Hefja söfnun fyrir nýrri kirkju í Grímsey Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. september 2021 13:35 Það er fátt sem stendur eftir af kirkjunni. Henning Henningsson. Grímseyingar komu saman í félagsheimili eyjunnar í gærkvöldi þar sem samþykkt var einróma að byggja nýja kirkju í svipaðri mynd og þeirri sem brann í vikunni. Hafin er söfnun til þess að fjármagna verkið. Miðgarðskirkja í Grímsey brann til grunna á svipstundu aðfaranótt miðvikudags og er lítið eftir nema grunnurinn og askan. Ómetanleg menningarverðmæti urðu eldinum að bráð en kirkjan var byggð árið 1867 og var öll hin glæsilegasta, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði neðst í fréttinni. Þeir Grímseyingar sem staddir eru í eyjunni komu saman á tilfinningaþrungnum fundi í gær þar sem samþykkt var að reisa ætti nýja kirkju. „Það var einróma samþykkt að viljinn væru að byggja nýja kirkju, að hafa kirkju í Grímsey, í svipuðum stíl og þessi gamla,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, formaður hverfisráðs Grímseyjar, í samtali við Vísi. Miðgarðakirkja í Grímsey var eitt helsta prýði eyjunnar.Minjastofnun Í tilkynningu frá Glæðum Grímsey, verkefni sem snýr að því að styrkja byggð í Grímsey, er bent á reikning kirkjunnar, þar sem tekið er við framlögum frá þeim sem vilja styrkja sóknina til byggingar nýrrar kirkju. Þar er jafnframt þakkað fyrir hlýjar kveðjur sem borist hafa Grímseyingum vegna brunans. „Við fengum kveðjur frá forstanum og víða af landinu. Við höfum fengið mjög góðar kveðjur og margar víðast hvar af landinu,“ segir Karen Nótt. Söfnunarreikningur Miðgarðskirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum Reikningur Miðgarðskirkju: 565-04-250731 Kennitala: 460269-2539 Meðfylgjandi myndband var sent út með tilkynningunni, en það var unnið af Einari Guðmanni og Gyðu Henningsdóttur í sumar. Þar má sjá að Miðgarðskirkja var hin glæsilegasta og tjónið nær ómetanlegt. Klippa: Miðgarðskirkja í allri sinni dýrð Grímsey Akureyri Kirkjubruni í Grímsey Tengdar fréttir „Gríðarlega mikilvægt fyrir þetta samfélag að endurreisa kirkjuna“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur sinn sé hjá Grímseyingum. Hún er viss um að það sé ríkur vilji allra flokka til styðja við bakið á þeim við að endurbyggja kirkjuna í eyjunni. 22. september 2021 12:06 Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
Miðgarðskirkja í Grímsey brann til grunna á svipstundu aðfaranótt miðvikudags og er lítið eftir nema grunnurinn og askan. Ómetanleg menningarverðmæti urðu eldinum að bráð en kirkjan var byggð árið 1867 og var öll hin glæsilegasta, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði neðst í fréttinni. Þeir Grímseyingar sem staddir eru í eyjunni komu saman á tilfinningaþrungnum fundi í gær þar sem samþykkt var að reisa ætti nýja kirkju. „Það var einróma samþykkt að viljinn væru að byggja nýja kirkju, að hafa kirkju í Grímsey, í svipuðum stíl og þessi gamla,“ segir Karen Nótt Halldórsdóttir, formaður hverfisráðs Grímseyjar, í samtali við Vísi. Miðgarðakirkja í Grímsey var eitt helsta prýði eyjunnar.Minjastofnun Í tilkynningu frá Glæðum Grímsey, verkefni sem snýr að því að styrkja byggð í Grímsey, er bent á reikning kirkjunnar, þar sem tekið er við framlögum frá þeim sem vilja styrkja sóknina til byggingar nýrrar kirkju. Þar er jafnframt þakkað fyrir hlýjar kveðjur sem borist hafa Grímseyingum vegna brunans. „Við fengum kveðjur frá forstanum og víða af landinu. Við höfum fengið mjög góðar kveðjur og margar víðast hvar af landinu,“ segir Karen Nótt. Söfnunarreikningur Miðgarðskirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum Reikningur Miðgarðskirkju: 565-04-250731 Kennitala: 460269-2539 Meðfylgjandi myndband var sent út með tilkynningunni, en það var unnið af Einari Guðmanni og Gyðu Henningsdóttur í sumar. Þar má sjá að Miðgarðskirkja var hin glæsilegasta og tjónið nær ómetanlegt. Klippa: Miðgarðskirkja í allri sinni dýrð
Söfnunarreikningur Miðgarðskirkju þar sem tekið er á móti frjálsum framlögum Reikningur Miðgarðskirkju: 565-04-250731 Kennitala: 460269-2539
Grímsey Akureyri Kirkjubruni í Grímsey Tengdar fréttir „Gríðarlega mikilvægt fyrir þetta samfélag að endurreisa kirkjuna“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur sinn sé hjá Grímseyingum. Hún er viss um að það sé ríkur vilji allra flokka til styðja við bakið á þeim við að endurbyggja kirkjuna í eyjunni. 22. september 2021 12:06 Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02 Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
„Gríðarlega mikilvægt fyrir þetta samfélag að endurreisa kirkjuna“ Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að hugur sinn sé hjá Grímseyingum. Hún er viss um að það sé ríkur vilji allra flokka til styðja við bakið á þeim við að endurbyggja kirkjuna í eyjunni. 22. september 2021 12:06
Bruninn í Grímsey: „Maður er bara hálfdofinn“ „Maður er bara hálfdofinn. Þetta er alls ekki eitthvað sem maður á von á,“ segir Henning Henningsson, annar slökkviliðsmanna í Grímsey, eftir að Miðgarðakirkja brann til kaldra kola í nótt. 22. september 2021 09:02
Grímseyjarkirkja brunnin til grunna Mikill eldur kviknaði í Grímseyjarkirkju í kvöld. Kirkjan er að mestu leyti brunnin til grunna, þegar þetta er skrifað. 22. september 2021 00:25