Mjög mikilvægt að nefndin sé hlutlaus Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 30. september 2021 11:31 Willum Þór Þórsson er starfandi forseti Alþingis. vísir/vilhelm Starfandi forseti Alþingis segir mikilvægt að kjörbréfanefnd njóti trausts og sé hlutlæg. Hann telur að það yrði erfitt fyrir jöfnunarþingmenn eða þingmenn Norðvesturkjördæmis að taka sæti í nefndinni. Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun og gefa út kjörbréf til þingmanna. Þar mun hún að öllum líkindum styðjast við seinni talninguna í Norðvesturkjördæmi, þó nefndin hafi sjálf sagt að kjörstjórnin þar hafi ekki sýnt fram á það með fullnægjandi hætti að öryggi atkvæðanna hafi verið tryggt milli talninganna. Að því loknu getur forseti Alþingis kallað saman undirbúningskjörbréfanefnd, sem mun undirbúa rannsókn kjörbréfa. Erfitt verkefni fram undan Vegna óvissunnar sem er komin upp eftir endurtalninguna er nokkuð ljóst að rannsókn og störf nefndarinnar verði öllu umfangsmeiri nú en nokkru sinni fyrr. Magnús Davíð Norðdal, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, sem náði ekki kjöri, hefur einnig gefið það út að hann muni kæra kosninguna til nefndarinnar. „Ég held að sem aldrei fyrr muni reyna á starf þessarar nefndar. Hún náttúrulega vandar alltaf vel til verka en það verður kannski bara að ítreka það að það er mjög mikilvægt og við tökum það mjög alvarlega að vanda til allrar málsmeðferðar,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. Kærufrestur til nefndarinnar eru fjórar vikur eftir kosningar og því ljóst að nefndin taki sér allavega þann tíma til starfa. Hlutleysi nefndarinnar mikilvægt En hvað finnst forseta þingsins um að þingið gerist dómari í eigin máli? „Sko, í fyrsta lagi finnst mér von að spurt sé,“ segir Willum. „Nú erum við að vinna í samræmi við stjórnarskrá, 46. grein, og svo kosningalög og þingskaparlög. Þannig að við hlítum lagarammanum í þessu og reynum að vanda okkur við þetta verkefni.“ En er sniðugt að þingmenn sem eigi þingsæti undir komi að málinu? „Hlutlægni nefndarinnar er mjög mikilvæg og svo er hin hliðin á því að vera að setja fólk í erfiða stöðu, þegar þú vísar til þeirra sem eru kjörnir í þessu tiltekna kjördæmi, sem að hefur helst verið um rætt, og síðan jöfnunarþingmenn þar sem er mjótt á munum.“ Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira
Landskjörstjórn mun úthluta þingsætum á morgun og gefa út kjörbréf til þingmanna. Þar mun hún að öllum líkindum styðjast við seinni talninguna í Norðvesturkjördæmi, þó nefndin hafi sjálf sagt að kjörstjórnin þar hafi ekki sýnt fram á það með fullnægjandi hætti að öryggi atkvæðanna hafi verið tryggt milli talninganna. Að því loknu getur forseti Alþingis kallað saman undirbúningskjörbréfanefnd, sem mun undirbúa rannsókn kjörbréfa. Erfitt verkefni fram undan Vegna óvissunnar sem er komin upp eftir endurtalninguna er nokkuð ljóst að rannsókn og störf nefndarinnar verði öllu umfangsmeiri nú en nokkru sinni fyrr. Magnús Davíð Norðdal, oddviti Pírata í Norðvesturkjördæmi, sem náði ekki kjöri, hefur einnig gefið það út að hann muni kæra kosninguna til nefndarinnar. „Ég held að sem aldrei fyrr muni reyna á starf þessarar nefndar. Hún náttúrulega vandar alltaf vel til verka en það verður kannski bara að ítreka það að það er mjög mikilvægt og við tökum það mjög alvarlega að vanda til allrar málsmeðferðar,“ segir Willum Þór Þórsson, starfandi forseti Alþingis. Kærufrestur til nefndarinnar eru fjórar vikur eftir kosningar og því ljóst að nefndin taki sér allavega þann tíma til starfa. Hlutleysi nefndarinnar mikilvægt En hvað finnst forseta þingsins um að þingið gerist dómari í eigin máli? „Sko, í fyrsta lagi finnst mér von að spurt sé,“ segir Willum. „Nú erum við að vinna í samræmi við stjórnarskrá, 46. grein, og svo kosningalög og þingskaparlög. Þannig að við hlítum lagarammanum í þessu og reynum að vanda okkur við þetta verkefni.“ En er sniðugt að þingmenn sem eigi þingsæti undir komi að málinu? „Hlutlægni nefndarinnar er mjög mikilvæg og svo er hin hliðin á því að vera að setja fólk í erfiða stöðu, þegar þú vísar til þeirra sem eru kjörnir í þessu tiltekna kjördæmi, sem að hefur helst verið um rætt, og síðan jöfnunarþingmenn þar sem er mjótt á munum.“
Alþingiskosningar 2021 Alþingi Norðvesturkjördæmi Endurtalning í Norðvesturkjördæmi Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sagði sínu fólki að tala ekki illa um aðra flokka Trúir því að fólk sé að detta VG megin í kjörklefanum Vegabréfið fór með atkvæðinu í kjörkassann „Ég trúi því að þjóðin sé að opna augun“ Viðbúið að talning tefjist í einhverjum kjördæmum Þriggja bíla árekstur og mikil umferðarteppa Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Tveir fluttir með þyrlu vegna rútuslyssins og einn fluttur vegna veikinda Sjá meira