Einstaklingar í samböndum geta verið mjög samstíga en samt haft ólíkar væntingar á einhverju sviðum.
Slæm umgengni eða misskipting húsverka þykir kannski ekki stórmál þegar á heildarmyndina er litið en þó geta þessir hlutir oft haft mikil áhrif á líðan fólks í samböndum og í sumum tilvikum haft mjög vond áhrif á sambandið sjálft.
Áður en við fjöllum meira um þessi mál spyrjum við lesendur Vísis hvort að umgengni eða þrif séu vandamál í sambandinu?
Með því er átt við hvort að fólk upplifi togstreitu í sambandinu út af þessu málum en pirringurinn getur verið að ýmsum toga.
Fólk gæti fundist það upplifa of mikla pressu og pirring frá makanum varðandi umgengni eða jafnvel öfugt.
Spurning vikunnar er að þessu sinni kynjaskipt og fólk beðið um að svara þeirri könnun sem við á.
KARLAR SVARA HÉR:
KONUR SVARA HÉR:
KYNSEGIN SVARA HÉR: