð áhrif á líðan fólks Roði í kinnum, stjörnur í augum, blik í auga, krúttlegt feimnisbros og koss.Hvað sérðu fyrir þér? 20. september 2021 13:00 Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu „Lífið breytist auðvitað en mér líður eins og mér leið áður en ég eignaðist börnin,“ segir listakonan og ilmvatnshönnuðurinn Andrea Maack í viðtali við Makamál. 19. september 2021 12:24 Mest lesið Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu Makamál Fullorðinssýning með blautum húmor, beru holdi og fullt af töfrabrögðum Makamál Móðurmál: Líkaminn gleymir og samsærið gengur upp Makamál Viltu gifast Beta? Makamál Hrotur geti valdið heyrnaskaða og miklum vandamálum í sambandinu Makamál Fleiri fréttir „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Móðurmál: Tvær óvæntar þunganir eftir óútskýrða ófrjósemi Einhleypan: „Veit ekki hvort ég kunni ekki að skammast mín“ Sjá meira
Ekkert heillandi við mann sem öskrar á sjónvarpið „Ég hef aldrei talið mig rómantíska en síðustu ár þá hef ég komist að því að ég er laumu rómantísk,“ segir sminkan og hárgreiðslumeistarinn Hafdís Kristín Lárusdóttir. 20. september 2021 20:43
Stefnumótaforrit hafi ekki góð áhrif á líðan fólks Roði í kinnum, stjörnur í augum, blik í auga, krúttlegt feimnisbros og koss.Hvað sérðu fyrir þér? 20. september 2021 13:00
Bjóst ekki við því að fá að upplifa aðra meðgöngu „Lífið breytist auðvitað en mér líður eins og mér leið áður en ég eignaðist börnin,“ segir listakonan og ilmvatnshönnuðurinn Andrea Maack í viðtali við Makamál. 19. september 2021 12:24