Bótakröfur upp á tugi milljóna í Rauðagerðismálinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 23. september 2021 11:18 Þóranna Helga Gunnarsdóttir lýsti í Kompás í vetur þeim áhrifum sem morðið hefði haft á fjölskylduna. Vísir/vilhelm Réttargæslumaður Þórönnu Helgu Gunnarsdóttur, ekkju Armando Beqirai, tveggja barna þeirra og foreldra Armandos fór fram á tæplega 70 milljónir króna í bótagreiðslu frá sakborningum í Rauðagerðismálinu. Ýmist er um miskabótakröfur að ræða eða kröfur vegna missis á framfærslu. Munnlegur málflutningur í málinu stendur yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari fer fram á 16-20 ára fangelsi yfir Angjelin Sterkaj fyrir að ráða Armando bana laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðið. Réttargæslumaður Þórönnu Helgu lýsti bótakröfu fjölskyldunnar fyrir dómi í dag. Krafist er fimm milljóna króna í miskabætur til handa Þórönnu auk 26 milljóna króna vegna missis á framfærslu. Krafist er fimm milljóna í miskabætur til handa ungs sonar Armando og sjö milljóna vegna framfærslu missis sonarins. Þá er gerð krafa um fimm milljónir í miskabætur og átta vegna missis á framfærslu fyrir nýfædda dóttur þeirra. Þá er sömuleiðis gerð krafa um fimm milljóna króna bótagreiðslu fyrir föður Armando annars vegar og móður hins vegar. Fram kom í máli réttargæslumannsins að morðið á Armando myndi hafa veruleg áhrif á son hans sem var aðeins sextán mánaða þegar faðir hans var myrtur. Hann hafi verið sviptur þeim rétti að fá að alast upp með föður sínum. Þetta muni án efa hafa með sér stórfelldan miska og verulegt tjón sem muni hafa alvarleg áhrif á allt hans æviskeið. Dóttir þeirra hjóna kom í heiminn í lok maí. Með morðinu hafi hún verið svipt þeim grundvallarrétti að fá að kynnast og alast upp með föður sínum. Það muni fela í sér gífurlegan miska og verulegt tjón fyrir stúlkuna. Rætt var við Þórönnu Helgu í Kompás nokkrum vikum eftir morðið. Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Farið fram á 16 til 20 ára dóm: „Hrein og klár aftaka“ Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin Sterkaj verði dæmdur til 16 til 20 ára fangelsisvistar. 23. september 2021 10:35 Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. 17. september 2021 18:56 Faldi sig inni í herbergi af ótta við Angjelin Spænskur vinur Antons Kristins Þórarinssonar segist hafa verið hræddur við Angjelin Sterkaj. Hann hefði falið sig inni í herbergi í íbúð þangað sem Angjelin mætti daginn eftir morðið, af ótta við Angjelin. 16. september 2021 11:21 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Munnlegur málflutningur í málinu stendur yfir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari fer fram á 16-20 ára fangelsi yfir Angjelin Sterkaj fyrir að ráða Armando bana laugardagskvöldið 13. febrúar síðastliðið. Réttargæslumaður Þórönnu Helgu lýsti bótakröfu fjölskyldunnar fyrir dómi í dag. Krafist er fimm milljóna króna í miskabætur til handa Þórönnu auk 26 milljóna króna vegna missis á framfærslu. Krafist er fimm milljóna í miskabætur til handa ungs sonar Armando og sjö milljóna vegna framfærslu missis sonarins. Þá er gerð krafa um fimm milljónir í miskabætur og átta vegna missis á framfærslu fyrir nýfædda dóttur þeirra. Þá er sömuleiðis gerð krafa um fimm milljóna króna bótagreiðslu fyrir föður Armando annars vegar og móður hins vegar. Fram kom í máli réttargæslumannsins að morðið á Armando myndi hafa veruleg áhrif á son hans sem var aðeins sextán mánaða þegar faðir hans var myrtur. Hann hafi verið sviptur þeim rétti að fá að alast upp með föður sínum. Þetta muni án efa hafa með sér stórfelldan miska og verulegt tjón sem muni hafa alvarleg áhrif á allt hans æviskeið. Dóttir þeirra hjóna kom í heiminn í lok maí. Með morðinu hafi hún verið svipt þeim grundvallarrétti að fá að kynnast og alast upp með föður sínum. Það muni fela í sér gífurlegan miska og verulegt tjón fyrir stúlkuna. Rætt var við Þórönnu Helgu í Kompás nokkrum vikum eftir morðið.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Tengdar fréttir Farið fram á 16 til 20 ára dóm: „Hrein og klár aftaka“ Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin Sterkaj verði dæmdur til 16 til 20 ára fangelsisvistar. 23. september 2021 10:35 Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. 17. september 2021 18:56 Faldi sig inni í herbergi af ótta við Angjelin Spænskur vinur Antons Kristins Þórarinssonar segist hafa verið hræddur við Angjelin Sterkaj. Hann hefði falið sig inni í herbergi í íbúð þangað sem Angjelin mætti daginn eftir morðið, af ótta við Angjelin. 16. september 2021 11:21 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Sjá meira
Farið fram á 16 til 20 ára dóm: „Hrein og klár aftaka“ Síðasti dagur aðalmeðferðar í Rauðagerðismálinu svokallaða fer fram í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur. Ákæruvaldið hefur farið fram á að Angjelin Sterkaj verði dæmdur til 16 til 20 ára fangelsisvistar. 23. september 2021 10:35
Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði. 17. september 2021 18:56
Faldi sig inni í herbergi af ótta við Angjelin Spænskur vinur Antons Kristins Þórarinssonar segist hafa verið hræddur við Angjelin Sterkaj. Hann hefði falið sig inni í herbergi í íbúð þangað sem Angjelin mætti daginn eftir morðið, af ótta við Angjelin. 16. september 2021 11:21