Usain Bolt þakkaði Ferguson fyrir að fá Ronaldo aftur til United Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. september 2021 10:31 Usain Bolt og Sir Alex Ferguson í góðum gír á æfingasvæði Manchester United fyrir nokkuð mörgum árum. getty/Matthew Peters Fljótasti maður allra tíma, Usain Bolt, var í stúkunni á Old Trafford í gær og sá sína menn í Manchester United vinna dramatískan sigur á Villarreal, 2-1, í Meistaradeild Evrópu. Eftir leikinn þakkaði hann Sir Alex Ferguson fyrir að fá manninn sem skoraði sigurmarkið, Cristiano Ronaldo, aftur til félagsins. Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ronaldo sigurmark United eftir sendingu frá varamanninum Jesse Lingard. Þetta var fjórða mark hans í fimm leikjum eftir að hann kom aftur til United í haust. Bolt fagnaði markinu vel og innilega og eftir leikinn ræddi hann við Ferguson og þakkaði honum fyrir hans þátt í að fá Ronaldo aftur til United. „Ronaldo hjálpaði til við að byggja félagið upp og það var dásamlegt þegar hann var hér. Svo ég er ánægður með endurkomu hans,“ sagði Bolt eftir leikinn. „Ég sá Alex Ferguson og þakkaði honum fyrir að fá Ronaldo aftur. Ég er glaður. Ég hef ekki komið á Old Trafford í dágóðan tíma svo ég var bara glaður að vera í stúkunni með öllum og horfa á leikinn.“ Ferguson átti sinn þátt í að Ronaldo ákvað að koma aftur til United eftir ellefu ára fjarveru. Og eftir að Portúgalinn samdi við félagið skrifaði hann á samfélagsmiðla: „Sir Alex, þetta er fyrir þig.“ United er í 3. sæti F-riðils Meistaradeildarinnar með þrjú stig eftir tvo leiki. Næsti leikur liðsins í keppninni er gegn Atalanta á Old Trafford 20. október. Næsti leikur United, sem er jafnframt sá síðasti fyrir landsleikjahlé, er gegn Everton á Old Trafford í hádeginu á laugardaginn. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo tók í gærkvöldi metið af frægasta marki Solskjær Cristiano Ronaldo minnti á sig með dramatískum hætti í gær þegar hann tryggði Manchester United gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Villarreal í Meistaradeildinni. 30. september 2021 09:31 Orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu Cristiano Ronaldo varð í kvöld leikahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú leikið 178 leiki í keppninni. Hélt hann upp á áfangann með því að skora sigurmark Manchester United í dramatískum 2-1 sigri á Villareal. 29. september 2021 23:16 Segir sína menn hafa verið heppna en þetta sé einfaldlega það sem gerist á Old Trafford „Þetta er það sem gerist hérna á Old Trafford. Þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, eftir að Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 2-1 sigur á Villareal með marki í uppbótartíma er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2021 21:51 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Þegar fimm mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði Ronaldo sigurmark United eftir sendingu frá varamanninum Jesse Lingard. Þetta var fjórða mark hans í fimm leikjum eftir að hann kom aftur til United í haust. Bolt fagnaði markinu vel og innilega og eftir leikinn ræddi hann við Ferguson og þakkaði honum fyrir hans þátt í að fá Ronaldo aftur til United. „Ronaldo hjálpaði til við að byggja félagið upp og það var dásamlegt þegar hann var hér. Svo ég er ánægður með endurkomu hans,“ sagði Bolt eftir leikinn. „Ég sá Alex Ferguson og þakkaði honum fyrir að fá Ronaldo aftur. Ég er glaður. Ég hef ekki komið á Old Trafford í dágóðan tíma svo ég var bara glaður að vera í stúkunni með öllum og horfa á leikinn.“ Ferguson átti sinn þátt í að Ronaldo ákvað að koma aftur til United eftir ellefu ára fjarveru. Og eftir að Portúgalinn samdi við félagið skrifaði hann á samfélagsmiðla: „Sir Alex, þetta er fyrir þig.“ United er í 3. sæti F-riðils Meistaradeildarinnar með þrjú stig eftir tvo leiki. Næsti leikur liðsins í keppninni er gegn Atalanta á Old Trafford 20. október. Næsti leikur United, sem er jafnframt sá síðasti fyrir landsleikjahlé, er gegn Everton á Old Trafford í hádeginu á laugardaginn.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Ronaldo tók í gærkvöldi metið af frægasta marki Solskjær Cristiano Ronaldo minnti á sig með dramatískum hætti í gær þegar hann tryggði Manchester United gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Villarreal í Meistaradeildinni. 30. september 2021 09:31 Orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu Cristiano Ronaldo varð í kvöld leikahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú leikið 178 leiki í keppninni. Hélt hann upp á áfangann með því að skora sigurmark Manchester United í dramatískum 2-1 sigri á Villareal. 29. september 2021 23:16 Segir sína menn hafa verið heppna en þetta sé einfaldlega það sem gerist á Old Trafford „Þetta er það sem gerist hérna á Old Trafford. Þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, eftir að Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 2-1 sigur á Villareal með marki í uppbótartíma er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2021 21:51 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Ronaldo tók í gærkvöldi metið af frægasta marki Solskjær Cristiano Ronaldo minnti á sig með dramatískum hætti í gær þegar hann tryggði Manchester United gríðarlega mikilvægan 2-1 sigur á Villarreal í Meistaradeildinni. 30. september 2021 09:31
Orðinn leikjahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu Cristiano Ronaldo varð í kvöld leikahæsti leikmaður í sögu Meistaradeildar Evrópu. Hann hefur nú leikið 178 leiki í keppninni. Hélt hann upp á áfangann með því að skora sigurmark Manchester United í dramatískum 2-1 sigri á Villareal. 29. september 2021 23:16
Segir sína menn hafa verið heppna en þetta sé einfaldlega það sem gerist á Old Trafford „Þetta er það sem gerist hérna á Old Trafford. Þetta hefur gerst svo oft áður,“ sagði Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Manchester United, eftir að Cristiano Ronaldo tryggði liðinu 2-1 sigur á Villareal með marki í uppbótartíma er liðin mættust í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 29. september 2021 21:51