Danir og Þjóðverjar sækja ellefu konur með tengsl við Ríki íslams og 37 börn Atli Ísleifsson skrifar 7. október 2021 08:39 Í flóttamannabúðunum í Roj í norðausturhluta Sýrlands dvelja nú um 60 þúsund manns og þar af 40 þúsund börn. EPA Yfirvöld í Þýskalandi og Danmörku hafa með aðstoð Bandaríkjahers sótt ellefu konur, sem áður höfðu gengið til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams, og 37 börn, frá norðurhluta Sýrlands. Konurnar og börnin komu til Þýskalands og Danmerkur í gærkvöldi og í nótt. „Börnin voru ekki ábyrð fyrir þeirri stöðu sem þau voru í,“ segir þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas í yfirlýsingu. Ráðherrann segir hins vegar nauðsynlegt að konurnar svari fyrir gjörðir sínar. Átta konur og 23 börn þeirra voru flutt til Þýskalands, en um er að ræða stærsta slíka flutning landsins frá árinu 2019. Stór hluti kvennanna var handtekinn við komuna. Konurnar yfirgáfu á sínum tíma Danmörku og Þýskaland til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Erfið staða Maas segir stöðuna í heimshlutanum vera mjög erfiða. „Milljónir manna hafa þörf fyrir mannúðaraðstoð,“ segir ráðherrann og bætir við að heimsfaraldurinn og efnahagshrun hafi gert stöðuna enn erfiðari. Konurnar og börnin voru sótt í flóttamannabúðirnar Roj í norðausturhluta Sýrlands, þar sem Kúrdar ráða ríkjum. Var þeim flogið með bandarískri herflugvél til Kúveit og svo til Frankfurt. Danskir fjölmiðlar greindu frá því í nótt að flugvél með dönsku konurnar þrjár og börnin fjórtán hefði lent á flugvelli í Karup á Jótlandi í nótt. Ein konan verður svo leidd fyrir dómara á næstu klukkustundum. I sag vedrørende en af de hjemtagne kvinder fra Syrien afholdes grundlovsforhør ved retten i Kolding kl. 11.30. Der begæres lukkede døre. Yderligere oplysninger i pressemeddelelse https://t.co/kL3BJiHBoY #politidk pic.twitter.com/wzvp4TJhg1— SydøstjyllandsPoliti (@SydOjylPoliti) October 7, 2021 Tugþúsundir í flóttamannabúðum Fjölmörg ríki hafa glímt við hvernig best sé að taka á málum þeirra sem yfirgáfu landið til að ganga til liðs við Ríki íslams. Sömuleiðis hvernig skuli taka á málum barna þeirra. Í flóttamannabúðunum í Roj dvelja nú um 60 þúsund manns og þar af 40 þúsund börn. Sýrland Danmörk Þýskaland Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Sjá meira
„Börnin voru ekki ábyrð fyrir þeirri stöðu sem þau voru í,“ segir þýski utanríkisráðherrann Heiko Maas í yfirlýsingu. Ráðherrann segir hins vegar nauðsynlegt að konurnar svari fyrir gjörðir sínar. Átta konur og 23 börn þeirra voru flutt til Þýskalands, en um er að ræða stærsta slíka flutning landsins frá árinu 2019. Stór hluti kvennanna var handtekinn við komuna. Konurnar yfirgáfu á sínum tíma Danmörku og Þýskaland til að ganga til liðs við hryðjuverkasamtökin Ríki íslams. Erfið staða Maas segir stöðuna í heimshlutanum vera mjög erfiða. „Milljónir manna hafa þörf fyrir mannúðaraðstoð,“ segir ráðherrann og bætir við að heimsfaraldurinn og efnahagshrun hafi gert stöðuna enn erfiðari. Konurnar og börnin voru sótt í flóttamannabúðirnar Roj í norðausturhluta Sýrlands, þar sem Kúrdar ráða ríkjum. Var þeim flogið með bandarískri herflugvél til Kúveit og svo til Frankfurt. Danskir fjölmiðlar greindu frá því í nótt að flugvél með dönsku konurnar þrjár og börnin fjórtán hefði lent á flugvelli í Karup á Jótlandi í nótt. Ein konan verður svo leidd fyrir dómara á næstu klukkustundum. I sag vedrørende en af de hjemtagne kvinder fra Syrien afholdes grundlovsforhør ved retten i Kolding kl. 11.30. Der begæres lukkede døre. Yderligere oplysninger i pressemeddelelse https://t.co/kL3BJiHBoY #politidk pic.twitter.com/wzvp4TJhg1— SydøstjyllandsPoliti (@SydOjylPoliti) October 7, 2021 Tugþúsundir í flóttamannabúðum Fjölmörg ríki hafa glímt við hvernig best sé að taka á málum þeirra sem yfirgáfu landið til að ganga til liðs við Ríki íslams. Sömuleiðis hvernig skuli taka á málum barna þeirra. Í flóttamannabúðunum í Roj dvelja nú um 60 þúsund manns og þar af 40 þúsund börn.
Sýrland Danmörk Þýskaland Mest lesið Dæmdur fyrir að pína konu dögum saman Innlent Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, háfætt og rennileg Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Tveir neita sök og þriðji hugsar sig um í Teslu-íkveikjumáli Innlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Fara í mál við íslenska ríkið og Arctic Sea Farm Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Fleiri fréttir Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Sjá meira