Aldrei fleiri kosið utankjörfundar í óvenjulegum kosningum Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2021 12:04 Utankjörfundaratkvæðagreiðsla í Smáralind. Vísir/vilhelm Aldrei hafa fleiri kosið utankjörfundar í alþingiskosningum en að þessu sinni. Í morgun höfðu 42.635 greitt atkvæði utankjörfundar á landsvísu, þar af tæplega 30 þúsund í Reykjavík. Yfirkjörstjórnir leggja nú lokahönd á undirbúning fyrir kjördag á morgun en kosningarnar í ár eru um margt óvenjulegar. Flestir kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið og verður í flestum tilfellum lokað klukkan tíu um kvöldið. Landsmenn geta flett upp hvar þeir skuli kjósa á vef Þjóðskrár með því að slá inn kennitölu sína í þar til gerðum reit. 1.282 eru í framboði í ár fyrir ellefu flokka og á kjörskrá eru tæplega 255 þúsund manns. Kjörstjórnir landsins hafa staðið í ströngu undanfarna daga við undirbúning. Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi.Aðsend Þórir Haraldsson formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi segir hátt í þrjú hundruð manns hafa komið að framkvæmdinni í ár. „Hér eru kjörstjórnir úti í kjördeildunum í sveitarfélögunum sem eru margreyndar í framkvæmd kosninga og þær eru klárar í slaginn. Við í yfirkjörstjórn höfum verið að undirbúa þetta okkar megin, þannig að þetta lítur allt saman bara vel út,“ segir Þórir. Þórir hefur komið að framkvæmd kosninga í um 25 ár. Hann segir kosningarnar í ár um margt frábrugðnar öðrum kosningum, einkum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Kjósendum í sóttkví eða einangrun er heimilt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstöðum. „Það hefur áhrif á undirbúning kosninganna alveg frá því að kosningalögunum var breytt á Alþingi. Til viðbótar við þetta koma álitamál um hvernig kjósendur geta gert fullnægjandi grein fyrir sér, nú eru komin stafræn skilríki sem þarf þá að staðreyna á kjörstað þannig að það er ýmislegt sem kemur nýtt upp á í þessum kosningum.“ Þórir væntir þess að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi verði kynntar um ellefuleytið, fljótlega eftir að kjörstöðum er lokað. Löng kosninganótt er þó líklega framundan; slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða, sem talin eru síðast, gætu hægt verulega á talningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Flestir kjörstaðir verða opnaðir klukkan níu í fyrramálið og verður í flestum tilfellum lokað klukkan tíu um kvöldið. Landsmenn geta flett upp hvar þeir skuli kjósa á vef Þjóðskrár með því að slá inn kennitölu sína í þar til gerðum reit. 1.282 eru í framboði í ár fyrir ellefu flokka og á kjörskrá eru tæplega 255 þúsund manns. Kjörstjórnir landsins hafa staðið í ströngu undanfarna daga við undirbúning. Þórir Haraldsson, formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi.Aðsend Þórir Haraldsson formaður yfirkjörstjórnar á Suðurlandi segir hátt í þrjú hundruð manns hafa komið að framkvæmdinni í ár. „Hér eru kjörstjórnir úti í kjördeildunum í sveitarfélögunum sem eru margreyndar í framkvæmd kosninga og þær eru klárar í slaginn. Við í yfirkjörstjórn höfum verið að undirbúa þetta okkar megin, þannig að þetta lítur allt saman bara vel út,“ segir Þórir. Þórir hefur komið að framkvæmd kosninga í um 25 ár. Hann segir kosningarnar í ár um margt frábrugðnar öðrum kosningum, einkum vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Kjósendum í sóttkví eða einangrun er heimilt að greiða atkvæði á sérstökum utankjörfundarstöðum. „Það hefur áhrif á undirbúning kosninganna alveg frá því að kosningalögunum var breytt á Alþingi. Til viðbótar við þetta koma álitamál um hvernig kjósendur geta gert fullnægjandi grein fyrir sér, nú eru komin stafræn skilríki sem þarf þá að staðreyna á kjörstað þannig að það er ýmislegt sem kemur nýtt upp á í þessum kosningum.“ Þórir væntir þess að fyrstu tölur úr Suðurkjördæmi verði kynntar um ellefuleytið, fljótlega eftir að kjörstöðum er lokað. Löng kosninganótt er þó líklega framundan; slæm veðurspá og sögulegur fjöldi utankjörfundaratkvæða, sem talin eru síðast, gætu hægt verulega á talningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingiskosningar 2021 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira