Örn og Haukur Clausen útnefndir í Heiðurshöll ÍSÍ í dag Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. október 2021 16:30 Bræðurnir Haukur og Örn Clausen. ÍÞRÓTTA- OG ÓLYMPÍUSAMBAND ÍSLANDS Tvíburabræðurnir og frjálsíþróttamennirnir Örn og Haukur Clausen voru útnefndir í Heiðurshöll ÍSÍ á framhaldsþingi 75. íþróttaþings ÍSÍ í dag. Þeir eru 21. og 22. einstaklingurinn sem hljóta útnefningu í hina óáþreifanlegu höll afreksíþróttafólks og afreksþjálfara Íslands. Örn og Haukur Clausen voru eineggja tvíburar, fæddir 8. nóvember 1928. Þeir bræður voru einna fremstir íslenskra íþróttamanna á gullöld íslenskra frjálsíþrótta fyrir og um 1950. Þeir kepptu fyrir hönd ÍR og fóru mikinn í landsliði Íslands í frjálsíþróttum á keppnisferli sínum. Alls setti Örn tíu Íslandsmet í grindahlaupum og tugþraut. Hann varð í 12. sæti í tugþraut á Ólympíuleikunum í London árið 1948, þá aðeins nítján ára að aldri. Árið 1949 sigraði hann í tugþraut á Norðurlandameistaramótinu í Stokkhólmi. Hann vann silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu í tugþraut 1950 og setti Norðurlandamet í sömu grein ári síðar. Það ár átti hann næstbesta tugþrautarárangur í heimi. Haukur varð Norðurlandameistari í 200 metra hlaupi aðeins 18 ára gamall árið 1947 er hann hljóp á nýju Íslandsmeti, 21,9 sek. Hann keppti á Ólympíuleikunum í London árið 1948 og kom 13. í mark í 100 metra hlaupi. Á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Brussel 1950 komst hann í úrslit í 100 metra hlaupi og varð í 5. sæti. Sumarið 1950 setti hann Norðurlandamet í 200 metra hlaup á, 21,3 sekúndu. Það var besti tími ársins í Evrópu og stóð Norðurlandametið í sjö ár en það var einnig Íslandsmet sem stóð í 27 ár. Haukur átti allmörg Íslandsmet í ýmsum frjálsíþróttagreinum. Haukur lést 1. maí 2003 og Örn lést 11. desember 2008. Guðrún Erlendsdóttir, ekkja Arnar, og Elín Hrefna Thorarensen, ekkja Hauks, tóku á móti viðurkenningunum fyrir hönd þeirra bræðra í dag undir standandi lófataki forystufólks ÍSÍ, þingfulltrúa og gesta. Nánari upplýsingar um Heiðurshöll ÍSÍ er að finna á heimasíðu ÍSÍ og þar er skrá yfir alla þá sem hafa verið útnefndir í Heiðurshöllina. Frjálsar íþróttir ÍSÍ Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira
Örn og Haukur Clausen voru eineggja tvíburar, fæddir 8. nóvember 1928. Þeir bræður voru einna fremstir íslenskra íþróttamanna á gullöld íslenskra frjálsíþrótta fyrir og um 1950. Þeir kepptu fyrir hönd ÍR og fóru mikinn í landsliði Íslands í frjálsíþróttum á keppnisferli sínum. Alls setti Örn tíu Íslandsmet í grindahlaupum og tugþraut. Hann varð í 12. sæti í tugþraut á Ólympíuleikunum í London árið 1948, þá aðeins nítján ára að aldri. Árið 1949 sigraði hann í tugþraut á Norðurlandameistaramótinu í Stokkhólmi. Hann vann silfurverðlaun á Evrópumeistaramótinu í tugþraut 1950 og setti Norðurlandamet í sömu grein ári síðar. Það ár átti hann næstbesta tugþrautarárangur í heimi. Haukur varð Norðurlandameistari í 200 metra hlaupi aðeins 18 ára gamall árið 1947 er hann hljóp á nýju Íslandsmeti, 21,9 sek. Hann keppti á Ólympíuleikunum í London árið 1948 og kom 13. í mark í 100 metra hlaupi. Á Evrópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Brussel 1950 komst hann í úrslit í 100 metra hlaupi og varð í 5. sæti. Sumarið 1950 setti hann Norðurlandamet í 200 metra hlaup á, 21,3 sekúndu. Það var besti tími ársins í Evrópu og stóð Norðurlandametið í sjö ár en það var einnig Íslandsmet sem stóð í 27 ár. Haukur átti allmörg Íslandsmet í ýmsum frjálsíþróttagreinum. Haukur lést 1. maí 2003 og Örn lést 11. desember 2008. Guðrún Erlendsdóttir, ekkja Arnar, og Elín Hrefna Thorarensen, ekkja Hauks, tóku á móti viðurkenningunum fyrir hönd þeirra bræðra í dag undir standandi lófataki forystufólks ÍSÍ, þingfulltrúa og gesta. Nánari upplýsingar um Heiðurshöll ÍSÍ er að finna á heimasíðu ÍSÍ og þar er skrá yfir alla þá sem hafa verið útnefndir í Heiðurshöllina.
Frjálsar íþróttir ÍSÍ Mest lesið „Við erum búnir að brenna skipin“ Íslenski boltinn Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Golf „Við bara brotnum“ Körfubolti „Þetta er fyrir utan teig“ Íslenski boltinn „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Körfubolti Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust Íslenski boltinn „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ Íslenski boltinn „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Körfubolti Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Körfubolti Daði leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Við erum búnir að brenna skipin“ Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust „Þetta er fyrir utan teig“ „Við bara brotnum“ „Mínir menn geta borið höfuðið hátt“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ McTominay skoraði tvö og Napoli lifir í voninni Daði leggur skóna á hilluna Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Guðrún beið afhroð Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí Uppgjörið: Stjarnan - ÍA 2-1 | Tveir sigrar í röð hjá Stjörnumönnum Uppgjörið: KR - Valur 3-3 | Ótrúleg dramatík í Laugardalnum Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn Aftur með þrennu á afmælisdeginum „Þetta var eitt af þessum stóru augnablikum sem ég mun aldrei gleyma“ Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ KA búið að landa fyrirliða Lyngby Versti sóknarleikur nýliða í meira en þrjá áratugi Fórnar bandarískum háskólapartýum til að ná á toppinn Lærðu að fagna eins og verðandi feður Fyrsti nýi meðlimurinn í 25 ár Besta-spáin 2025: Áframhaldandi hamingja í Víkinni „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Sjá meira