Kveðst hafa ofmetið eigið aðdráttarafl og kveður þingið án beiskju Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2021 08:47 Guðmundur Andri Thorsson tók sæti á þingi árið 2017. Vísir/Vilhelm Guðmundur Andri Thorsson, fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar, segist hafa, rétt eins og uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar, ofmetið eigið aðdráttarafl í aðdraganda þingkosninga sem fram fóru um síðustu helgi. Hann segir ástæðu þess að hann hafi ekki náð kjöri ósköp einfaldlega vera þá að það hafi ekki verið nægilega margir kjósendur sem kusu sig. „Og ástæða þess að það voru ekki nógu margir kjósendur sem kusu mig er einfaldlega sú að það voru ekki nógu margir kjósendur sem vildu mig sem þingmann. Svo einfalt er það.“ Þetta segir Guðmundur Andri í færslu á Facebook í morgun þar sem hann gerir upp kosningarnar og framvindu í tengslum við uppstillingu á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Andri skipaði annað sæti listans, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður BHM, leiddi listann og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, starfsmaður Þroskahjálpar og listfræðingur, það þriðja. Samfylkingin hlaut 8,1 prósent atkvæða í kjördæminu og inn kjördæmakjörinn þingmann, það er Þórunni. Í kosningunum 2017 hlaut flokkurinn 12,1 prósent atkvæða. Heyrði alls konar hugmyndir um ráðabrugg uppstillingarnefndar Í færslu sinni segist Guðmundur Andri vera þakklátur þeim fjölmörgu sem hafi sent sér uppörvandi kveðju nú þegar hann segi skilið við þingmennskuna. „Það er mikils virði. Ég hef séð vangaveltur um það hvers vegna ég datt út af þingi, alls konar hugmyndir um ráðabrugg einhverrar elítu – forystunnar eða kvenna eða uppstillingarnefndar.“ Hann segir að málið hins vegar horfa þannig við sér að hann hafi gert uppstillingarnefnd ljóst að hann væri reiðubúinn að taka fyrsta eða annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. „[Ég] myndi una niðurstöðunni, hver sem hún yrði, en ekki taka sæti neðar á listanum. Á þessum tíma var fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum þesslegt að allt eins líklegt var að þriðja sætið myndi nást, og annað sætið virtist nokkuð öruggt.“ Sagðist ekki hafa áhuga á ráðherraembætti Guðmundur Andri segist telja ástæðu þess að uppstillingarnefndin hafi kosið að setja sig í annað sætið vera þá að þau hafi spurt hvort hann myndi sækjast eftir ráðherraembætti, kæmist flokkurinn í aðstöðu til ríkisstjórnarþátttöku. Hann hafi svarað því neitandi. „Það var ærlegt svar, en fólk í nefndinni taldi, held ég, að oddviti Suðvesturkjördæmis eigi alltaf að sækjast eftir ráðherradómi. Ég taldi, og tel, að nóg sé fyrir af frábærum ráðherraefnum í þingflokki Sf, svo að ég færi ekki að bætast í þann hóp. Þegar ég þáði boð um annað sæti á listanum ofmat ég – rétt eins og uppstillingarnefndin – eigið aðdráttarafl.“ Yfirgefur stjórnmálin án beiskju Guðmundur Andri segist yfirgefa stjórnmálin án beiskju og að hann sé sáttur við allt það fólk sem hann hafi átt saman við að sælda síðustu fjögur árin. „Ég mun sakna vinnufélaganna, kjörinna jafnt sem starfsfólksins, samvinnunnar þvert á flokka, rökræðunnar í þingsal, samskiptanna við kjósendur, mötuneytisins og auðvitað bílastæðisins – en ég mun ekki sakna átakanna, sviðsetninganna, leikritanna og löngu zoom-fundanna ...,“ segir Guðmundur Andri Thorsson. Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Alþingi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Hann segir ástæðu þess að hann hafi ekki náð kjöri ósköp einfaldlega vera þá að það hafi ekki verið nægilega margir kjósendur sem kusu sig. „Og ástæða þess að það voru ekki nógu margir kjósendur sem kusu mig er einfaldlega sú að það voru ekki nógu margir kjósendur sem vildu mig sem þingmann. Svo einfalt er það.“ Þetta segir Guðmundur Andri í færslu á Facebook í morgun þar sem hann gerir upp kosningarnar og framvindu í tengslum við uppstillingu á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi. Guðmundur Andri skipaði annað sæti listans, en Þórunn Sveinbjarnardóttir, fyrrverandi ráðherra og formaður BHM, leiddi listann og Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, baráttukona fyrir réttindum fatlaðs fólks, starfsmaður Þroskahjálpar og listfræðingur, það þriðja. Samfylkingin hlaut 8,1 prósent atkvæða í kjördæminu og inn kjördæmakjörinn þingmann, það er Þórunni. Í kosningunum 2017 hlaut flokkurinn 12,1 prósent atkvæða. Heyrði alls konar hugmyndir um ráðabrugg uppstillingarnefndar Í færslu sinni segist Guðmundur Andri vera þakklátur þeim fjölmörgu sem hafi sent sér uppörvandi kveðju nú þegar hann segi skilið við þingmennskuna. „Það er mikils virði. Ég hef séð vangaveltur um það hvers vegna ég datt út af þingi, alls konar hugmyndir um ráðabrugg einhverrar elítu – forystunnar eða kvenna eða uppstillingarnefndar.“ Hann segir að málið hins vegar horfa þannig við sér að hann hafi gert uppstillingarnefnd ljóst að hann væri reiðubúinn að taka fyrsta eða annað sætið á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. „[Ég] myndi una niðurstöðunni, hver sem hún yrði, en ekki taka sæti neðar á listanum. Á þessum tíma var fylgi Samfylkingarinnar í skoðanakönnunum þesslegt að allt eins líklegt var að þriðja sætið myndi nást, og annað sætið virtist nokkuð öruggt.“ Sagðist ekki hafa áhuga á ráðherraembætti Guðmundur Andri segist telja ástæðu þess að uppstillingarnefndin hafi kosið að setja sig í annað sætið vera þá að þau hafi spurt hvort hann myndi sækjast eftir ráðherraembætti, kæmist flokkurinn í aðstöðu til ríkisstjórnarþátttöku. Hann hafi svarað því neitandi. „Það var ærlegt svar, en fólk í nefndinni taldi, held ég, að oddviti Suðvesturkjördæmis eigi alltaf að sækjast eftir ráðherradómi. Ég taldi, og tel, að nóg sé fyrir af frábærum ráðherraefnum í þingflokki Sf, svo að ég færi ekki að bætast í þann hóp. Þegar ég þáði boð um annað sæti á listanum ofmat ég – rétt eins og uppstillingarnefndin – eigið aðdráttarafl.“ Yfirgefur stjórnmálin án beiskju Guðmundur Andri segist yfirgefa stjórnmálin án beiskju og að hann sé sáttur við allt það fólk sem hann hafi átt saman við að sælda síðustu fjögur árin. „Ég mun sakna vinnufélaganna, kjörinna jafnt sem starfsfólksins, samvinnunnar þvert á flokka, rökræðunnar í þingsal, samskiptanna við kjósendur, mötuneytisins og auðvitað bílastæðisins – en ég mun ekki sakna átakanna, sviðsetninganna, leikritanna og löngu zoom-fundanna ...,“ segir Guðmundur Andri Thorsson.
Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Samfylkingin Alþingi Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira