Ein dýrasta útsending sögunnar muni skila milljörðum í þjóðarbúið Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 6. október 2021 21:31 Ólafur Hrafn Steinarsson er formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. SIGURJÓN ÓLASON Ein dýrasta sjónvarpsútsending Íslandssögunnar fer nú fram í Laugardalshöll þar sem heimsmeistaramót í rafíþrótt fer fram. Reiknað er með að mótið skili nokkrum milljörðum í þjóðarbúið og að áhorfið sé meira en á Eurovision. Um er að ræða heimsmeistaramótið í League of legends sem er stærsti viðburður rafíþrótta á hverju ári. Mikið púður hefur farið í uppsetningu í höllinni sem nánast er óþekkjanleg á þessum myndum. „Og ég skora á alla að kíkja og hugsa: Vá þetta er í alvörunni bara í gömlu handboltahöllinni í Laugardal,“ sagði Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. Hátt í 250 milljónir horfa á úrslitin Hann segir að kostnaður við uppsetningu sviðanna sé trúnaðarmál en að hann hlaupi á nokkrum milljörðum. Útsendingin spannar yfir nokkra daga en reikna má með að 150 til 250 milljónir áhorfenda horfi á úrslitin á hundrað milljón stöðum - en áhorfstölur hafa verið meiri en á Eurovision og úrslitakeppni NBA. Virði 60 milljarða íslenskra króna Ólafur segir að verðmæti útsendingarinnar hlaupi á hálfum milljarði bandaríkjadala sem gera um rúma 60 milljarða íslenskra króna. „Þannig þetta er töluvert verðmæt útsending og í raun og veru verðmætari og stærri en Eurovision að öllu leyti.“ Stórstjörnur í höllinni Hann segir stórstjörnur keppa í höllinni. „Liðin sem eru að koma frá Kóreu flugu hingað í einkaþotu. Reynt var að kaupa stærstu stjörnuna yfir til Kína fyrir 10 milljónir dollara. Þegar hann flaug þangað á fund þá mættu þrjú þúsund manns á flugvöllinn og öskruðu yfir sig þannig það var eins og að Bítlarnir væru að mæta.“ Ólafur segir að mótið skili nokkrum milljörðum í þjóðarbúið. „Þá er ótalið yfir 20 þúsund gistinætur sem hafa komið með öllu starfsfólki og liðunum sem koma hingað og svo að sjálfsögðu verðmæti landkynningarinnar að halda útsendingu þar sem hundrað milljón manns á dag eru að horfa á það sem er að gerast í Laugardalnum hefur aukið hróður Íslands mikið á alþjóðavettvangi. Sérstaklega gagnvart nýjum hópi af nýfullorðnu fólki eða unglingum sérstaklega í Asíu sem hafa kannski aldrei heyrt um Ísland.“ Hægt er að fylgjast með útsendingunni á Stöð2 eSport. Rafíþróttir Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira
Um er að ræða heimsmeistaramótið í League of legends sem er stærsti viðburður rafíþrótta á hverju ári. Mikið púður hefur farið í uppsetningu í höllinni sem nánast er óþekkjanleg á þessum myndum. „Og ég skora á alla að kíkja og hugsa: Vá þetta er í alvörunni bara í gömlu handboltahöllinni í Laugardal,“ sagði Ólafur Hrafn Steinarsson, formaður Rafíþróttasamtaka Íslands. Hátt í 250 milljónir horfa á úrslitin Hann segir að kostnaður við uppsetningu sviðanna sé trúnaðarmál en að hann hlaupi á nokkrum milljörðum. Útsendingin spannar yfir nokkra daga en reikna má með að 150 til 250 milljónir áhorfenda horfi á úrslitin á hundrað milljón stöðum - en áhorfstölur hafa verið meiri en á Eurovision og úrslitakeppni NBA. Virði 60 milljarða íslenskra króna Ólafur segir að verðmæti útsendingarinnar hlaupi á hálfum milljarði bandaríkjadala sem gera um rúma 60 milljarða íslenskra króna. „Þannig þetta er töluvert verðmæt útsending og í raun og veru verðmætari og stærri en Eurovision að öllu leyti.“ Stórstjörnur í höllinni Hann segir stórstjörnur keppa í höllinni. „Liðin sem eru að koma frá Kóreu flugu hingað í einkaþotu. Reynt var að kaupa stærstu stjörnuna yfir til Kína fyrir 10 milljónir dollara. Þegar hann flaug þangað á fund þá mættu þrjú þúsund manns á flugvöllinn og öskruðu yfir sig þannig það var eins og að Bítlarnir væru að mæta.“ Ólafur segir að mótið skili nokkrum milljörðum í þjóðarbúið. „Þá er ótalið yfir 20 þúsund gistinætur sem hafa komið með öllu starfsfólki og liðunum sem koma hingað og svo að sjálfsögðu verðmæti landkynningarinnar að halda útsendingu þar sem hundrað milljón manns á dag eru að horfa á það sem er að gerast í Laugardalnum hefur aukið hróður Íslands mikið á alþjóðavettvangi. Sérstaklega gagnvart nýjum hópi af nýfullorðnu fólki eða unglingum sérstaklega í Asíu sem hafa kannski aldrei heyrt um Ísland.“ Hægt er að fylgjast með útsendingunni á Stöð2 eSport.
Rafíþróttir Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Viðskipti innlent Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Áttar sig ekki á bjartsýni Arion Níu matvælaframleiðendur hljóta styrk Sjá meira