Alvarlegasti misbrestur í lýðveldissögunni Eiður Þór Árnason skrifar 29. september 2021 23:52 Karl Gauti Hjaltason og Helga Vala Helgadóttir eru sammála um að staðan sé snúin Vísir Karl Gauti Hjaltason, fráfarandi þingmaður Miðflokksins, segir að þetta sé í fyrsta sinn í lýðveldissögu Íslands sem alvarlegur misbrestur hafi komið upp við framkvæmd kosninga. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingar, segir stöðuna vera fádæma klúður. „Það var ekkert að kosningunum sjálfum og ekkert að talningunni sjálfri. Það voru gefnar út lokatölur að morgni sunnudags og síðan hefst einhver atburðarás sem hefur verið gagnrýnd afskaplega mikið, meðal annars af mér og versnar sífellt með hverjum deginum,“ sagði Karl Gauti í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum sem lýðræðissamfélag ekki liðið það að horft sé fram hjá því ef svona alvarlegir ágallar eru á framkvæmdinni eins og þarna hafa komið í ljós.“ Margar spurningar hafa vaknað um framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi eftir að niðurstöður breyttust í endurtalningu. Þá hefur komið fram að kjörseðlar hafi ekki verði innsiglaðir áður en kjörstjórn yfirgaf þá að lokinni talningu, líkt og kveðið á er um í lögum. Landskjörstjórn gaf út í gær að hún hafi ekki fengið staðfest að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað hafi verið fullnægjandi. Málið væri nú í höndum Alþingis sem eigi að úrskurða um lögmæti niðurstöðunnar. Staðan önnur ef búið væri að breyta stjórnarskránni Helga Vala segir það mjög auðvitað mjög óheppilegt að alþingismenn þurfi núna að ákveða hvort niðurstöðurnar úr Norðvesturkjördæmi séu lögmætar. „Þarna fara persónur og leikendur að skipta mjög miklu máli og það í rauninni gerir þetta allt mjög flókið hérna inni [á Alþingi]. Það er ekki atkvæða að þvælast á milli flokka heldur innan flokka.“ Hún bætir við að ef tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands hafi orðið að veruleika væri staðan önnur, samkvæmt þeim væri hægt að senda ákvörðunina til nefndar utan Alþingis. Viltu endurkosningu? „Ég ætla bara ekki alveg að tjá mig um það hvaða leið eigi að fara en þetta er alveg fádæma klúður,“ segir Helga Vala. Karl Gauti segir að yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi geti enn afturkallað ákvarðanir sínar. Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira
„Það var ekkert að kosningunum sjálfum og ekkert að talningunni sjálfri. Það voru gefnar út lokatölur að morgni sunnudags og síðan hefst einhver atburðarás sem hefur verið gagnrýnd afskaplega mikið, meðal annars af mér og versnar sífellt með hverjum deginum,“ sagði Karl Gauti í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Við getum sem lýðræðissamfélag ekki liðið það að horft sé fram hjá því ef svona alvarlegir ágallar eru á framkvæmdinni eins og þarna hafa komið í ljós.“ Margar spurningar hafa vaknað um framkvæmd talningar í Norðvesturkjördæmi eftir að niðurstöður breyttust í endurtalningu. Þá hefur komið fram að kjörseðlar hafi ekki verði innsiglaðir áður en kjörstjórn yfirgaf þá að lokinni talningu, líkt og kveðið á er um í lögum. Landskjörstjórn gaf út í gær að hún hafi ekki fengið staðfest að meðferð og varðveisla kjörgagna á talningastað hafi verið fullnægjandi. Málið væri nú í höndum Alþingis sem eigi að úrskurða um lögmæti niðurstöðunnar. Staðan önnur ef búið væri að breyta stjórnarskránni Helga Vala segir það mjög auðvitað mjög óheppilegt að alþingismenn þurfi núna að ákveða hvort niðurstöðurnar úr Norðvesturkjördæmi séu lögmætar. „Þarna fara persónur og leikendur að skipta mjög miklu máli og það í rauninni gerir þetta allt mjög flókið hérna inni [á Alþingi]. Það er ekki atkvæða að þvælast á milli flokka heldur innan flokka.“ Hún bætir við að ef tillögur stjórnlagaráðs um breytingar á stjórnarskrá Íslands hafi orðið að veruleika væri staðan önnur, samkvæmt þeim væri hægt að senda ákvörðunina til nefndar utan Alþingis. Viltu endurkosningu? „Ég ætla bara ekki alveg að tjá mig um það hvaða leið eigi að fara en þetta er alveg fádæma klúður,“ segir Helga Vala. Karl Gauti segir að yfirkjörstjórnin í Norðvesturkjördæmi geti enn afturkallað ákvarðanir sínar.
Norðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2021 Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira