Undir yfirlýsinguna skrifuðu UEFA, félagasamtök Evrópu og deildirnar í Englandi, Danmörku, Þýskalandi, Finnlandi, Ítalíu, Hollandi, Rúmeníu, Svíþjóð og Sviss, en þar kemur einnig fram að breytingar sem þessar gætu haft gríðarleg áhrif á þróun kvennaknattspyrnunar.
Staging a men's World Cup every two years would be "profoundly detrimental" and "fundamentally alter the course and development of the women's game.
— BBC Sport (@BBCSport) October 5, 2021
Uefa and 10 of Europe's women's leagues have spoken! #bbcfootball #WSL
Arsene Wenger, fyrrum knattspyrnustjóri Arsenal, hefur leitt verkefnið um að fjölga heimsmeistaramótum fyrir Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, en það að halda HM á tveggja ára fresti gæti þýtt að bæði yrði spilað heimsmeistaramóti karla og kvenna á sama ári.
Einnig gæti það þýtt að heimsmeistaramót karla yrði haldið á svipuðum tíma og Ólympíuleikarnir, en það er eitt stærsta mót kvennafótboltans.
Í yfirlýsingunni kemur einnig fram að þrátt fyrir að kvennaknattspyrna sé á mikilli uppleið, og í stöðugri þróun, sé hún ekki enn búin að ná fullum þroska. Það að halda heimsmeistaramót karla á tveggja ára fresti, geti haft í för með sér slæm áhrif á kvennafótboltann og þá þróun sem hefur átt sér stað seinustu ár.