Laporta vonaðist til að Messi mynda spila launalaust Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 09:31 Lionel Messi grét á blaðamannafundi er hann kvaddi Barcelona eftir 21 árs dvöl hjá félaginu. Eric Alonso/Getty Images Joan Laporta, forseti spænska knattspyrnuliðsins Barcelona, vonaðist til þess að Lionel Messi myndi spila fyrir félagið launalaust í vetur. Allt kom fyrir ekki og Messi samdi við París Saint-Germain. Eftir 21 ár hjá Barcelona ákvað Lionel Messi að söðla um og halda til Parísar er samningur hans rann út. Laporta lifði í þeirri von um að Messi myndi spila launalaust fyrir félagið þar sem skuldastaða þess er einkar slæm og félagið gat ekki boðið Argentínumanninum nýjan samning vegna launaþaks deildarinnar. „Það kom tími þar sem báðir aðilar sáu að það væri ekki mögulegt. Það voru mikil vonbrigði fyrir báða aðila. Hann vildi vera áfram en það var líka mikil pressa vegna tilboðsins sem þeir fengu, “ sagði Laporta í útvarpsviðtali á dögunum. Messi í treyju PSG.Chloe Knott/Getty Images Messi fór á endanum til Parísar þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. „Ég vonaðist til að Messi myndi taka U-beygju og hann sagði að hann myndi spila launalaust fyrir okkur. Ég hefði ekki sett mig upp á móti því og það er minn skilningur að La Liga (spænska úrvalsdeildin) hefði leyft það en við getum ekki leyft leikmanni á borð við Messi að gera slíkt,“ sagði Laporta einnig í viðtalinu. Það stenst ekki alveg þær kröfur sem La Liga gerir en samkvæmt reglugerð deildarinnar hefði Messi ekki mátt spila frítt. Laporta sagði einnig að La Liga hefði verið tilbúið að leyfa Barcelona að halda Messi ef féagið myndi samþykkja samning við fjárfestingarsjóðinn CVC Capital Partners. Slíkur samningur hefði þýdd að spænska úrvalsdeildin myndi gefa frá sér hluta auglýsingatekna í fyrsta skipti í næstum 50 ár. Barcelona neitaði þeim samningi – ásamt Real Madríd og Athletic Bilbao – en Laporta segir félagið opið fyrir slíkum samning í framtíðinni. „Við þurfum ekki á meiri skuld að halda. Ég skil að félög í La Liga eigi erfitt uppdráttar. Við höfum ekki neitað slíkum samning alfarið en það þarf að breyta honum. Þeir eru að reyna endur skipuleggja samninginn.“ President, Joan Laporta Of FC Barcelona Press Conference BARCELONA, SPAIN - AUGUST 06: President of FC Barcelona Joan Laporta attends a press conference after the announcement that Lionel Messi will be leaving the club at Camp Nou on August 06, 2021 in Barcelona, Spain. (Photo by Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images)Pedro Salado/Getty Images Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira
Eftir 21 ár hjá Barcelona ákvað Lionel Messi að söðla um og halda til Parísar er samningur hans rann út. Laporta lifði í þeirri von um að Messi myndi spila launalaust fyrir félagið þar sem skuldastaða þess er einkar slæm og félagið gat ekki boðið Argentínumanninum nýjan samning vegna launaþaks deildarinnar. „Það kom tími þar sem báðir aðilar sáu að það væri ekki mögulegt. Það voru mikil vonbrigði fyrir báða aðila. Hann vildi vera áfram en það var líka mikil pressa vegna tilboðsins sem þeir fengu, “ sagði Laporta í útvarpsviðtali á dögunum. Messi í treyju PSG.Chloe Knott/Getty Images Messi fór á endanum til Parísar þar sem hann skrifaði undir tveggja ára samning. „Ég vonaðist til að Messi myndi taka U-beygju og hann sagði að hann myndi spila launalaust fyrir okkur. Ég hefði ekki sett mig upp á móti því og það er minn skilningur að La Liga (spænska úrvalsdeildin) hefði leyft það en við getum ekki leyft leikmanni á borð við Messi að gera slíkt,“ sagði Laporta einnig í viðtalinu. Það stenst ekki alveg þær kröfur sem La Liga gerir en samkvæmt reglugerð deildarinnar hefði Messi ekki mátt spila frítt. Laporta sagði einnig að La Liga hefði verið tilbúið að leyfa Barcelona að halda Messi ef féagið myndi samþykkja samning við fjárfestingarsjóðinn CVC Capital Partners. Slíkur samningur hefði þýdd að spænska úrvalsdeildin myndi gefa frá sér hluta auglýsingatekna í fyrsta skipti í næstum 50 ár. Barcelona neitaði þeim samningi – ásamt Real Madríd og Athletic Bilbao – en Laporta segir félagið opið fyrir slíkum samning í framtíðinni. „Við þurfum ekki á meiri skuld að halda. Ég skil að félög í La Liga eigi erfitt uppdráttar. Við höfum ekki neitað slíkum samning alfarið en það þarf að breyta honum. Þeir eru að reyna endur skipuleggja samninginn.“ President, Joan Laporta Of FC Barcelona Press Conference BARCELONA, SPAIN - AUGUST 06: President of FC Barcelona Joan Laporta attends a press conference after the announcement that Lionel Messi will be leaving the club at Camp Nou on August 06, 2021 in Barcelona, Spain. (Photo by Pedro Salado/Quality Sport Images/Getty Images)Pedro Salado/Getty Images
Fótbolti Spænski boltinn Franski boltinn Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Jólamánuðurinn hefst á allskonar Sport Fleiri fréttir Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Dagur Dan komst ekki í úrslitaleikinn Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern AC Milan aftur á sigurbraut Mark dæmt af Elíasi en liðið upp um fjögur sæti Þrenna og vítaþrenna í leikjum dagsins Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Börsungar töpuðu óvænt á heimavelli Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Messi segist sakna Barcelona Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Guðmundur gæfi Kelleher risa samning: „Hverrar krónu virði og rúmlega það“ Fékk rétt svör við öllu nema um bjórinn Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Ísland nær sigri í slagnum við Kanada Sterkt lið Íslands gegn Kanada í kvöld Jenas missir annað starf Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Heimaleikur Íslands fer fram á Spáni Keflvíkingar keyptu leikmann frá Njarðvík Ákall á forsíðu stórblaðsins: Bjargið leikmanninum Segja Íslendinginn tilbúinn í það að verða næsta stjarna Bandaríkjamanna Amorim djúpt snortinn: „Mun ekki gleyma þessu“ Sjá meira