Tilræðismaður Reagans verður frjáls allra ferða sinna Þorgils Jónsson skrifar 27. september 2021 18:31 John Hinckley Jr. verður brátt frjáls allra sinna ferða, um 40 árum eftir að hafa reynt að ráða Reagan forseta af dögum. John Hinckley Jr. sem gerði tilraun til að ráða Ronald Reagan af dögum árið 1981 verður brátt frjáls allra ferða eftir að hafa náð samkomulagi við dómsmálaráðuneytið þar í landi. Hinckley, sem skaut Reagan fyrir utan hótel í Washingtonborg, var úrskurðaður ósakhæfur á sínum tíma. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist. Hinckley var haldinn þráhyggju fyrir leikkonunni Jodie Foster og vonaðist til þess að ná athygli hennar með ódæðinu. Reagan forseti var fékk skot í vinstri handarkrika. Skotið hafnaði í lunga hans og olli alvarlegum innvortis blæðingum. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal Jim Brady, fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist og lést árið 2014.Mynd/AP Hinckley sat inni á réttargeðdeild fram til ársins 2016, en hefur síðan búið hjá móður sinni í Virginíuríki undir nokkrum skilyrðum. Hann var undir eftirliti lækna og sálfræðinga og mátti ekki eiga byssu. Þá mátti hann ekki hafa samband við börn Reagans, önnur fórnarlömb eða ættingja þeirra og ekki heldur við Jodie Foster. Þeim verður nú aflétt á næsta ári, enda þykir ekki standa ógn af honum lengur. Hinckley var talinn ósakhæfur og dvaldi á réttargeðdeild allt til ársins 2016.Mynd/AP „Ef hann hefði ekki reynt að drepa forsetann hefði honum verið sleppt skilyrðislaust fyrir löngu síðan,“ hefur AP eftir alríkisdómaranum sem kvað upp þennan úrskurð. Allir aðilar væru sáttir við stöðuna, í ljósi framkomu og greininga á Hinckley. Hann hefði ekki sýnt neina ofbeldistilburði eða áhuga á skotvopnum frá árinu 1983. Hinckley virðist una hag sínum vel og hefur síðasta árið flutt frumsamin ástarlög á YouTube-rás sinni. Bandaríkin Ronald Reagan Tengdar fréttir Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26 James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Hinckley, sem skaut Reagan fyrir utan hótel í Washingtonborg, var úrskurðaður ósakhæfur á sínum tíma. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist. Hinckley var haldinn þráhyggju fyrir leikkonunni Jodie Foster og vonaðist til þess að ná athygli hennar með ódæðinu. Reagan forseti var fékk skot í vinstri handarkrika. Skotið hafnaði í lunga hans og olli alvarlegum innvortis blæðingum. Þrír aðrir særðust í árásinni, þar á meðal Jim Brady, fjölmiðlafulltrúi forsetans, sem lamaðist og lést árið 2014.Mynd/AP Hinckley sat inni á réttargeðdeild fram til ársins 2016, en hefur síðan búið hjá móður sinni í Virginíuríki undir nokkrum skilyrðum. Hann var undir eftirliti lækna og sálfræðinga og mátti ekki eiga byssu. Þá mátti hann ekki hafa samband við börn Reagans, önnur fórnarlömb eða ættingja þeirra og ekki heldur við Jodie Foster. Þeim verður nú aflétt á næsta ári, enda þykir ekki standa ógn af honum lengur. Hinckley var talinn ósakhæfur og dvaldi á réttargeðdeild allt til ársins 2016.Mynd/AP „Ef hann hefði ekki reynt að drepa forsetann hefði honum verið sleppt skilyrðislaust fyrir löngu síðan,“ hefur AP eftir alríkisdómaranum sem kvað upp þennan úrskurð. Allir aðilar væru sáttir við stöðuna, í ljósi framkomu og greininga á Hinckley. Hann hefði ekki sýnt neina ofbeldistilburði eða áhuga á skotvopnum frá árinu 1983. Hinckley virðist una hag sínum vel og hefur síðasta árið flutt frumsamin ástarlög á YouTube-rás sinni.
Bandaríkin Ronald Reagan Tengdar fréttir Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26 James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Sjá meira
Árásarmanni Reagan sleppt úr haldi John Hinckley Jr. mun yfirgefa geðsjúkrahús sem hann hefur verið á í tæp 35 ár. 27. júlí 2016 14:26
James Brady látinn James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan. 5. ágúst 2014 08:20