Skjóta geimfari á loftstein til að æfa jarðvarnir Þorgils Jónsson skrifar 6. október 2021 10:39 Geimfarinu DART verður skotið upp í næsta mánuði en það á að skella á litlu smástirni til að skoða hvort hægt sé að beina mögulega hættulegum loftsteinum frá jörðinni. Geimfari á vegum NASA, bandarísku geimvísindastofnunarinnar, verður skotið á loft í næsta mánuði og mun brotlenda á smástirni í 11 milljóna kílómetra fjarlægð eftir tæpt ár. Tilgangur þessa verkefnis er að kanna hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn. Af því mætti svo ráða möguleikana á því að nýta þá tækni síðar meir til að hnika burt smástirnum sem stefna hættulega nálægt jörðu. Verkefnið kallast DART (Double Asteroid Redirection Test) og verður farinu skotið upp í flaug frá SpaceX hinn 23. nóvember næstkomandi. Ef allt fer að óskum, mun það ná marki sínu í september 2022 og skella á smáhnettinum Dimorphos á meira en 20 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Dimorphos er lítill fylgihnöttur smástirnis og er af svipaðri stærð, um 160 metrar í þvermál, og þau smástirni sem líkleg þykja til að ógna Jörðinni í fyllingu tímans. Samkvæmt frétt CNN er gert ráð fyrir að áreksturinn muni aðeins draga úr hraða hnattarins um 1%, en það hafi þó í för með sér að umferðartími Dimorphos um smástirnið Didymos muni tefjast um nokkrar mínútur. Þremur árum eftir áreksturinn mun svo Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, skjóta upp fari að nafni Hera, sem mun fljúga að Dimorphosi og mæla áhrifin af árekstrinum. Varnir gegn hættum af smástirnum sem geta skollið á Jörðinni er í forgangi hjá geimvísindastofnunum heimsins og verður fróðlegt að sjá hvort þarna verði komin raunhæf lausn til sjálfsvarnar jarðarinnar gegn ógnum utan úr óravíddum geimsins. Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira
Tilgangur þessa verkefnis er að kanna hvort stefna smástirnisins breytist við áreksturinn. Af því mætti svo ráða möguleikana á því að nýta þá tækni síðar meir til að hnika burt smástirnum sem stefna hættulega nálægt jörðu. Verkefnið kallast DART (Double Asteroid Redirection Test) og verður farinu skotið upp í flaug frá SpaceX hinn 23. nóvember næstkomandi. Ef allt fer að óskum, mun það ná marki sínu í september 2022 og skella á smáhnettinum Dimorphos á meira en 20 þúsund kílómetra hraða á klukkustund. Dimorphos er lítill fylgihnöttur smástirnis og er af svipaðri stærð, um 160 metrar í þvermál, og þau smástirni sem líkleg þykja til að ógna Jörðinni í fyllingu tímans. Samkvæmt frétt CNN er gert ráð fyrir að áreksturinn muni aðeins draga úr hraða hnattarins um 1%, en það hafi þó í för með sér að umferðartími Dimorphos um smástirnið Didymos muni tefjast um nokkrar mínútur. Þremur árum eftir áreksturinn mun svo Geimvísindastofnun Evrópu, ESA, skjóta upp fari að nafni Hera, sem mun fljúga að Dimorphosi og mæla áhrifin af árekstrinum. Varnir gegn hættum af smástirnum sem geta skollið á Jörðinni er í forgangi hjá geimvísindastofnunum heimsins og verður fróðlegt að sjá hvort þarna verði komin raunhæf lausn til sjálfsvarnar jarðarinnar gegn ógnum utan úr óravíddum geimsins.
Bandaríkin Geimurinn Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Sjá meira