Skotið á aðstoðarmann Úkraínuforseta Kjartan Kjartansson skrifar 22. september 2021 11:21 Serhiy Shefir sést hér standa fyrir aftan Volodýmýr Zelenskíj, forseta, (lengst til hægri) í september árið 2019. Vísir/Getty Ökumaður bifreiðar nánasta ráðgjafa forseta Úkraínu særðist þegar skotið var á bílinn í morgun. Ráðgjafinn slapp ómeiddur en úkraínskir embættismenn lýsa árásinni sem morðtilræði. Skotið var á bíl Serhij Shefir, ráðgjafa Volodýmýrs Zelenskíj forseta, nærri þorpinu Lesnyky um fimm kílómetra austan við höfuðborgina Kænugarð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögregla segir að fleiri en tíu byssukúlum hafi verið skotið á bílinn og að grunur leiki á að um tilraun til morðs að yfirlögðu ráði hafi verið að ræða. Fjölmiðlar á staðnum segjast hafa talið nítján göt eftir byssukúlur á bifreiðinni. Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar til þessa. Zelenskíj forseti er sjálfur staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Talsmenn embættisins segja að forsetinn hafi verið upplýstur um atburðina og að hann ætli sér að tjá sig bráðlega. Mykhailo Podoljak, ráðgjafi forsetans, segist telja að morðtilræðið megi rekja til glímu Zelenskíj við valdamikla auðkýfinga sem jafnan eru nefndir olígarkar. Hann fullyrti að sjálfvirk vopn hefðu verið notuð við skotárásina. Úkraínska þingið fjallar um frumvarp forsetans sem er ætlað að draga úr völdum olígarkanna í landinu í þessari viku. Úkraína Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Skotið var á bíl Serhij Shefir, ráðgjafa Volodýmýrs Zelenskíj forseta, nærri þorpinu Lesnyky um fimm kílómetra austan við höfuðborgina Kænugarð, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Lögregla segir að fleiri en tíu byssukúlum hafi verið skotið á bílinn og að grunur leiki á að um tilraun til morðs að yfirlögðu ráði hafi verið að ræða. Fjölmiðlar á staðnum segjast hafa talið nítján göt eftir byssukúlur á bifreiðinni. Enginn hefur verið handtekinn vegna árásarinnar til þessa. Zelenskíj forseti er sjálfur staddur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í New York. Talsmenn embættisins segja að forsetinn hafi verið upplýstur um atburðina og að hann ætli sér að tjá sig bráðlega. Mykhailo Podoljak, ráðgjafi forsetans, segist telja að morðtilræðið megi rekja til glímu Zelenskíj við valdamikla auðkýfinga sem jafnan eru nefndir olígarkar. Hann fullyrti að sjálfvirk vopn hefðu verið notuð við skotárásina. Úkraínska þingið fjallar um frumvarp forsetans sem er ætlað að draga úr völdum olígarkanna í landinu í þessari viku.
Úkraína Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira