Konur ekki lengur í meirihluta á Alþingi eftir endurtalningu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 26. september 2021 18:47 Þær Hólmfríður, Lenya og Rósa Björk detta út vegna breytinganna. Þegar lokatölur úr öllum kjördæmum í Alþingiskosningunum lágu fyrir í morgun var útlit fyrir að konur yrðu í meirihluta á Alþingi, í fyrsta sinn í sögunni. Eftir að endurtalning í Norðvesturkjördæmi breytti röðun jöfnunarþingmanna er sá meirihluti hins vegar að engu orðinn. Í kjördæminu höfðu atkvæði Viðreisnar verið oftalin um níu og atkvæði Miðflokksins um fimm. Þetta veldur því að fimm frambjóðendur, sem útlit var fyrir í morgun að yrðu þingmenn, detta út og aðrir fimm koma inn. Af þeim fimm sem detta út eru þrjár konur, og í þeirra stað koma þrír karlar. Fyrir þá tvo karlmenn sem detta út af þingi koma aðrir karlmenn inn. Í dag var útlit fyrir að konur á þingi yrðu 33 á móti 30 körlum. Nú hefur hlutfallið hins vegar snúist við, og á þingi taka sæti 33 karlar og 30 konur. Þetta hefði verið í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Konurnar þrjár sem detta út eru Hólmfríður Árnadóttir fyrir VG í Suðurkjördæmi, Lenya Rún Taha Karim fyrir Pírata í Reykjavík norður og Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrir Samfylkingu í Reykjavík suður. Hér að neðan má sjá hreyfingar á jöfnunarsætum eftir endurtalninguna í Norðausturkjördæmi: Guðmundur Gunnarsson fellur út sem jöfnunarmaður Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og í stað hans kemur Bergþór Ólason inn fyrir Miðflokkinn. Í Reykjavík norður fellur Lenya Rún Taha Karim út sem jöfnunarmaður Pírata og í hennar stað kemur Jóhann Páll Jóhannsson fyrir Samfylkinguna. Og þá dettur Rósa Björk Brynjólfsdóttir út sem jöfnunarmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Í Suðurkjördæmi dettur Hólmfríður Árnadóttir út sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna og Guðbrandur Einarsson kemur inn í hennar stað sem jöfnunarþingmaður Viðreisnar. Karl Gauti Hjaltason dettur þá út sem jöfnunarmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en það sæti tekur Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata. Jafnréttismál Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26. september 2021 13:37 Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Í kjördæminu höfðu atkvæði Viðreisnar verið oftalin um níu og atkvæði Miðflokksins um fimm. Þetta veldur því að fimm frambjóðendur, sem útlit var fyrir í morgun að yrðu þingmenn, detta út og aðrir fimm koma inn. Af þeim fimm sem detta út eru þrjár konur, og í þeirra stað koma þrír karlar. Fyrir þá tvo karlmenn sem detta út af þingi koma aðrir karlmenn inn. Í dag var útlit fyrir að konur á þingi yrðu 33 á móti 30 körlum. Nú hefur hlutfallið hins vegar snúist við, og á þingi taka sæti 33 karlar og 30 konur. Þetta hefði verið í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Konurnar þrjár sem detta út eru Hólmfríður Árnadóttir fyrir VG í Suðurkjördæmi, Lenya Rún Taha Karim fyrir Pírata í Reykjavík norður og Rósa Björk Brynjólfsdóttir fyrir Samfylkingu í Reykjavík suður. Hér að neðan má sjá hreyfingar á jöfnunarsætum eftir endurtalninguna í Norðausturkjördæmi: Guðmundur Gunnarsson fellur út sem jöfnunarmaður Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og í stað hans kemur Bergþór Ólason inn fyrir Miðflokkinn. Í Reykjavík norður fellur Lenya Rún Taha Karim út sem jöfnunarmaður Pírata og í hennar stað kemur Jóhann Páll Jóhannsson fyrir Samfylkinguna. Og þá dettur Rósa Björk Brynjólfsdóttir út sem jöfnunarmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Í Suðurkjördæmi dettur Hólmfríður Árnadóttir út sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna og Guðbrandur Einarsson kemur inn í hennar stað sem jöfnunarþingmaður Viðreisnar. Karl Gauti Hjaltason dettur þá út sem jöfnunarmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en það sæti tekur Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata.
Guðmundur Gunnarsson fellur út sem jöfnunarmaður Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi og í stað hans kemur Bergþór Ólason inn fyrir Miðflokkinn. Í Reykjavík norður fellur Lenya Rún Taha Karim út sem jöfnunarmaður Pírata og í hennar stað kemur Jóhann Páll Jóhannsson fyrir Samfylkinguna. Og þá dettur Rósa Björk Brynjólfsdóttir út sem jöfnunarmaður Samfylkingarinnar í Reykjavík Suður. Í hennar stað kemur Orri Páll Jóhannsson sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna. Í Suðurkjördæmi dettur Hólmfríður Árnadóttir út sem jöfnunarþingmaður Vinstri grænna og Guðbrandur Einarsson kemur inn í hennar stað sem jöfnunarþingmaður Viðreisnar. Karl Gauti Hjaltason dettur þá út sem jöfnunarmaður Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi en það sæti tekur Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata.
Jafnréttismál Alþingiskosningar 2021 Alþingi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Tengdar fréttir Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26. september 2021 13:37 Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Fleiri fréttir „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Sjá meira
Heimspressan fjallar um sögulegan sigur kvenna í kosningunum Erlendir fjölmiðlar hafa fjallað um Alþingiskosningarnar þar sem sérstaklega hefur verið einblínt á þá staðreynd að konur verði í fyrsta sinn í meirihluta á þingi. Með þessu verður Ísland fyrsta landið í sögu Evrópu til að verða með lýðræðislega kjörið þing þar sem konur eru í meirihluta. 26. september 2021 13:37
Konur í fyrsta sinn í meirihluta á þingi í Evrópu Konur eru nú í fyrsta sinn í sögunni í meirihluta á Alþingi Íslendinga. 33 konur voru kjörnar á þing í gær og 30 karlmaður. Í kosningunum 2017 voru 24 konur kjörnar á þing. Þetta er í fyrsta skipti í sögu Evrópu sem konur eru fleiri en karlar á lýðræðiskjörnu þingi. Svíar höfðu áður komist næst því með 47 prósenta hlut kvenna. 26. september 2021 10:19