Íhuga að kalla til hermenn til að aka olíuflutningabifreiðum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. september 2021 07:59 Hugmyndir til að leysa eldsneytisvandann verða lagðar fyrir forsætisráðherra í dag. epa/Michael Reynolds Stjórnvöld á Bretlandseyjum íhuga nú að kalla til hermenn til að koma eldsneyti á bensínstöðvar víðsvegar um landið, eftir að olíurisinn BP greindi frá því að skortur væri á þriðjungi stöðva sinna. Forsvarsmenn Petrol Retailers Association, sem tala fyrir 5.500 sjálfstæðar bensínstöðvar, segja 50 til 90 prósent sinna félagsmanna að verða uppiskroppa með eldsneyti og að innan tíðar verði sama staðan uppi hjá öðrum. Ráðamenn segja vandann sjálfskapaðan en fregnir af mögulegum skorti hafi gert það að verkum að neytendur hafi farið að hamstra eldsneyti hjá smásölum. Nóg sé til af olíu hjá birgjum en það sem hefur vantað eru ökumenn til að koma eldsneytinu á sölustaði. Boris Johnson forsætisráðherra er nú sagður íhuga að leysa vandann með áætluninni „Escalin“, sem var upprunalega smíðuð ef til þess kæmi að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið samingslaust. Áætlunin felur í sér að hermenn verði kallaðir til og látnir fylla það skarð sem myndast hefur í raðir ökumanna vöruflutningabifreiða. Samkvæmt Guardian mun þó taka allt að þrjár vikur að hrinda áætluninni af stað, þar sem sumir þeirra sem kalla eigi til séu uppteknir við önnur störf. Fleiri vandamál tengd mögulegum vöruskorti verða rædd á fundum ráðamanna í dag en þeir hafa meðal annars verið varaðir við því að skortur verði á kalkúnum fyrir jól, þar sem hertar reglur um fólksflutninga í kjölfar Brexit hefur gert það að verkum að skortur er á verkafólki til að sinna ýmsum nauðsynlegum störfum í matvælaframleiðslu. Bretland Brexit Tengdar fréttir Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Forsvarsmenn Petrol Retailers Association, sem tala fyrir 5.500 sjálfstæðar bensínstöðvar, segja 50 til 90 prósent sinna félagsmanna að verða uppiskroppa með eldsneyti og að innan tíðar verði sama staðan uppi hjá öðrum. Ráðamenn segja vandann sjálfskapaðan en fregnir af mögulegum skorti hafi gert það að verkum að neytendur hafi farið að hamstra eldsneyti hjá smásölum. Nóg sé til af olíu hjá birgjum en það sem hefur vantað eru ökumenn til að koma eldsneytinu á sölustaði. Boris Johnson forsætisráðherra er nú sagður íhuga að leysa vandann með áætluninni „Escalin“, sem var upprunalega smíðuð ef til þess kæmi að Bretland yfirgæfi Evrópusambandið samingslaust. Áætlunin felur í sér að hermenn verði kallaðir til og látnir fylla það skarð sem myndast hefur í raðir ökumanna vöruflutningabifreiða. Samkvæmt Guardian mun þó taka allt að þrjár vikur að hrinda áætluninni af stað, þar sem sumir þeirra sem kalla eigi til séu uppteknir við önnur störf. Fleiri vandamál tengd mögulegum vöruskorti verða rædd á fundum ráðamanna í dag en þeir hafa meðal annars verið varaðir við því að skortur verði á kalkúnum fyrir jól, þar sem hertar reglur um fólksflutninga í kjölfar Brexit hefur gert það að verkum að skortur er á verkafólki til að sinna ýmsum nauðsynlegum störfum í matvælaframleiðslu.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Forseti Brasilíu segir Johnson hafa falast eftir „neyðarsamningi“ um ákveðna matvöru Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, segir forsætisráðherra Bretlands hafa biðlað til hans um „neyðarsamkomulag“ vegna skorts á ákveðinni matvöru. Stjórnvöld í Bretlandi eru sögð hafa neitað því að ummælin eigi við rök að styðjast. 24. september 2021 12:38