Facebook-uppljóstrarinn: „Mark verður að axla sína ábyrgð“ Þorgils Jónsson skrifar 5. október 2021 19:39 Frances Haugen vann um hríð hjá Facebook, en blöskraði starfshættir stjórnenda og áhersla á ofsagróða fram yfir samfélagslega hagsmuni. Hún ljóstraði því upp um framferðið og bar vitni fyrir þingnefnd í Washington fyrr í dag. Stjórnendur samfélagsmiðlarisans Facebook virtu að vettugi ábendingar um að forritin þeirra væru skaðleg börnum og ælu á samfélagslegri sundrung. Þetta kom fram í vitnisburði Frances Haugen, fyrrverandi starfsmanns fyrirtækisins frammi fyrir nefnd bandarísku öldungadeildarinnar um neytendamál í dag. Haugen upplýsti nýlega um hvernig forráðamenn Facebook hafi vitað af því að efni á forritum eins og Instagram hefði slæm áhrif á andlega líða ungs fólks, sérstaklega stúlkna. Myndir þar hafi alið á slæmri sjálfsmynd og jafnvel ýtt undir átraskanir. Engu að síður hafi Facebook gert lítið úr þeim áhyggjum út á við. Að sögn fréttastofu AP sætti Haugen sig ekki við þessa starfshætti og sagði upp störfum fyrr í ár og ljóstraði upp um málið á dögunum. „Forrit Facebook skaða börn, ala á sundrung og veikja lýðræðið í landinu,“ sagði hún. „Stjórnendur vita hvernig má gera Facebook og Instagram öruggari, en vilja ekki gera þær breytingar sem þarf, vegna þess að þau setja ofsagróða ofar fólki.“ „Þingið þarf að grípa til aðgerða,“ bætti hún við. „Þau munu ekki leysa þennan vanda án ykkar hjálpar.“ Haugen útskýrði fyrir öldungadeildarþingmönnum hvernig algrím stýra því sem notendur sjá í fréttaveitum sínum. Árið 2018 hafi breyting þar á orsakað að efni sem valdið hafi úlfúð og illvilja orðið ríkjandi. Þrátt fyrir að Facebook hafi orðið var við þessi neikvæðu áhrif, var líka ljóst að þau héldu notendum frekar við efnið, sem hafði jákvæð áhrif á auglýsingasölu fyrirtækisins. Öldungadeildarþingmenn tóku undir orð Haugens. Demókratinn Richard Blumenthal, formaður nefndarinnar, sagði að Facebook hafi grætt á því að dreifa misvísandi upplýsingum og lygum og þannig sáð fræjum haturs. „Svar Facebook við vanda Facebook hefur alltaf verið á þá leið að við þyrftum meira af Facebook. En það hefur í för með sér meiri sársauka, og meiri gróða fyrir Facebook.“ Haugen sagði þó að Facebook hafi ekki lagt upp með að bjóða upp á svo skaðlegan vettvang, „en Mark verður á endanum að axla sína ábyrgð“. Þar átti hún við Mark Zuckerberg, stofnanda og aðaleiganda Facebook, sem hefur enn meirihlutavald í fyrirtækinu. Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Þórðargleði og þjáningar Facebook-notenda á Twitter Samfélagsmiðillinn Facebook og allir miðlar tengdir honum hafa legið niðri frá því á fjórða tímanum í dag. Af viðbrögðum netverja á samkeppnismiðlinum Twitter að dæma er ljóst að það hefur mikil áhrif á landann. 4. október 2021 21:42 Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. 4. október 2021 21:08 Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Haugen upplýsti nýlega um hvernig forráðamenn Facebook hafi vitað af því að efni á forritum eins og Instagram hefði slæm áhrif á andlega líða ungs fólks, sérstaklega stúlkna. Myndir þar hafi alið á slæmri sjálfsmynd og jafnvel ýtt undir átraskanir. Engu að síður hafi Facebook gert lítið úr þeim áhyggjum út á við. Að sögn fréttastofu AP sætti Haugen sig ekki við þessa starfshætti og sagði upp störfum fyrr í ár og ljóstraði upp um málið á dögunum. „Forrit Facebook skaða börn, ala á sundrung og veikja lýðræðið í landinu,“ sagði hún. „Stjórnendur vita hvernig má gera Facebook og Instagram öruggari, en vilja ekki gera þær breytingar sem þarf, vegna þess að þau setja ofsagróða ofar fólki.“ „Þingið þarf að grípa til aðgerða,“ bætti hún við. „Þau munu ekki leysa þennan vanda án ykkar hjálpar.“ Haugen útskýrði fyrir öldungadeildarþingmönnum hvernig algrím stýra því sem notendur sjá í fréttaveitum sínum. Árið 2018 hafi breyting þar á orsakað að efni sem valdið hafi úlfúð og illvilja orðið ríkjandi. Þrátt fyrir að Facebook hafi orðið var við þessi neikvæðu áhrif, var líka ljóst að þau héldu notendum frekar við efnið, sem hafði jákvæð áhrif á auglýsingasölu fyrirtækisins. Öldungadeildarþingmenn tóku undir orð Haugens. Demókratinn Richard Blumenthal, formaður nefndarinnar, sagði að Facebook hafi grætt á því að dreifa misvísandi upplýsingum og lygum og þannig sáð fræjum haturs. „Svar Facebook við vanda Facebook hefur alltaf verið á þá leið að við þyrftum meira af Facebook. En það hefur í för með sér meiri sársauka, og meiri gróða fyrir Facebook.“ Haugen sagði þó að Facebook hafi ekki lagt upp með að bjóða upp á svo skaðlegan vettvang, „en Mark verður á endanum að axla sína ábyrgð“. Þar átti hún við Mark Zuckerberg, stofnanda og aðaleiganda Facebook, sem hefur enn meirihlutavald í fyrirtækinu.
Bandaríkin Samfélagsmiðlar Facebook Tengdar fréttir Þórðargleði og þjáningar Facebook-notenda á Twitter Samfélagsmiðillinn Facebook og allir miðlar tengdir honum hafa legið niðri frá því á fjórða tímanum í dag. Af viðbrögðum netverja á samkeppnismiðlinum Twitter að dæma er ljóst að það hefur mikil áhrif á landann. 4. október 2021 21:42 Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. 4. október 2021 21:08 Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Þórðargleði og þjáningar Facebook-notenda á Twitter Samfélagsmiðillinn Facebook og allir miðlar tengdir honum hafa legið niðri frá því á fjórða tímanum í dag. Af viðbrögðum netverja á samkeppnismiðlinum Twitter að dæma er ljóst að það hefur mikil áhrif á landann. 4. október 2021 21:42
Facebook komið aftur í loftið eftir verstu truflun í þrettán ár Þjónusta fimm miðla samfélagsmiðlarisans Facebook komst aftur í gang eftir um sex klukkustunda truflanir skömmu fyrir klukkan 22:00 i kvöld. Truflunin á þjónustunni var sú mesta á Facebook frá árinu 2008. 4. október 2021 21:08
Truflanir hjá Facebook Fjölmargir notendur Facebook og Instagram um heim allan hafa átt í vandræðum með að tengjast samfélagsmiðlunum frá því á fjórða tímanum. Einnig hefur borið á truflunum á þjónustu Whatsapp, Messenger og Workplace en allir fimm miðlarnir eru í eigu Facebook. 4. október 2021 15:48