Hörður með gott stórlaxasumar Karl Lúðvíksson skrifar 27. september 2021 10:03 98,5 sm laxinn sem Hörður veiddi í Ólafshyl í Sandá í Þistilfirði Það er draumur allra veiðimanna að ná stórlaxi og því er vel fagnað þegar slík tröll landa í háfnum. Sumir hafa þó af einhverjum ástæðum þá gjöf, hæfni og lagni til að fá fleiri stórlaxa en aðrir og einn af þeim er Hörður Birgir Hafsteinsson en hann hefur handleikið nokkra stórlaxa og rígvæna sjóbirtinga í sumar bæði sem veiðimaður og leiðsögumaður. 95 sm laxinn úr Arbæjarhyl í Elliðaánum Það var nú síðast í Sandá í Þistilfirði sem Hörður landaði stórlaxi sem mældist 98,5 cm langur og sá veiddist í Ólafshyl og fluguna White Wing númer 14 en sú er afar skæð síðsumarsfluga. Það er ekki langt síðan Hörður landaði 95 sm hæng í Elliðaánum en sá var búinn að sýna sig margoft og veiðimenn sem höfðu kastað flugu á hann í Árbæjarhyl en ekki haft erindi sem erfiði. Þetta er stærsti laxinn úr Elliðaánum í sumar. Hörður með veiðimann sem tók þennan stórlax í Húsyejakvísl Þetta er þó ekki allt upptalið því við veiðileiðsögn í Húseyjarkvísl hefur hann sjálfur sett í og landað stórum löxum og leiðbeint öðrum veiðimönnum í stóra laxa og sjóbirtinga. Sumir veiðimenn eru bara "með'edda", það er bara þannig. Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði
Sumir hafa þó af einhverjum ástæðum þá gjöf, hæfni og lagni til að fá fleiri stórlaxa en aðrir og einn af þeim er Hörður Birgir Hafsteinsson en hann hefur handleikið nokkra stórlaxa og rígvæna sjóbirtinga í sumar bæði sem veiðimaður og leiðsögumaður. 95 sm laxinn úr Arbæjarhyl í Elliðaánum Það var nú síðast í Sandá í Þistilfirði sem Hörður landaði stórlaxi sem mældist 98,5 cm langur og sá veiddist í Ólafshyl og fluguna White Wing númer 14 en sú er afar skæð síðsumarsfluga. Það er ekki langt síðan Hörður landaði 95 sm hæng í Elliðaánum en sá var búinn að sýna sig margoft og veiðimenn sem höfðu kastað flugu á hann í Árbæjarhyl en ekki haft erindi sem erfiði. Þetta er stærsti laxinn úr Elliðaánum í sumar. Hörður með veiðimann sem tók þennan stórlax í Húsyejakvísl Þetta er þó ekki allt upptalið því við veiðileiðsögn í Húseyjarkvísl hefur hann sjálfur sett í og landað stórum löxum og leiðbeint öðrum veiðimönnum í stóra laxa og sjóbirtinga. Sumir veiðimenn eru bara "með'edda", það er bara þannig.
Stangveiði Mest lesið Hörku veiði í Vatnamótunum Veiði Ennþá vænir sjóbirtingar í Ytri Rangá Veiði Veiðin 2012: Aðeins 12 af 38 laxveiðiám með 100 laxa á stöng Veiði 66 laxar veiddust í opnunarhollinu í Vatnsdalsá Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Haukadalsá og Straumfjarðará að verða uppseldar Veiði Öllum boðið í Hlíðarvatn á morgun Veiði Styttist í 100 laxa daga í Eystri Rangá Veiði Bestu veiðistaðir Elliðaánna Veiði Vinningshafar í Veiðikortaleiknum á Veiðivísi Veiði