Stöð 2 Sport
Klukkan 20.20 hefst útsending frá leik Uniao Sportiva og Hauka í Evrópukeppni kvenna í körfubolta.
Stöð 2 Sport 2
Klukkan 16.35 er leikur Sparta Prag og Rangers á dagskrá. Klukkan 19.00 fær Tottenham Hotspur möguleika til að komast aftur á beinu brautina er Mura kemur í heimsókn.
Stöð 2 Sport 3
Klukkan 16.35 hefst leikur AZ Alkmaar og Jablonec. Albert Guðmundsson leikur með AZ. Lærisveinar David Moyes í West Ham United taka á móti Rapid Vín klukkan 19.00.
Stöð 2 Sport 4
Zorya Luhans tekur á móti Roma klukkan 16.45. Útsendingin hefst tíu mínútum fyrr. Celtic tekur á móti Bayer Leverkusen klukkan 19.00.
Stöð 2 Golf
Klukkan 12.00 er Alfred Dunhill Links-meistaramótið á dagskrá. Það er hluti af Evrópumótaröðinni. Klukkan 20.00 hefst Sanderson Farms-meistaramótið, það er hluti af PGA-mótaröðinni.
Stöð 2 E-sport
Klukkan 21.00 er Rauðvín og klakar á dagskrá.