Framsóknarflokkurinn fær 25,6 prósent atkvæða og þrjá kjördæmakjörna þingmenn. Flokkurinn hlaut 14,3 prósent atkvæða í kosningunum 2017 og er því ljóst að um gríðarlega fylgisaukningu er að ræða.
Kjördæmakjörnir þingmenn Framsóknar í Norðausturkjördæmi eru Ingibjörg Ólöf Isaksen, Líneik Anna Sævarsdóttir og Þórarinn Ingi Pétursson.

Tveir Sjálfstæðismenn
Sjálfstæðisflokkurinn fær 18,5 prósent atkvæða og tvo þingmenn, þau Njáll Trausta Friðbertsson og Berglindi Ósk Guðmundsdóttur. Kristján Þór Júlíusson, leiddi lista Sjálfstæðisflokks í síðustu kosningum og var fyrsti þingmaður kjördæmisins, en flokkurinn var einnig með tvo þingmenn í kjördæminu eftir kosningarnar 2017.

Vinstri græn halda sínum tveimur þingmönnum - Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir er þriðji þingmaður kjördæmisins og Jódís Skúladóttir kemur inn sem jöfnunarþingmaður.
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, og Jakob Frímann Magnússon, oddviti Flokks fólksins, eru allir kjördæmakjörnir þingmenn í Norðausturkjördæmi.